Evrópulöggjöf

6. febrúar 2009

Allir Betri Íslendingar hafa myndað sér skoðun á Evrópusambandinu og hvort við ættum að skella okkur þangað inn. Flestir vita að vísu ekki hvað Evrópusambandið er, hvað það gerir, hverjir eru í því, hverju við töpum, hvað við græðum - sumir vita jafnvel ekki HVAR það er - en, hafa engu að síður mjög sterka skoðun á því.

Það er aðeins eitt í heiminum leiðinlegra en Halldór Blöndal, og það er að mynda sér óupplýsta skoðun, svo í gær, liggjandi á sístækkandi horbunka í rúminu, ákvað ég að hressa aðeins upp á tilveruna, bæta úr eigin þekkingarleysi og byrja að kynna mér Evrópusambandið fyrir alvöru.

Í barnslegu sakleysi mínu taldi ég að greindarlegasti byrjunarpunkturinn á ferðalagi um stjórnhætti ríkis eða ríkjasambands væri að lesa "stjórnarskrána", svo ég sótti Lisbon-sáttmálann og byrjaði að lesa.

9) Article 7 shall be amended as follows:

b) at the end of the first sentence of the first subparagraph of paragraph 1, the words ‘and address appropriate recommendations to that State’ shall be deleted; at the end of the last sentence, the words ‘and, acting in accordance with the same procedure, may call on independent persons to submit within a reasonable time limit a report on the situation in the Member State in question’ shall be replaced by ‘and may address recommendations to it, acting in accordance with the same procedure.’;

Sæll. Halldór Blöndal er í alveg stórhættu með fyrsta sætið. Íslensk lög eru eins og myndaskrítlur við hliðina á þessu.


Tjáskipti

Arnaldur

Gaur! Er þetta for real úr Lisbon-sáttmálanum? Þetta er djók. Hverskonar incompetent lið var að berja saman þessa stjórnarskrá. Ef þetta er fólkið sem á að stjórna okkur, þá er ég kominn í serious baklás. (Þetta er eins og úr Ástríki og þrautunum 12)

Hugi

Haha, skrifræðisþrautin úr Ástríki og þrautunum 12 - fullkomin samlíking :-). En það er hálf sorglegt að þetta þurfi að líta svona út, það þyrfti að gera skrif- og stílfræði hluta af skyldunámi lögfræðinga.

hildigunnur

quel horreur!

Elías

Þetta er náttúrlega hræðilegt! Í okkar fullkomna heimi munu breytingatillögur og lög um breytingar á lögum vera á unified diff-formi eins og gnu diff skilar því með skipuninni "diff -r -u" og gnu patch mun vera aðal lagabreytingatólið!

Hugi

Hehe, Elías, diff var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta :-). Það væri meira að segja læsilegra fyrir flest fólk en "mannamálsútgáfan".

Hugi

Á skyldum nótum, þá hef ég verið að reka áróður fyrir því að nota Subversion undir vistun reglugerða hjá Umferðarstofu. Það er eitthvað svo sjálfsagt mál. Í dag er þetta allt gert í ritvinnslu þar sem allar breytingar eru settar handvirkt inn og merktar (eða teknar út). Það er meiriháttar mál fyrir lögfræðinginn okkar að vinna í þessu úrelta kerfi, sem auðvelt væri að nútímavæða ef lög og reglugerðir væru textaskjöl í góðu útgáfustýringarkerfi.

Atli

Já, hendum word skjölunum inn í SVN :)

Elías

Word skjöl eru ekki textaskjöl, þau eru algerlega binary og algerlega óskiljanlegt binary.

Þór

Binary, vissulega, en ekki algerlega ómeðfærilegt. svn höndlar að geyma .doc ágætlega og TortoiseSVN kann að diffa þaug (Word er með innbyggðan diff/editor). En alvöru fólk skrifar greinarnar sínar í LaTeX, er loðið á bringunni og étur súran hval milli mála. Ekki það að bringubrúskvöxtur eða súr hvalur hjálpi neitt við að koma lögfræðingum ofan af því að búa til ólæsilega texta...

Hugi

Helst vildi ég henda þessum word-skjölum út í hafsauga og kenna laga- og reglugerðaliðinu að skrifa textaskjöl sem vistuð væru í góðu útgáfustýringarkerfi. Það mætti þá nota wiki-markup eða eitthvað álíka einfalt fyrir þær fáu stílskipanir sem lagatextar krefjast. (LaTeX kannski aðeins of harðkjarnað fyrir lögfræðinga :-) Svo ég nefni fyrri hugmynd Elíasar, pælið í því hvað það væri svalt að geta bara diffað skattalöggjöfina í gegnum árin til að skoða breytingar. *dæs* Þór, ég held að LaTeX mundi þó jafnvel falla í betri jarðveg en hvalrengið - súr hvalur er ein viðbóðslegasta uppfinning mannkyns.

Elías

En hvað með að nota bara Wiki? Það er frekar auðvelt að skoða breytingar gegnum tíðina á Wiki ...

Hugi

Já, það er ekki svo galið - höfum verið að vinna í að færa allt dótið okkar hér hjá US inn í Wiki (Confluence) undanfarin ár og það er alveg þrælþægilegt. Samt eiginlega nauðsynlegt að geta gert branching og tagging fyrir lagaleg skjöl, þar sem það eru gefnar út endanlegar útgáfur laga og reglugerða sem fara svo í gildistökuferli o.þ.u.l. Veistu um eitthvað wiki kerfi sem býður upp á branching og tagging?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin