Vísindaskáld

29. janúar 2008

Ég lá í makindum um daginn og horfði með öðru auganu á gömlu góðu Innrásina frá Mars þegar skyndilega, fyrirvaralaust og algjörlega óumbeðið var rifjaður upp fyrir mér löngu gleymdur hluti af bernskuárunum: Þrífætlingarnir.

Ég lagðist í smá gúgleringar og auðvitað eru þættirnir allir til á þessu "Interneti". Og bækurnar um þrífætlingana eru komnar í körfuna mína á Amazon (ásamt alltof, alltof mörgu öðru). Nú er mig farið að klæja alvarlega í "order"-fingurinn.

Þrífætlingarnir: 1. þáttur, 1. hluti
Þrífætlingarnir: 1. þáttur, 2. hluti
Þrífætlingarnir: 1. þáttur, 3. hluti

Gleði...


Tjáskipti

Siggi J.

Vá. Ég sé ekki betur en að allir þættirnir séu þarna á youtube. Magnað.

Kolla

Ég var nú alltaf dáldið smeik við þrífætlingana, og fékk smá illt í magann þegar ég horfði á þá. Hélt að árið 2000 værum við öll komin með svona inngróna plötu í höfuðið og að það yrði fylgst með okkur dag og nótt. Það er nú ekki fjarri lagi.....ógnvekjandi staðreynd.

Hugi

Jújú, ég hugsaði það sama - mjög ógnvekjandi. Hefur annars einhver athugað hvað Ólafur F. er með marga fætur? Og hvað er hann eiginlega að fela undir öllu þessu hári? Neinei, þetta var illa sagt. Óli er fínn.

Siggi Árni

Þrífætlingarnir eru algjört blast-from-the-past :) Ég man svo eftir þessari byrjun á fyrsta þættinum. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerst, en mér fannst þetta alveg magnað :)

Logi Helgu

Yndilegt þegar einhver er búinn að leita fyrir mann og stilla fyrsta þættingum svona upp, takk "gamli"...á ekki við að þú sért gamall bara gamall vinur ;)

Hugi

Verði ykkur að því :-). Svo er það bara næsta mál á dagskrá... http://www.amazon.co.uk/Tripods-1-Peter-Dolphin/dp/B000059H2E http://www.amazon.co.uk/Tripods-Graham-Theakston-Shackley-Dolphin/dp/B00005LDFV

kristján

þetta ásamt barða hamar stendur upp úr sjónvarpsmenningu æskunnar.

Elías

Ég var orðinn of gamall til að nenna að horfa á sjónvarp þegar þarna var komið sögu, en hins vegar var skáldsagan The White Mountains aðal letrarefnið í ensku í 9. bekk.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin