Ég fékk mér göngu út á Gróttu um miðnætti í gær. Miðnætursólin skartaði vægast sagt sín fegursta og þeir sem misstu af henni misstu af miklu - Faxaflóinn stóð í ljósum logum.
Ég ætla að fara aftur í kvöld.
Síðast þegar þú varst svona skáldlegur hittir þú "fjall" í leðurgalla sem lyktaði af austrænum lækningajurtum næsta dag. Ég verð fremst í biðröðinni eftir næstu færslu.
Mig grunar nefnilega að næsta færsla geti orðið skrautleg og hef ýmislegt fyrir mér í því sem ég get ekki látið uppi að svo stöddu.
kvöldhimininn var óviðjafnanlegur í gær...horfði yfir sviðið af fjallstoppi og fannst ég eiga heiminn
Já, haldið þið að næsta verði skrautleg? :-) Kalli, ég held að þér sé að skjátlast skjátlast alveg, þetta var ekki ég sem reið á geitinni niður Laugaveginn áðan. Alveg rétt Baun, þú lagðir Esjuna undir fót. Æ, hvað maður var vitlaus að fara ekki, get ímyndað mér að þetta hafi verið magnað Annars er ég að fatta það að ég klikkaði alveg. Ætlaði að bjóða ótrúleg verðlaun fyrir tjáskiptafærslu no. 2.000 - en sú færsla rann víst inn í gær. Við tölum allt of mikið :-). Það verða þá bara enn stærri verðlaun fyrir færslu no. 2.500.
Ég dáist að ykkur, Hugi og Baun. Ef ég hefði ekki verið í leiðinda-aukavinnunni minni hefði ég verið uppí sófa að glápa á tv...... vildi að ég væri svona outdoorsí týpa.
O, hver var með tjáningu 2K?
Elín ég vissi að það var eitthvað að gerast áðan. Ég fann fyrir einhverju nýju, svona skrítin tilfinning, eins og það væri verið að hella yfir mig hlýju sírópi og nudda á mér tærnar. Það hefur líklega verið einmitt þá sem þú varst að dáðst að okkur Baun. Gestur, það var einmitt Elín sem átti færslu númer 2.000. Ritstjórnarteymið á karlmenn.is óskar henni til hamingju með það! <img src="http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1001064" />
Shit... hvaða band er þetta?
Þessi nótt var mjög í anda sólstöðu. Ég lifði hana í gegnum stofugluggan í enn einni andvökunni. Fallegt var það.
Nú Kalli, þetta er ritstjórnarteymið (fyrir utan mig). Frá vinstri: Jonni, Villi, "Hamarinn" og Gulli Sixpack. Linda, ég fæ mér alltaf eitt glas af flóaðri mjólk ef mér gengur illa að sofa, það virkar alltaf vel. Til að bragðbæta mjólkina nota ég svo auðvitað eina flösku af JD.
Hm. Ofurhetjur með blúbb blúbb veikina. Ætli Skafti og Skapti viti af þessu?
LOL, nú tókst þér að leggja mig í gólfið Gestur :)
Prófaði þetta trix einhverntíma, en það var svo helvíti erfitt að kenna morguninn eftir. Fer eitthvað illa saman - JD á nóttunni og eróbikk klukkan sex á morgnana. Ef þetta heldur áfram er ég hins vegar alvarlega að hugsa um að gefa skít í vinnur og fara að drekka full time í staðinn. Miklu meira gefandi og svo sefur maður svo vel.
Þú verður að segja mér þetta Hugi. Ef ég fæ ekki að vita þetta sofna ég ekki. Mér finnst ég kannast svakalega við frontmanninn.
Já Linda, ég mæli alveg með að þú prófir full time drykkju. Þó ekki lengur en í svona sex klukkutíma. Ég get fullyrt að hún verður leiðigjörn til lengri tíma. Kalli, jæja jæja, hér er hint: Leitaðu að "ugly group" á Google-myndaleitinni.
Verst að þá hef ég ekki efni á að vera annað en svona 3 tíma fyllibytta. Hlutastarf. Það er örugglega bara ávísun á leiðindi. Held mig við hitt um sinn. Of mikið vesen að fara að skipta aftur um vinnu.
Mig misminnir... :(
Þakka þér fyrir. Staðan er þá cirka 100:1. Ég þarf yfirleitt að tæma blöðruna, þvo af mér farða og fjarlægja drykkjarílát áður en ég hef lesturinn.
" Gestur, það var einmitt Elín sem átti færslu númer 2.000. Ritstjórnarteymið á karlmenn.is óskar henni til hamingju með það! " Ohhh ég sem hef næstum aldrei unnið neitt í lífinu og svo loksins þegar ég er á toppnum og ótrúleg verðlaun í boði þá er það bara dregið til baka??? Ég hef skrifað ritstjórn karlmenn.is kvörtunarbréf. (stílaði bréfið á Hamarinn) En þar sem ég er augljóslega vinningshafi þessarar keppni og þar af leiðandi BEST í að kommenta tvöþúsundfærslur þá ætla ég allavega að fá að nota þetta tækifæri og þakka þeim sem það eiga skilið. Fyrst vil ég byrja á Guði, eins og hann sagði alltaf "blessaðir séu þeir sem blogga og lesa blogg." Mamma, hún hefur staðið við bakið á mér eins og klettur alla mína tíð, sama má segja um restina af fjölskyldu minni (nema Pabba en það er löng saga). Svanhildur mín er besti roommate sem hægt er að hugsa sér, þótt hún kunni ekki að kaupa hárnæringu og dekri köttinn of mikið, án hennar væri ég ekki sú sem ég er í dag (sem sagt pický og á lausu) um leið og ég er búin að læra til lesbíu þá bið ég hennar. Hugi, ég vil þakka þér fyrir margar gleðistundir fyrir framan tölvuskjáinn. Kalli, takk fyrir að menga huga saklausrar stúlku úr eyjum. Anna, þúrt best og ég ætla að fá matarást á þér, viltu ættleiða mig? Baun þú ert æði! Gestur ég bíð eftir að þú byrjir að blogga (ef þú gerir það ekki nú þegar) :) Linda frábær penni og........too long suppressed
Elín, ekkert mál. Ef það er eitthvað fleira sem þú vilt að ég mengi eru allar helstu upplýsingar um hvernig má ná sambandi við mig á síðunni minni.
Sjísus hvað ég þarf að koma mér upp svona ritstjórnarteymi:-)
Simmi: það afsakar EKKERT ÞETTA hár og ÞESSAR rauðu leðurbuxur. EKKERT.
Takk Elín! Ég mun elta þig rafrænt til Köben. Mundu bara að myndirnar af Kalla eru falsaðar. Eða hann reynir a.m.k. að telja okkur Mrs. Bean trú um það. (Gosinn þinn).
Rauðar leðurbuxur. Rauðir strigaskór. So close, but yet so far away. (Not).
Ég verð greinilega að senda þér mynd af mér í þessum skóm. Öðruvísi slæ ég ekki á þessar dylgjur.
afsakið, en af hverju fær Elín ekki verðlaunin sín? ég mótmæli af öllum lífs og baunar kröftum!
Ef þessi þráður var strætó á leið í Mjódd, breyttist hann í lofttbelg yfir Ramallah. Á þessarri síðu eru þráðarrán list.
Þetta er allt í lagi krakkar, ég skil núna afstöðu Huga. Ég fór í Pennann í gær og keypti sjálfshjálparbókina "Rauðhærðir og af hverju þeir mismuna" :)
Elín, ritstjórnin er snortin yfir bréfinu og málið verður tekið til alvarlegrar skoðunar á ristjórnarfundi í dag, ekki síst vegna lesendabréfa frá mikils metnum lesendum. Við getum þó ekki veitt upprunaleg verðlaun, þar sem þau mundu úr þessu hljóma eins og dónalegt tilboð. Ég mun tala þínu máli á fundinum.
Svona fyrir forvitnis sakir: Eruð þið öll aldagamlir vinir eða "kynntust einhver ykkar á netinu"? (blink, blink) Er að velta því fyrir mér hvort það sé eðlilegt að ég fylgist meira með hérna en með bloggum (aldagömlu) vina minna... Líður sem svona smá gluggagægi.
Við kynntumst öll á weraldarwefnum og wið erum öll bara svona æðislegt. Hard facts.
Nei Alda, Carlo segir sannleikann, við kynntumst hér. Ég var raunar búinn að skrifa mikinn texta hér, en ákvað að hann væri fremur efni í færslu en tjáskiptin. Takk fyrir kvöldið Kalli, þú ert snillingur :-).
Nei, nei, þakka þér Hugi. You da man! :)
Alda - í sambandi við "aldagamlir vinir" kommentið þitt: flest höfum við fæst hist
Flest höfum við fæst hist? :)
Ég hef hist.
"Flest höfum við fæst hist" Hér fer Mrs. Bean á kostum. Ég hélt að það væri bannað að vera með einhvern húmor hérna. Ha, er það ekki Hugi? Ég er ákaflega stolt af að geta sagt að við Hugi höfum bæði flest hist einu sinni. Við tókum þá m.a. þátt í mögnuðu sköpunarverki í formi brúðuleikverks. Það var ekkert verið að eyða dýrmætum mínútum í neitt rugl. Já, það er spes að hitta fyrir nágranna frú Vigdísar þegar þeir koma saman ;-)
Nei, Kalli, YOU, da man! Harpa, heiðurinn var alfarið minn :). Dauðskammast mín þó fyrir brúðuleikinn, ég á erfitt með að hugsa rökrétt þegar höndin á mér er í, eh, neðri enda brúðu. Pedro, ég hef líka hist. Eins gott að við erum ekki með ofnæmi, þá þyrftum við að taka and-histamín og hefðum kannski aldrei hist. [Hugi sparkar í húmorinn sinn - <em>virkaðu, fjandinn hafi það, virkaðu</em>]
Þetta eru eins og samræður við þinn innri Scotty, Hugi :)
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin