Einhver minna fjölmörgu aðdáenda er byrjaður að taka gamlar færslur eftir mig og birta í eigin nafni. Mjög virðingarvert framtak hjá stúlkunni og vel að verki staðið - hún leggur t.d. í heilmikla erfiða og leiðinlega vinnu við að yfirfara skrifin og lagfæra orðalagið svo það falli að kvenkyns höfundi. Og útkoman er alveg bráðskemmtileg. Ég sé strax að ég hefði orðið fyrirtaks kvenmaður.
En þetta er í þriðja skiptið sem einhver leitar hingað eftir innblæstri og endar með því að endurskrifa vefinn minn orðrétt. Og ég botna ekkert í þessu, þessir snillingar gætu endurskrifað texta eftir hvern sem er - t.d. Plató eða Sókrates eða Astrid Lindgren - en kjósa frekar að skrifa um mig og nærbuxurnar mínar.
Vá hvað þetta er súrrealískt. Veistu hver þetta er?
Ég hef ekki ljósmynd. Er farinn að velta því alvarlega fyrir mér hvort hinir persónuleikarnir mínir bloggi líka.
Það er magnað að sjá hversu margir vilja vera þú og þá aðallega konur, er það ekki? Var ekki síðasti textaþjófurinn líka kona? En að spurningunni sem liggur í augum upp: Ertu að gúggla heilu setningarnar úr eigin bloggi í leit að þjófum eða lestu bara öll blogg í heiminum?
vá. Magnað maður!
Esther, jú, síðasti endurskrifarinn var líka stelpa. Afar merkilegt. Lifi ég draumalífi hvers kvenmanns? Og ég les nú ekki alveg öll blogg i heiminum, en ég skoða reglulega hvaða nýjar síður eru með hlekki á mig. Þessi síða er þar, enda er stelpan að nota myndir beint frá mér.
Þetta er alveg spes, það virðist sem þessi stúlka steli svona héðan og þaðan af öllu internetinu og geri að sínu eigin. Hér er hún Anna hrúkka sem fór til Palestínu http://berlinarborgari.tumblr.com/post/89528856/g-er-b-in-a-vera-a-lesa-gegnum-faerslur-sem-g#disqus_thread Hér er hún Ólafur Arnarson á Pressunni http://berlinarborgari.tumblr.com/post/195704367/lafur-ragnar-gr-msson-forseti-slands-raeddi-vi#disqus_thread Nema náttúrulega að Hugi séu allir þessir bloggarar og berlinarborgari.tumblr.com sé hið rétta andlit og þá er Hugi í raun bara alterego sjálfs síns...
Jahá... Og ég hélt að ég væri skitsó.
"Ég er mitt eigið alteregó" Úhú, ég held að þarna sé komið nafn á fyrstu bókina mína.
Vá, er hún með hlekk á þig? Frábær þjófur! Svona álíka snjall og sá sem logaði sig inn á Facebook á heimili sem hann var að ræna. Er svona slæm mæting í Að fela slóðina 103 í Ræningjaskólanum?
Ég hefði frekar haldið að þar sem þú ert orðinn þíns sjálfs alteregó myndi myndast felling í tímasamfelluna og annaðhvort þú eða alheimurinn myndi hverfa. Ég vil frekar að alheimurinn hverfi en þú hverfir.
Ég mæli með því að allir sem tjáðu sig á upprunalegu færsluna tjái sig alveg eins í sömu röð hjá Þóru, nema bara sem gagnstæða kynið: http://karlmenn.is/Apps/WebObjects/Hugi.woa/1/wa/dp?id=1000006&detail=1000608
mjöööööööööööööög spes, langt síðan maður sá svona dæmi. En hún er samt ekki að þykjast vera þú, það er verulega óþægileg tilfinning þegar einhver ókunnugur er að kommenta út um allan bæ undir nafninu manns og hlekknum. Best að kommenta, ég var víst fyrst hjá þér, skal líka pota í Elías...
eða uh nei, maður þarf að búa sér til einhvern prófíl til að geta kommentað þarna! Veit ekki hvort ég nenni því nema þið hin lofið öll að gera slíkt hið sama...
Esther, nákvæmlega - skandall hvað við eigum vanhæfa þjófa. Og nú langar mig að stofna ræningjaskóla. Með sérstöku valnámskeiði um hvernig passa skal upp á húfur, hempur og falskar gamlar fjögurra gata flautur. Ósk :) - ef ég lendi í fellingu í tímasamfellunni þá kemurðu bara með. SiggiÁrni - Ahahaha, snilldarhugmynd :) Hildigunnur, hefurðu virkilega lent í að einhver sé að skrifa undir þínu nafni úti í bæ?
hildigunnur, hugmyndin er alveg brilljant en ég held að ég nái ekki á alla gömlu kommentarana, svo þú getur líklega sparað þér tímann. Mig grunar líka að þessi vefur verði horfinn fljótlega.
Jamm, fyrir svona 2-3 árum var einhver hægrisinnuð beygla með vonlausan tónlistarsmekk og hræðilega stafsetningu farin að kommenta og setja síðuna mína sem vefslóð. Hrikalega óþægilegt en mér tókst að fá hana til að hætta. Já, ég hugsa þessi vefur verði ekki lengi uppi...
Úff hvað þetta er spúkí. En hægribeygla í tilvistarkreppu... Kannski ekki svo undarlegt að hún hafi fengið leið á sjálfri sér og viljað prófa að vera vinstri viðkunnanlegt matreiðslutónskáld í einhvern tíma.
Vá súrt, kannski maður prófi að ráfa um internetið kommentandi sem einhver annar í einn dag :/
Þetta Blogg er mér að skapi %)
Oh Davíð, þú ert svo hot þegar hlutir eru þér að skapi. Flengdu mig!
"Góðar hugmyndir eru bara til tvenns nýtilegar; græða á þeim eða stela þeim"
Þú veist þú ert góður þegar einhver er farinn að stela hugmyndunum þínum.
andskotans dónaskapur er þetta hjá beyglunni! sveiattan! meira hvað fólk getur verið ruglað, en það verður þó að segja henni til hróss að hún stelur gæðavöru.
ahemm. af hverju segir þú að læknavísindin hafi gert Michael Jackson fallegan?
Logi, Atli - þetta er nú alveg í anda Open Source-hreyfingarinnar - fólk að njóta góðs og spara tíma með endurnýtingu á hugverkum annarra. Þótt það væri nú kurteislegra að geta heimilda. Baun, já, þetta er dónabeygla sem hlustar ekki á djass (hún breytti orðinu "djass" í "góð tónlist" í færslunni - fuss) og er örugglega með aflitað hár í þokkabót. Og hefurðu <em>séð</em> hvernig nefið á MJ var áður en hann fór í aðgerðirnar?
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin