Þjóðkórinn

26. janúar 2009

Síðasti söngvarinn til að skrá sig er fúlegg. Við vorum líklega um 70 á laugardaginn, en hvernig væri nú að smala saman í þúsundamanna raddaðan dómsdagskór og blasta þingið út í hafsauga með þjóðsöngnum?

Ég er ekki að tala líkingamál.

Draumakórinn væri auðvitað samsettur úr svona 10.000 manns - mannýgum eldspúandi sóprönum, blóðþyrstum vígtenntum öltum, tenórum sem eru hálfir menn og hálfir skógarbirnir og geta gleypt þingmann í einum bita - og loðnum þriggja metra háum fljúgandi sprengjuvörpubössum sem ná niður á áður óþekktar nótur eins og "J" og "Ö".

Mér finnst það alls ekki óraunhæft.


Tjáskipti

inga hanna

kúl - er skylda að halda lagi?

Hugi

Það virðist ekki vera, mér var allavegana ekki sparkað úr hópnum.

Atli

Það heyrist ekkert í þér, held þú hafi ekki verið að syngja, bara hreyft munninn!

Syngibjörg

Mér finnst þetta ein sú besta hugmynd sem ég hef rekist á.Eldspúandi sópran, here I come!!!! Það munu loga eldar næsta laugardag.

Siggi Árni

Góð barátta :)

Hugi

Atli, það vantaði bara sæt andlit, svo ég var fenginn til að vera með þarna. Syngibjörg, ég mæti í asbestgallanum og hlakka til að sjá þig grilla einn Davíð eða tvo. Siggi, hvaða hvaða - þú sveikst bara lit og mætti ekki í kórinn ;-).

lindablinda

Ég þarf alltaf að vera að vinna þegar þið eruð að hittast og hjá mér er ekki möguleiki að skreppa frá vinnu, annars myndi ég mæta með bjöllur á tánum. Mér finnst þetta frábært framtak og minn stíll á mótmælum. Hugmyndin þín er hins vegar stórkostleg og ég hvet þig til að koma þessu á koppinn - djöfull held ég að þetta yrði geðveikilslega magnað - sé þetta fyrir mér.

Atli

Þessir bassar sem þú ert að lýsa .. hljóma soldið eins og háttvirtur bæjarstjóri Kópavogs.

Þór

Huu... „háttvirtur“ ? Ég vona að þetta hafi verið sagt með hæðnistón, því á þeim bænum er síst minni spilling og siðleysi en skríllinn hefur ætlað þingmönnum, ráðherrum og öðrum.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin