Magnaður dagur. Stebbi fór með mig í Ísbjarnaklúbbinn hér í Árósum þar sem við stungum okkur nokkrum sinnum naktir til sunds í 2°C heitum sjónum (í 0°C hita úti) og fórum þess á milli í 90°C heita sánu. Algjörlega dásamlegt, og þá meina ég fyrst og fremst vegna þess hversu hressandi sundið var fyrir líkama og sál en alls, alls ekki vegna allra stúlknanna sem deildu sánunni með okkur, oseisei nei, sveittir naktir kvenmannslíkamar gera ekkert fyrir mig, nósöríbob, ég er fullkominn herramaður.
Eftir sjósundið fórum við þrjú saman á lítinn veitingastað þar sem við sátum og kjöftuðum í þrjá tíma og fengum ótrúlegan mat, heitan geitaost í forrétt, hana í víni (coq au vin) í aðalrétt og magnað créme brulée í eftirrétt. Og fullkomið vín með.
Besta eins dags frí sem ég hef átt. En á morgun sný ég aftur heim í blákaldan raunveruleikann. Hann er nú ágætur stundum líka, blessaður.
>> "Sveittir naktir kvenmannslíkamar" Bíddu ertu að segja að gærdagurinn hafi bara verið eins og eftirlíking af þorrablótinu á laugardaginn?
Alveg nákvæmlega - fyrir utan dverginn, geitina og mjaltastúlkurnar, en ég efast nú um að það verði leikið eftir.
Ojá, Danmörk er snilld -- foxy gellur þar.
Understatement Sveinbjörn, understatement!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin