Jibbí, WebKit-útgáfan af Safari styður núna CSS á textareitum. Úff, hvað það var löngu kominn tími á það. Og auðvitað er útfærslan flottari en í nokkrum öðrum vafrara, það er hægt að treysta Apple til að gera hlutina rétt þegar þeir loksins drífa í þeim.
Annars er þessi WebKit-útgáfa farin að líta snilldarvel út og ég er orðinn alveg háður nýja "inspectornum" sem er mikið þarfaþing við CSS-smíði (sjá mynd). Hann leyfir manni að gramsa í öllu DOM-tré vefs á einfaldan hátt og sjá hvaða stílsnið eiga við um ákveðna vefhluta.
Og verðlaunin fyrir nördalegasta innslag á bloggsíðu í sögu alheimsins fææææææær..... HUGI ÞÓRÐARSON!!!!
Það er mjög eðlilegt að elska sér smá Safari. Ég á t.d. í ástríku en stormasömu sambandi við minn Safari. Munaði mjög litlu að ég bloggaði smá pistil um hann í svefnleysinu mínu í nótt. Auðvitað hefði það verið frá sjónarhorni notanda en ekki vefskapara en Brushed Metal (og hvernig ég losnaði við það) hefði sannarlega komið við sögu.
Siggi, maður verður nú stundum að flagga öllum þessum skammstöfunum sem maður kann :-). Kalli, bara eitt orð: Uno. http://gui.interacto.net/ Og þér munið frelsaðir verða.
Áhugaverð lausn... en þar sem Safari Enhancher reddar Safari fyrir mig þá er þetta ekki mjög aðkallandi. Það er eitthvað sem hræðir mig við þetta... áhrif á non standard forrit sem ég er sáttur við, árekstur við Safari Enhancher? Prófa þetta næst þegar ég þarf að endurræsa samt, takk :)
OK :-). Ég er hrifnastur af því að þetta reddar Finder líka - og losar mann við strípurnar úr öllum öðrum gluggum. Fegurð.
Þetta er rangt hjá þér, Siggi. Þetta var bara medium-level nördafærsla. Ég er oft með nördalegri færslur, sem innihalda kóðabúta og hrós fyrir implementation á embedded Perl interpreter í Apache vefþjóninum sem emuleitar CGI umhverfi. So there!
Þetta er samt bara style fyrir input="text", en ekki fyrir önnur control element eins og takka, radio hnappa eða textareas. Bömmer....
Það er talsvert síðan þeir gerðu hnappa CSS-samhæfða, en já, þeir eiga eftir að taka í egn fellivalblöðin og önnur control. Þeir hljóta þó að gera það fljótlega úr því þeir eru að vinna sig í gegnum þetta. Eða ég vona það a.m.k. :-).
Neeeeeeeeeeerds!
Jájá, farðu bara og spilaðu fótbolta eða eitthvað. Á meðan höldum við nördin áfram að undirbúa heimsyfirráð. MÚHOHOHO.
Hmmm spurning að ég fari að koma með pb mína í vinnuna og fá smá tips. Glatað að eiga undurfallega tölvu sem mar skilur ekki alveg. Langar svo í svona allskyns widget og svoleiðis.
[flutt að beiðni höfundar. Kær kveðja, - ritstjóri]
Þetta átti auðvitað að fara á SF dálkinn - kannski þú færir þetta yfir? Finnst einhvernveginn eins og að kommentið passi ekki alveg inn í umræðuna hér........??
Nei, hvað? Þegar ég las fyrstu línurnar varð ég spenntur að lesa innlegg þitt í CSS umræðuna ^.^
Eva, þú veist hvar skrifstofan mín er. Ég er alltaf með heitt á könnunni og góðráð á vörunum
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin