Eftir fyrrnefnd náin en harkaleg skyndikynni við sturtugólfið í Vesturbæjarlauginni ákvað ég að kíkja til læknis út af bakinu á mér. Ég íhugaði reyndar að fara frekar til sálfræðings þar sem það er ekki gott fyrir andlega líðan að ranka við sér í sturtu með tíu karlmanns... eh, hluti, dinglandi ofan við andlitið, en ég ætla að reyna að harka það af mér og vona að draumarnir hætti þegar frá líður.
Læknirinn fullvissaði mig um að það væri ekkert að mér, bara smá tognun í bakinu, og ég yrði orðinn góður á nokkrum dögum. En úr því ég var kominn á læknastofu ákvað ég að biðja hann að kíkja á furðulegt þykkildi á brjóstkassanum á mér sem hefur farið hratt stækkandi undanfarnar vikur og valdið mér talsverðum áhyggjum.
Ég lýsti áhyggjum mínum fyrir lækninum og hann bað mig að fara úr að ofan (sem gerði ekkert til að hjálpa með minningarnar úr Vesturbæjarlauginni) og þuklaði svo þykkildið hugsi á svip. Ég fann munnvatnið þykkna uppi í mér á meðan, viss um að hann mundi innan skamms segja mér að drífa mig að finna ástina og eignast börn, því þetta væri illkynja æxli og ég ætti í mesta lagi tvær vikur ólifaðar.
Eftir nokkurt þukl (full langt ef þú spyrð mig) leit læknirinn beint í augun á mér og sagði "Hmmmm, já, áhugavert, áhugavert. Þetta er vöðvi." Og svo hló hann.
Ef ég hefði haft skóflu við höndina þá hefði ég grafið mjög djúpa holu og látið mig hverfa.
Þetta var frábærlega vel skrifað "happy ending" blogg!
Úps, smá mistök þarna. Ég breytti titlinum á færslunni svo vinir og ættingjar fái ekki taugaáfall.
"Læknirinn fullvissaði mig um að það væri ekkert að mér, bara smá tognun í bakinu, og ég yrði orðinn góður á nokkrum dögum. " Ungur maður eins og þú..... Fara allir íbúar Hagamels til sama læknis? :-D
Titillinn var einmitt mest spennuaukandi liðurinn í þessu öllu...en ég skil þessa breytingu vel, því mér varð um og ó við að lesa þetta blogg. Hló læknirinn svona eins og Dr. Julius Hibbert?
Ég hef aldrei haft svona "vövða" en einn í fjölskyldunni fékk svona þegar hann leiddist út í íþróttir. Við höfum lítið samband við hann.
Haha Harpa, já, þetta var Elmar Hnefill Hnjóðsson, nornalæknirinn á neðstu hæðinni. Læknisskoðun kjaraverði og bölvun í kaupbæti :-). Stebbi, Dr. Hibbert alveg út í gegn. Já Pedro, ég hef lítil kynni haft af þessum þykkildum hingað til. Enda hélt ég að ég væri að deyja þegar eitt þeirra birtist þarna upp úr þurru. Ég er að spá í hvort ég á að gefa honum nafn og halda upp á afmælið hans og svona.
Þetta er góð fyrirsögn: Fékk vöðva og stórbrá Hvar er DV þegar maður þarf á því að halda? Spurning hvort þú ert orðinn of seinn í næstu helgarútgáfu. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Heilmynd af þér þar sem þú bendir á vöðvann og nærmynd af vöðvanum felld inn í. Léleg lýsing. Annars er gaman að sjá þig við lyklaborðið á ný. En hvað sem þú gerir og hvernig sem ykkur þykkildinu semur, myndi ég ekki mæla með því að þú færir með það út að ganga á sama tíma og Anna er að viðra Zurg. Það gæti endað með ósköpum.
Ég lenti hinsvegar í því að týna svona vöðva einu sinni. Hann fannst síðar, en hafði þá falið sig í kókosbollusmiti sem hafði klínst utan á magann á mér. Það urðu fagnaðarfundir.
maður veltir fyrir sér æfingaprógrammi því sem þú iðkar...eru að hreyfa brjóstin mikið og óvenjulega?
Já, Gestur. Þetta er náttúrulega tvímælalaust DV-mál. FÁHEYRT: Nörd uppgötvar vöðva á líkama sínum, sett í einangrun til rannsókna. "Einstakt tilfelli, ekki faraldur" segir formaður félags tölvunarfræðinga. "Líffræðilega ómögulegt" segir landlæknir. Baun, ég held að þetta sé vegna aukavinnunnar minnar sem exótískur dansari á Óðali um helgar. Þar hengi ég dúska í geirvörturnar á mér og sveifla þeim svo í hringi alla nóttina. Það er erfiðara en það sýnist.
tíhí! (ég ætla í Óðal)
Endilega. Og mundu að biðja um "Doktorinn" þegar þú kemur :-).
Tær snilld, tær snilld... tárin streyma enn :)
Þú drepur mig úr hlátri einn daginn :)
hahahahahhahhahahahahahahahahahahahhahahahahaaaaaaa VÖÐVI snilld. Ég er glöð að þú ert ekki dauðvona í bili.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort þessum þykkildum eigi eitthvað eftir að fjölga á Huga. Kannski eiga þau eftir að yfirtaka líkama hans. Og þá erum við komin með söguþráð fyrir hryllingsmynd: The Knob. (Öööööskuuur).
Til hamingju með verðlaunin. Eru ekki drykkjulæti í boði Karls Ragnars yfirvofandi?
Jújú, hlæið þið bara - ég hefði getað dáið! Gestur, ég efast um að þykkildunum fjölgi mikið. Það var reynt við mig í sturtunni í ræktinni í kvöld (nei, ég slysaðist ekki inn í kvennaklefann) og mig langar ekkert að reyna að auka líkurnar á að það gerist í framtíðinni. En mér líst vel á "The Knob", það er maður sem ætti að geta bjargað konu í neyð! Er hægt að fá latexgalla með innbyggðum þykkildum? Við getum látið Kalla leika hlutverkið, hann er með betra ofurhetju-andlitsfall en ég. Og takk, það ríkir sko mikil hamingja niðri í Umferðarstofu núna. En mér er auðvitað ekki boðið, alltaf skilinn útundan á svona samkomum, nema þegar mér er stillt upp við bingóvél svo aðrir geti hlegið að mér *grátur*.
Þú getur fengið svona Knob-vöðvagalla eins og vinsælt myndband á vefnum af skautakóngi einum glaðbeittum sýndi. Það er auðvitað heiður að vera ofurhetja en þá vantar mig sidekick.
Já, knob er reyndar slangurheiti yfir fleira, en, hóst, þykkildi. Mundi ég eftir mér til mikillar hrellingar. En passar vissulega vel við dansaradúskana. The Love Doctor.
LOL. Þá er ekki spurning hvernig sidekick-gallinn verður. Choda Boy-búningur. Held að ég passi eins og flís við rass í það hlutverk. (Umm, afsakið, þetta var ósmekklegt val á orðatiltæki).
Ég er passlega gefinn fyrir melódrama til að vera Orgazmo. Þá vantar mig bara áhættuböll.
"Við getum látið Kalla leika hlutverkið, hann er með betra ofurhetju-andlitsfall en ég" Ókey þó Kalli sé með betra ofurhetju-ANDLITSfall en þú.. en hver ætti að toppa ofurhetju-fallið? ;-)
Það verður aldrei toppað, Harpa :). Þótt miðað við aðstæður, ef einhver ætti að gera það þá væri það Orgazmo.
Orgazmo. Ég get ekki hætt að hlæja. Bara að hann fái ekki neina ósjálfráða taugakippi á óheppilegu augnabliki. Til dæmis við björgun. Gæti kannski misst takið.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin