Ég vil benda áhugafólki um vefmál á að kynna sér ráðstefnuna IceWeb 2006 sem verður haldin af SVEF í lok apríl. Og þegar búið er að kynna sér ráðstefnuna þá er bara að skrá sig - og auðvitað að skrá sig í samtökin um leið ef þú ert ekki þegar í þeim. Allir kúl krakkarnir eru í SVEF.
Við erum búin að vera að undirbúa þessa ráðstefnu í talsverðan tíma og erum komin með vægast sagt ótrúlegt einvalalið fyrirlesara, hjáguði úr bransanum á borð við Eric Meyer, Dave Shea og Molly Holzschlag. Ég hlakka svo til að hlusta á þetta fólk að ég er farinn að sofa með bleiu. Aftur.
Ég kem með brúsa af vodka og kraftgalla. Lítur út fyrir að verða meiriháttar fjör.
Magnað. Árni Johnsen ætlar að sjá um að halda uppi stuðinu með slögurum eins og "Ísland vefsælda frón" og "Einu sinni á CSS-kvöldi" þannig að þetta ætti að verða gott.
Er hægt að vera vef-grúppía? Ég er nefnilega komin á þá skoðun að þarna leynist allir bestu mennirnir og datt pínu drulla í hug.
Tvímælalaust. Meira að segja spurning hvort við getum frekar notað klappstýru en grúppíu, tekið svona "gemmér S, gemmér V, femmér E" o.s.frv. fíling á þetta.
Kjörin í verkið. Hamast hér pungsveitt að semja. Eru það bara þessir 4 stafir? Nú er það bara spurning með búning. Hefðbundið eða eitthvað gáfulegra?
Er komin með smá. Hugmyndin er að ganga út frá nafni félagsins, bæta við N í endann fyrir "Núna". ( af því að þetta er svona happening sjáðu....) Props eru gamall svefnpoki og hrotusprey. Jú læk, jess?
Er ég einn um að finnast scary að Linda ætli sér að verða klappstýra fyrir vefara og að hún sé pungsveitt? Ég held a.m.k. að það sé betra að þú verðir ekki í hefðbundnum galla við þetta...
My thoughts exactly Kalli, þess vegna var farið út á listrænar brautir ....skiluru.
Búning? Iss, það er algjör óþarfi. Þetta er fyrsta alvöru vefráðstefnan fyrir nektardýrkendur. Gleymdi ég að taka það fram? Eða... Hold that thought. Ég var rétt í þessu að sjá fyrir mér 250 nakin nörd í ráðstefnusal. Ég þarf aðeins að leggja mig núna.
Ég líka!!!!
maður þarf sem sagt að taka með sér sólgleraugu?
Kibba. Þú stalst fyrstu hugsun minni!! Haha!
Logsuðugleraugu komin á listann. Check.
Ég held að kraftgallinn og logsuðugleraugun séu gagnslaus. Held að við séum frekar að tala um asbestgalla og andefnisgleraugu.
Bara til hamingju - þetta er alveg það flottasta sem sést hefur á Íslandi fram til þessa. Algjörlega "world class event" Hef heyrt í einhverjum sem þarna tala og þetta hreinlega skildu mætting fyrir þá sem starfa við þetta. Hlakka til:-)
Takk Simmi, segjum tveir, ég hlakka alveg botnlaust til og þessi skipulagning er með því skemmtilegra sem ég hef lent í :-). Ertu ekki örugglega búinn að skrá þig í SVEF, wink wink nod nod?
Pósturinn farinn til ykkar:-)
Og svarið farið - velkominn í hópinn :-).
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin