Ég var búinn að ákveða að í kvöld ætlaði ég að yfirgefa þetta líf og fara á betri stað. Þ.e. heim til Neskaupstaðar. En nei, einhver veðurguðinn fékk flogaveikiskast, veðrið gjörsamlega trylltist og ég er fastur á mölinni.
Það verður ný og spennandi upplifun að vera einn yfir jólin, fjarri fjölskyldu og (flestum) vinum. Er kominn í náttbuxurnar og hef ekki í hyggju að fara úr þeim aftur fyrr en á miðvikudag.
Úff, leitt maður... Er ekki slim chance að það verði flogið á morgun, eftir hádegi ?
æææ, en leiðinlegt...vona að þú komist austur. óska þér og þínum gleðilegra jóla, hvar sossum þau verða haldin:)
Ég lána þér bara mömmu mína ef hún kemst ekki norður til okkar um jólin... alveg ómögulegt að vera einn um jólin :S Ekkert að þakka... Bóndakjéddlingin
Þetta er sko fúlt. Er nokkur huggun í því að ég er líka í náttbuxum? Nú, þú gætir náttúrulega farið fyrir mig í partýið þarna hjá Elíasi sem ég er að missa af.
Faglegt álit mitt segir að það verði flogið á morgun, eftir hádegi og langt fram á nótt. -Ég biðst annars forláts á flogakastinu, ég er alveg búin að missa stjórnina á þessi liði þarna uppi. -veðurfræðingurinn...
Keyra austur...fljúga á morgun...fara upp til Önnu ....something....mátt ekki vera einn á jólunum Hugi, það bara má ekki !!!
Uss, nóg til af mat og jólaskapi hér, og það eru næstum allir hættir að vera veikir.
Vona að þú náir í flug - eða bíl - kannski lest? Gleðileg jól Hugi og takk fyrir hláturinn.
æi elsku kallinn minn....koddu bara til okkar..:)
Halló halló :). Ég hljómaði kannski aðeins leiðari yfir þessu en ég raunverulega er. Finnst aðallega leiðinlegt að missa af skötunni í dag. Það er stóra fjölskylduhátíðin mín fyrir austan. En ég fer bara austur yfir áramótin í staðinn. Agnes, Agnes mín. Þú ert náttúrulega bara úr skíragulli. Takk! Og sama gildir um þig Pedro. En það vissir þú fyrir :-). Ég fékk nokkur boð um jólamat og það hrærði mig hvað það voru margir sem höfðu samband. Og það hljómar kannski leiðinlega en ég ætla að eyða aðfangadegi einn. Ég ætla að eiga þennan dag fyrir mig - fara út að skokka um morguninn og nota svo daginn í að elda eitthvað. Svo ætla ég í messu, nokkuð sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð, en eftir messuna ætla ég á göngu um miðbæinn. Njóta þess að eiga hann svolítið fyrir mig og bjóða þeim sem ég mæti á kvöldgöngunni gleðileg jól. Mér finnst það þægileg tilhugsun. Sama hvað þú segir, Elín :). Fríða, hafðu það gott yfir jólin. Ég sendi þér náttbuxnastrauma. Og öllsömul: Gleðileg jól!
Elsku Hugi! Thar sem eg hef thekkt thig tøluvert lengi tha hef eg engar ahyggjur yfir ad thu munir ekki eiga god jol thratt fyrir ad halda thau einn. Eg veit ad thu sert einstaklega godur i at hafa thad huggulegt med sjalfum ther. Ef ut i thad er fari tha ertu einnig snillingur i ad smita "hygge" til gesta thinna og leikfelaga. Hafdu thad sem allra best yfir jolin og goda ferd austur yfir aramotin. Gledileg jol!
Hjartans Stebbið mitt, vænt þykir mér um þessa kveðju. Hafið það nú gott þarna úti sömuleiðis! Bölva því ennþá að hafa misst af ykkur tengdafeðgum um daginn. (og ps: útlandapakkarnir rötuðu seint á pósthúsið, ekki örvænta)
gleðileg jól Hugi!
Sömuleiðis, Inga Hanna! Hafðu það alveg sérstaklega gott yfir jólin. Og mundu að halla þér aftur og njóta þeirra. Í smá stund.
takk! ég ætla að reyna.
Ég óska gleðigjafanum Huga gleðilegra jóla, hvernig sem hann kýs að verja þeim. :-)
Viltu koma með til pabba, Hugi? Eða mömmu? Ég býð bjór ef það er fyrrnefnda ;) Gleðileg jólin annars, kallinn minn og þið öll hin, og megi þau fitandi og fín. Mikið ert þú annars alltaf seint á fótum, fröken G.
Carlo, ég hef orðið spillingunni að bráð...
Gleðileg jól :)
Jæja Hugi...hafðu það gott með sjálfum þér, mér finnst ofboðslega erfitt að vita af einhverjum einum á jólunum en þú ert víst stór strákur og ættir að höndla þetta... Gleðileg jól :) ps. smá uppástunga, ég veit ég veit..ég gefst ekki upp... bara svoldið sem mig hefur alltaf langað að prófa, kíkja í hjálpræðisherinn og bjóða fram aðstoð, ég held það sé alveg hrikalega gaman og ætla einhvern tímann að eyða einum jólum í svoleiðis.
Ég veit að þú fílar það í tætlur að vera einn heima um jólin þannig að ég vorkenni þér ekki neitt. En gleðileg jól, elsku kallinn minn!
Gleðileg jól Hugi!
Gleðileg jól kúturinn minn... Ég hugsa alltaf til þín þegar ég fæ mér Laphroaig og hlusta á Díönnu Krall jóladiskinn.
Leiðinlegt að heyra að þú náðir ekki heim f. jólin( þótt ég efist ekki um að þau hafi verið afslappandi hjá þér ). Bið að heilsa, vonandi festistu bara f. austan um áramótin ;)
Ég hugsa alltaf til þín þegar ég fæ mér Diönu Krall, og helli Laphroaig á fóninn.
Ég hugsa alltaf til Diönu Krall þegar ég fæ mér fón og helli Huga á Laphoarig.
Ég kann ekki einu sinni að skrifa "lafrojg". En helli Huga á fóninn við hvert tækifæri.
Aftur, gleðieg jól öll :-). Elín, ég íhugaði sterklega að eyða jólunum í kastalanum, en síðast þegar ég frétti þá var hann að springa utan af fólksfjöldanum þar. En borgin var dásamleg á aðfangadagskvöld, varla sála á ferðinni fyrir utan stöku túrista. Fékk nokkrar slavneskuskotnar óskir um "Glevilev Bjhoul" á röltinu um bæinn. Gleðileg jól sömuleiðis Finnur, set Díönu á fóninn í kvöld og skal hugsa til þín tárvotur. Klikkaði þó alveg á því að eiga Laphroaig... Úh, Pedro, hvar fær maður Diönu Krall? I want me some of that! Og skyndilega sé ég þig fyrir mér, Miss G. í miklu andlega ójafnvægi að setja mig í risastóran blender svo þú getir hellt mér á fóninn.
Andlegt ójafnvægi? Það er ég. Það vantar bara klakana.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin