Nýr

5. ágúst 2008

Við vorum að ráða nýjan forritara til Umferðarstofu og hann byrjar fljótlega. Við Logi erum bara tveir á staðnum, snarsteiktir í hausnum (allir aðrir í fríi) og erum að velta fyrir okkur hvað við getum gert til að bjóða hann velkominn. Hugmyndir eru t.d. að...

...fá einhverja af sætu stelpunum sem vinna með okkur til að heimsækja hann í hvítum sloppi og biðja um þvagsýni. Þar sem það sé miðvikudagur (lyfjaprófadagur).

...vera naktir þegar hann mætir og hlæja að honum fyrir að "forrita í fötum". Eins og í gamla daga.

Jamm. Hvernig hræðir maður nýtt starfsfólk?


Tjáskipti

Emil

Setjist báðir fyrir aftan hann og horfið yfir öxlina á honum. Allan daginn. Leiðréttið allt sem hann gerir.

Ester (í öðru)

Kaupa flugmiða handa honum til Ísafjarðar, í rannsóknarvinnu um gatnamót í smábæjum.

baun

grátið með honum. hvetjið hann til að opna sig.

Bjarni Þór

Taliði dönsku þegar hann kemur. Segið að það tíðkist hjá ríkinu.

Sveinbjörn

Látið hann vinna í 30 ára gömlum COBOL kóða: segið honum að þetta sé skrímslið sem haldi öllu umferðastofubatteríinu gangandi, og að það verði hans hlutverk að endursmíða hluta af kerfinu í Pascal. Ef það fær hann ekki til þess að brotna niður og gráta, þá veit ég ekki hvað.

maja

réttið honum eyðublöð sem hann þarf að fylla út fyrir allt sem hann spyr um eða nefnir. þykist svo vera hjálpsamir með því að útskýra eyðublöðin og flest annað með allskonar kóðum og stikkorðum. ,,æi nei, ekki hafa áhyggjur af IG36-unni, hún lagast um leið og þú tekur FT-45 inná fúðu".

Hugi

Ah, þið eruð svo miklir snillingar! Maðurinn er mættur til starfa og við erum að undirbúa jarðveginn. Það er þegar búið að afhenda honum innstimplunarpunghlíf, en lyfjapróf hefjast eftir hádegi.

Atli

Hvað með að færa honum súkkulaði og rjúkandi kaffibolla þegar hann mætir í fyrramálið? Það mundi slá hann allveg út af laginu!

Einar S.

Einhver niðurstaða komin í þetta?

Finnur

Gleymir að logga sig út, Hotmale.com, skjáskot, bakgrunnur, færa valstikuna upp eða til hægri á skjá, færa öll icon í möppu og fela. Klikkar ekki...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin