Fundagríman

22. mars 2009

Langar að sýna hér fyrstu drög að nýrri uppfinningu - "Fundagrímunni".

Flestir kannast við vandamálið: Þú ert á fundi þegar einhver viðstaddra ræskir sig og byrjar svo að bulla og bulla og bulla og sóa tíma allra sem eru með meira en bein og brjósk á milli eyrnanna. En. Ef þú ert snjall fundarstjóri og notar fundagrímuna, þá þarftu aðeins að velja nafn fundargestsins á fjarstýringunni sem fylgir og þrýsta á "mute"-hnappinn. Samstundis rennur ElectroSlide™ fjarstýrði rafmagnsrennilásinn fyrir munninn á tímaþjófnum og hann getur ekki bullað meira.

Sé viðkomandi aðili eitt þessara merkilegu eintaka sem heldur áfram að bulla með líkamstjáningu og augnaráðum eftir að búið er að innsigla hringvöðvann, má þrýsta á "off"-hnappinn á fjarstýringunni en þá er rennt fyrir augun líka og svæfandi gasi sleppt inn í grímuna.

Fundagríman: Zip it. Just zip it™


Tjáskipti

Halldór Eldjárn

Þú semsagt nýbúinn að lenda í þessu scenarioi? :D

Hugi

Ég vinn hjá ríkinu - líf mitt ER þetta scenario.

Siggi Óla

Þetta er einhver besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Fundarstjóri gæti þá jafnvel lokað nægilega lengi fyrir vit fólks til að það missti meðvitund...jafnvel varanlega! Snilld.

Sveinbjörn

Ertu búinn að fá patent á þetta?

Ósk

Nokkrar spurningar... Er þetta tíl í einhverjum öðrum lit? Hvað kostar stykkið? Er magnkaupaafsláttur fyrir stærri fundarstaði? Er til í skipti á gömlum skóda.

Linda

Hugi, hvar ertu? Við söknum skrifa þinna hérna.

Sveinbjörn

Vá hvað þessi vefur er orðinn glataður. UPPDEIT!

Sveinbjörn

Bíddu, meira en 3 mánuðir af inactivity?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin