Halldór Ásgrímsson er áreiðanlega hallærilegasta núlifandi lífvera okkar vetrarbrautar og ég veit að jafnvel í neyð ætti ég í erfiðleikum með að finna einhvern sem ég ber minni virðingu fyrir (a.m.k. utan Framsóknarflokksins og innan tegundarinnar Homo Sapiens Sapiens). Maðurinn hleypur í felur þegar fjölmiðlar vilja spyrja hann út í smámál eins og peningana sem hann stal af þjóðinni við einkavæðingu bankanna en býr svo til eins dags langan leikþátt til að tilkynna í beinni sjónvarpsútsendingu af tröppum stjórnarráðsins hvort Hvannadalshnúkur sé 2.111 eða 2.110 metrar á hæð.
Þetta hlægilega uppistand hefur örugglega þótt frábær hugmynd á skipulagsfundi hjá fjölmiðlanefnd Framsóknarflokksins en ég held að flestir sem hafa eitthvað á milli eyrnanna meira en hár, húð og bein sjái í gegnum þennan leikþátt sem líkist mest atriði úr þætti af "Já, forsætisráðherra". Eitt er a.m.k. fullvíst - hinir margumræddu "spunameistarar" Framsóknarflokksins eru örugglega allir flokksbundnir. Í öðrum flokkum en Framsókn.
PS: Ég lofaði sjálfum mér að ég skyldi aldrei skrifa um pólitík ... en í þessu tilfelli get ég bara ekki orða bundist. Stíflan er brostin.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin