Karma

6. apríl 2006

Ég þarf aðeins að gera smá leiðréttingu í karma hjá mér, veit einhver um góðgerðasamtök sem ég get gert vef fyrir? Um er að ræða stórleiðréttingu þannig að þetta þarf að vera eitthvað djúsí, ekki "Samtök bílhræddra hunda" eða "Styrktarfélag katta með hárlos" eða þ.u.l.


Tjáskipti

Daníel

Hugi minn, HVAÐ varstu núna að gera af þér?

DonPedro

Dagur Group. gott málefni, og þeir þurfa hjálp. Held þeir skuldi um seytján þúsund milljónir.

Kalli

Talaðu við Styrktarfélag rauðhærðra. Það er félag sem hefur fallið í skuggann af öðrum, minna verðugum samtökum.

Lindablinda

Vantar einhvern til að fara með kettina á stað sem sendir þá til Guðs. Bænastundir þér til handa yrðu ótakmarkarðar og fallegir straumar sendir út á reglulegu millibili. Skotheld karmaviðgerð.

Elías

Stofnaðu hótel í Þingholtunum fyrir ketti á eftirlaunum þar sem þeir geta breimað og veitt mýs að vild þar til þeir deyja úr elli. Amnesty International kæmi líka ef til vill til greina.

Hugi

Dagur group, held að það sé algjörlega málið - þurfalingar á framfæri þjóðarinnar. Ég er nefnilega þegar stofnandi, stjórnarformaður, gjaldkeri og eini meðlimur styrktarfélags rauðhærðra. Linda, ég er hræddur um að þetta sé eina beiðnin sem ég get mögulega sagt "nei" við. Ég var í sjokki í marga daga eftir að hundar bróður míns voru sendir í efra, og samt var ég 400 kílómetra í burtu. En kattahótel, já, þú segir það. Mig hefur reyndar alltaf langað í einhverja undarlega sérvisku og "kattamaðurinn" er nafnbót sem ég held að mundi alveg virka!

Hugi

Daníel, ég hef gert svo margt um ævina. Set einhverntíman hérna inn syndaregistríið svo ég geti minnt mig á það allt saman reglulega á meðan ég sit á kolagrilli og flengi mig með hrísvendi.

baun

hvað með vef fyrir karlmenn??? finnst þeir voða mikið þurfa stuðning

Daníel

Mér finnst nú alveg óþarfi að þú sért að njóta lífsins á meðan þú rifjar upp syndir þínar. Geturðu ekki frekar reynt að gera eitthvað sem virkilega reynir á? Svona eins og að hlusta á Nylon?

Lindablinda

Datt það svo sem í hug. Sama vandamál hér. Fjand..... tilfinningasemi er þetta. En mér líst vel á hugmynd baunar. Mér sýnist að ekki sé vanþörf á.

Harpa

Baun er með svarið. Þú ert með lénið. Hvað með: http://raudhaerdir.karlmenn.is ? Annars, fín mynd af þér í Mogganum í dag :-)

Hugi

Viðskiptahugmynd: flottir.karlmenn.is ! Ég verð milljónamæringur! Og svo lauma ég alltaf inn stöku mynd af mér þar til ég er búinn að berja inn í undirmeðvitund gjörvallrar íslensku kvenþjóðarinnar að ég sé flottur. Þá verða jól hjá Huga. Ójá baun, stuðningsvefur fyrir karlmenn, það mundi virka. tissju.karlmenn.is. Og Daníel, ég er nú bara með smá karmakvef, ekki í sjálfsmorðshugleiðingum. Nylon, úff, þá mundi ég nú frekar fara í parkódín-stílana. Harpa, rauðhærðir.karlmenn.is fer upp ekki seinna en í kvöld. Og takk fyrir Moggahrósið. Jú, myndin var sosum ágæt, en greinin var skelfileg - þeir gátu ekki einu sinni stafsett "munalosti" rétt.

Sveinbjörn

Ennþá betri hugmynd: fokking.karlmenn.is Samastaður karlhatandi lesbískra feminista á netinu. ;)

Harpa

Hugi þú liggur á gulli ormurinn þinn!! Þetta lén er snilld dauðans og viðskiptatækifærinn á hverju forskeyti.

Einar Solheim

Gott málefni/Syndaaflausn: Ég kann ekki að búa til vefi, þannig að ég er með barn á framfæri hjá ABC hjálparstarfi. Kostar bara þúsundkall á mánuði og netta allar mínar syndir á móti þessari áskrift. Hefur haldið Karmainu mínu í jafnvægi í 6 ár and counting.

Hugi

Börn í áskrift? Enda ég ekki í kompásþætti ef ég panta svoleiðis?

Hugi

Harpa, indeed, indeed, stórir peningar í vændum hérna. Og neisko, Landrover-inn minn er enn á sölu, hmmm....

Siggi Óla

Mæli með barnahjálp sameinuðu þjóðanna. Works karmic wonders.

Kalli

Þessi mynd í blaðinu skemmdi allt! Ég hafði séð fyrir mér Huga sem íslenska útgáfu af Conan O'Brien.

Hugi

Ööööö... Takk?

Lindablinda

Ég hélt að Hugi VÆRI Conan O'Brian??!!

Kalli

Conan er ein af nörda-fyrirmyndum mínum.

Hugi

Jæja jæja, ég játa það - undir latexinu er ég í raun og veru Conan O'Brien. Staðreyndin er sú að ég var ekki að fíla mig í kvöldþættinum og langaði alltaf að verða forritari hjá íslensku ríkisfyrirtæki. Og þá vita það loksins allir. Afar frelsandi.

Sveinbjörn

Nice smokescreen, Hugi. Við vitum öll að þú ert ekki Conan O'Brien, heldur Conan the Barbarian. Þessi líkamsrækt er bara repressed löngun þín fyrir fyrrum múskúlatúr að brjótast út.

Hugi

Jæja jæja, ég játa það - undir latexinu undir latexinu er ég í raun og veru Conan the Barbarian. Staðreyndin er sú að ég var ekki að fíla mig við það að saxa niður man og annan og afmeyja ambáttir og langaði alltaf að verða forritari hjá íslensku ríkisfyrirtæki. Og þá vita það loksins allir. Afar frelsandi.

Daníel

Ég sé nú huga meira fyrir mér sem Conan the Librarian.

Daníel

Vúúps, þetta átti auðvitað að vera Hugi með stóru H-i.

Kibba

Conan Ðe Barbarian.... eða Cohen Ðe Barbarian??? hmmmmm??? *blink blink*

Kibba

Klárlega sá síðarnefndi

Kibba

ég er í spam skapi í dag jeijjjjj

Hugi

Jæja, jæja. The best things in life are hot water, soft toilet paper, and good dentistry.

Mjása

Fyndið. Er að skrifa ritgerð um karma, ákveð að skreppa á Netið og þessi síða poppar upp. Hef samt aldrei komið inn fyrir þessar vefdyr áður. Held þú ættir ekkert að reyna að redda þér góðu karma því líkur eru á því að það nýtist þér ekki fyrr en í næsta lífi og ef þú safnar of mörgum karmastigum þá nærðu nirvana sem er leiðinlegt ástand. Frekar vildi ég vera ófullkominn maður og halda áfram að endurfæðast. Mæli með að þú losir þig við samviskubitið með því að segja bara fyrirgefðu. Virkar vel ef það er sagt í einlægni en ætti ekki að henda þér yfir brúnina og í tómleika nirvanaástandsins.

Kibba

úúúje... NIRVANA!!!!!!11oneone *syngur smells like teen spirit* Jæjah hugi, á ekki að fara að láta heyra í sér?

Sveinbjörn

Testing, testing...

Lindablinda

OMG! Scary!! .........en enginn er á netinu á föstudagskveldi - nema við væluskjóðurnar....hehe

Hugi

Hvaða hvaða, Linda, auðvitað er maður á Netinu :-). Mjása, velkomin. Áhugavert. Hvernig öðlast ég Nirvana, alltaf langað að prófa? (ég er ekki að leita eftir ráðleggingunni "Farðu í Skífuna, og svo í rokk-rekkann sem er merktur "N"". Kibba, ætlarðu s.s. að þiggja brjóstahaldaraboðið? Ég sver að mótorhljóðin eru mjög raunveruleg.

Kið

Já kind fer nú bara að missa áhugann bráðum

Hugi

Skiljanlega...

Mjása

Það er sko rosalegt púl að ná nirvana. Er ekki alveg fullveðja í þessum fræðum en veit þó að þú þarft að öðlast fullkomleika á sex sviðum: gjafmildi, visku, siðferði, þolgæði, áhuga, íhugun og fórnfýsi. (Siddharta Gautama Búdda öðlaðist fullkomleika í fórnfýsi þegar hann var í líkama kanínu og stökk á eld og roastaði sig fyrir svangan meinlætamann sem hann hafði aldrei séð áður. Við erum að tala um fullkomnun með stóru effi!) Svo þarftu að skilja að allt líf er þjáning sem orsakast af þrá og löngun til að halda í hluti. Til að losna undan þjáningu þarftu að fylgja hinum göfuga áttfalda vegi sem felur m.a. í sér að þú verður að lifa "rétt", sýna umhyggju, ekki drepa, segja satt, ekki neyta vímuefna og íhuga mikið. Þá færðu góð karmastig. Aðalmálið er samt að bindast ekki tengslum við veraldlega hlut, síst af öllu við líkama þinn.

Lindablinda

Hugi! You're screwed! Muhahahahahahaha! ( but so am I - and the rest og the world...sigh)

Lindablinda

"og" - er nýtt orð yfir "of"....................alveg satt

Hugi

Neinei Linda, þetta verður ekkert mál. Takk Mjása, í kvöld ætla ég að vera gjafmildur, vitur, siðgóður, þolinmóður, áhugasamur, íhugull og fórnfús. Ég læt ég ykkur svo vita á morgun hvernig Nirvana er. Ég gæti líka náttúrulega gert eins og Siddhartha Gautama og tekið "the easy way out". Farið niður í bæ, fundið einhvern svangan, roðið mig bernaise-sósu, hellt yfir mig grillvökva, kveikt í mér og öskrað "ég er að gera þetta fyrir þig!".

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin