Ég sat í bílnum mínum í dag, stopp á ljósum á Sæbrautinni. Að venju var eitthvað lítið leikrit í gangi í hausnum á mér og til að stytta mér stundir setti ég upp leikþátt þar sem ég notaði höndina á mér sem sokkabrúðu (í hlutverki Valgerðar Sverrisdóttur). Ég var að lifa mig mikið inn í leikverkið og hló að sjálfum mér milli þess sem höndin á mér flutti ræður um álver, þegar ég mundi allt í einu eftir því að það eru gluggar á bílum. Ég fraus og leit varlega inn í bílana við hliðina á mér. Vinstra megin við mig lágu bílstjóri og farþegar lamaðir úr hlátri, hægra megin við mig sat mest undrandi kona sem ég hef séð, með augu á stærð við undirskálar og neðri kjálkann liggjandi á milli hnjánna.
Ég gaf hressilega í þegar græna ljósið kom. Fyrrnefndi bíllinn var innan skamms kominn upp að hliðinni á mér og þremenningarnir í honum veifuðu til mín, skælbrosandi. Ég gerði mér fram að því enga grein fyrir því hversu mikið er hægt að roðna án þess að deyja.
Ég biðst annars forláts á kjaftstoppi mínu þessa dagana, ég er búinn að vera á hvolfi í vinnunni og undirbúningi fyrir mögnuðustu ráðstefnu alheimsins, IceWeb 2006 (ertu ekki örugglega búin(n) að skrá þig?) Ég sný til baka endurnærður í lok næstu viku.
Ice Web. Einmitt. Grunaði ekki geðvernd. Held og lykke, segir maður bara. Ætlaði að skrá mig, en fattaði svo að ég væri einum of mikill vefsauður til þess. Þarf að fara á nokkur námskeið fyrst. Hvað er þetta með myndamálin á síðunni þinni, kominn úr fókus og nú hálfur inn á? Eða er það bara vélin mín? Ó, og já. Frábær saga. Þú svíkur ekki, þegar þú vaknar úr dáinu. Þú sérð það er verið að stalka þig á fullu.
Hehe, takk Gestur :-). IceWeb hentar best þeim sem eru aðeins komin áfram í vefmálunum, en ég held að það geti hver sem er haft gaman af þessu, þetta eru alveg rugl-góðir fyrirlesarar sem við erum að fá hingað. En hvað segirðu, er nýja myndin ekki að gera sig? Klikkaði heiðarlega tilraunin mín til að skipta út gamla Evil-Huga (sem gerir sviðasultu úr ungabörnum), fyrir sæta og góða Huga (sem klappar ungabörnum á kollinn og gefur þeim sviðasultu)?
sko þú ert alltaf hálfur á skjánum hjá mér líka - skrifa þessar línur með hálfum Huga mikið hlýtur þú að hafa verið vært barn.
Með hálfum Huga, hehe, þennan hef ég ekki heyrt áður - og hélt þó að ég hefði heyrt þá alla. Nýr titill á síðuna kannski. Vær sem barn? Nú týndirðu mér - eru geðsjúkir yfirleitt værir sem börn? - Elskhugi
Já, ráðstefnan hlýtur auðvitað að gagnast þeim líka sem hafa áhuga á vefmálum, ég tek heilshugar undir það. Fylgist af áhuga með myndamálunum. Nei, ekkert klikk í gangi. Fyrst kemur bloggið, svo kommentin, svo hálf mynd í fókus... Hvar endar þetta? Ég þori ekki að hugsa út í það, þú ert svo opinskár. En í guðanna bænum ekki fá neinar strengja-hugmyndir frá Kalla.
Ég get nú ekki eignað mér heiðurinn af því að taka myndir af sér í þveng. String Emil á allan heiðurinn af því listformi. Ég mun aldrei geta gert meira en að þróa það.
Talandi um þessa mynd... Hugi minnir mig svakalega á Alex Kapranos á henni. Áttu mikið af þröngum, dökkum, röndóttum skyrtum?
menn sem geta leikið klukkutímum saman við hendurnar á sér (ofan mittis) - HLJÓTA að hafa verið börn sem gátu haft ofan af fyrir sér í æsku
Ég má segja eins og er að ég þekki ekki þetta hálfa andlit sem er á þessari síðu. Hvux er það?
Mitt. Er þetta ekki síðan mín annars?
Hemm, ha, Alex Kapranos? (skoðar Google). Guð minn almáttugur. Ég er skrímsli. Takk Kalli. Já, Baun, þú meinar það. Jú, ég held að foreldrar mínir hafi ekki haft yfir miklu að kvarta. Fyrir utan auðvitað að ég var lúmskari en fjandinn. Mér skilst að tveggja ára hafi ég stundað það að brosa sætt framan í grunlausa foreldrana meðan ég var með aðra höndina fyrir aftan bak að moka mold upp úr blómapotti, eða gera einhvern annan skaða. Og já, Stebbi, þetta er Linda. Hún er sætari en ég, og ritnefnd ákvað að klassískur sætleiki hennar hentaði betur ímynd síðunnar en ég.
Hugi þú ert góður penni..............ég var sko komin með brúðubílinn, eldfærin og öll þessi leikrit til upprifjunar eftir að hafa lesið nýjasta bloggið frá þér híhíhíhí það vantaði bara........."láttu ekki eins þú sért ekki þarna........ég sé þig vel......" :D
Takk, Skutla :-). Eins og þú hefur líklega hugsað get ég vel ímyndað mér að það sé einmitt það sem bílstjórarnir í hinum bílunum voru að segja við sjálfa sig. Og ég bara verð að segja: Það er ekkert annað, bara "skutlur" komnar hingað inn. Hubbah hubbah.
Hvað meinaru Kalli að hann sé líkur Alex Kapranos? Ekki vitund.... ... en minnir mig þó á David Wenham.. allavega sá helmingur sem ég sé
Jaaaahá, þið eruð nú alveg ágæt, gott fólk. Sé að það voru mistök að setja greinanlega mynd af mér þarna og er núna að leita að hentugri mynd af froskinum Kermit til að setja í staðinn. Hann hentar betur litaþema síðunnar en ég.
Ég geri þetta alltaf líka. Nota stundum tásurnar með. Það skapar þó smá vandræði því ég gleymi því stundum að það þarf víst fætur til að stíga á bensíngjöfina. Þú þyrftir að sjá mig þegar ég teikna andlit á magakeppina mína og læt það tala.
Bíðið nú við... varla er þessi Davíð þarna skárri en Alex hinn glæsilegi Kapranos? You could have it so much better!
Ég á við krónískt "ég er ein í heiminum í bílnum mínum" vandamál að stríða. Skiptir þá engu hvort ég er að hlæja, grenja, syngja, berja í stýri, blóta, stinga úr tönnum eða plokka augabrúnir. Allt er þetta gert í algjöru einrúmi þótt öll Breiðholtsbrautin sé jafnvel að fylgjast með. Alltaf verð ég svo jafn hissa þegar ég sé einhvern við hliðina á mér bora í nefið á rauðu ljósi.
( btw. sá ég Huga eitt sinn uppi á sviði með ungum rjóðum drengjum í a cappella - ALíslenskri útgáfu af Flying Pickets að skemmta glasglöðum Íslendingum á góðri stund??? )
Enginn veit hvað misst hefur fyrr en átt hefur stund með Smaladrengjunum :-)
rofl..............lindablinda þarna verð ég að vera sammála þér, ég verð alveg jafnhissa og undrandi hehe..........en besta finnst mér þegar fólk er alveg í ham að syngja *flissss* svo hlær mar alveg eins og manni sé borgað fyrir það, en svo gleymir mar þessu sjálf og missir sig yfir góðu lagi :D ég hefði nú alveg verið til að vera á þessu rauða ljósi í næsta bíl við þig Hugi, því ég sé þessar handahreyfingar alveg fyrir mér.....ég kann nebbla líka nokkrar svona híhí jáhá pældíði............skutlur farnar að skoða síðuna þína ;)
Ég hefði gefið mikið fyrir að vera í bílnum hliðiná þér. Síðan að Anna las fyrir mig sköpunarsöguna hjá þér hef ég séð ljósið og les þig nú á hverjum degi... sömu færsluna aftur ef þú hefur ekki bloggað þann daginn svo áfram með smjörið! Svo finnst mér líka að það sé kominn tími til að við Gulli og krókódíll flytjum bara í húsið ykkar Önnu og þá verður svaka gaman. Þó ég þekki þig ekkert. Það lagast bara. jájá. Þú getur kennt Gulla að elda góðan mat!
Kið, velkomin heim! Jú Linda, það er ekki ósennilegt að þú hafir séð mig fremja söng einhverntíman, við höfum víst troðið okkur upp á svið á einhverjum hundruðum samkoma, til góðs eða ills. Og Pétur mælir lög varðandi missinn - ég vissi t.d. ekki að ég hefði misst tóneyrað fyrr en ég gerðist Smaladrengur. Og einn-í-bílnum heilkennið er frábært, sérstaklega hin dásamlega nefborun. Ég fylgdist spenntur með einum um daginn sem var kominn með allan handlegginn upp að olnboga upp í aðra nösina. Þetta var eins og að horfa á náttúrulífsmynd. Júlía, gaman að sjá þig :-). Þú skuldar mér sálfræðimeðferð vegna raddanna á klósettinu! Og já, endilega komið með krókódílinn á Hagamelinn, hér er alltaf endalaus gleði og hamingja. Spurning um að yfirtaka hreinlega húsið og breyta svo hjólageymslunni í bar með heitum potti og nuddurum og dvergum sem þjóna til borðs? Lofa að vera duglegur að strokka. Og Kalli, ég er farinn að sætta mig við að líkjast Alex Kapranos, það er skárra en að líkjast t.d. sófa eða halogen-lampa. Ég á víst talsvert af röndóttum skyrtum, lóðréttar línur eru svo gasalega grennandi.
Hvað er þetta? Alex er sjarmatröll. Svo hoppar hann mjög glæsilega á tónleikum. (Þó ekki jafn glæsilega og Paul Smith) Hvað ætlarðu að vera duglegur við að strokka og af hverju? Ég fatta ekkert af hvaða tilefni þú skrifaðir það...
Strokkar maður dverga? má það?
Ekki hérlendis, það var bannað á fjórða áratugnum. Fremur sorglegt, ég smakkaði smyglað dvergasmjör frá Tælandi um daginn og það er gómsætt.
strokkaðir dvergar - ég hefði betur verið án þeirrar myndar í hausnum...(hrollur)
Ertu viss um að þarna hafi ekki átt að standa rokka?
og gleymdi - ég var í hópi fyrstu kúnna smaladrengja, og er áhangandi par excellance!
Strokkunin var með tilvísun í orðin "áfram með smjörið". Ég verð að fara að smíða mér lista yfir vafasöm orð og lesa yfir færslurnar mínar með honum - tjáskiptin eru að breytast í ljósbláar bókmenntir :-). Linda, nú er ég forvitinn - hvar vorum við að syngja fyrir þig?
einhvern veginn held ég að þetta sé eitthvað sem allir kannast við... ég meina ég er alltaf að gera eitthvað í bílnum mínum á rauðuljósi og tek svo eftir því að fólk er bókstaflega að stara á mig.. en það skemmtilegasta er samt að byrja að stara á fólk út af engu og sjá svo hversu meðvitað það verður um sig og órólegt og svona "ég er alveg eðlileg gírinn" En hvað myndina varðar þá finnst mér hún mjög fín og mér finnst ekkert að þú ættir að fara skipta henni út fyrir einhvern grænan Körmitt.. þetta er greinilega bara orðin síðan " Með hálfum Huga" og finnst mér það mjög svo töff btw. bossinn ræður....bossinn ræður alltaf!! :o)
Það er eins og mig minni að það hafi verið á einhverju SAMFÉS giggi - annað hvort unglinga - eða fullorðins - en þið voruð a.m.k. glænýir, ferskir og voðalega sætir. Nokkur ár síðan sem sagt. Njahaha! Við vinkona mín féllum kylliflatar fyrir ykkur.
Mér dettur ekki í hug að hunsa fyrirmæli bossans, slíkt endar örugglega með skelfingu. Er búinn að breyta titli síðunnar og ætla núna að horfa á nýja titilinn í svona þrjá tíma til að vita hvað mér finnst :-). Vá, Linda, já, þá er orðið langt síðan. En gaman að þið skemmtuð ykkur :-).
Já - tíminn líður, en þið eruð líklegast bara orðnir betri....eins og gott vín. Fíla nýja nafnið, flúttar vel með myndinni. Fær baun höfundalaun?
Auðvitað fær Baunin höfundarlaun! Baun, þú færð hér með afhent notað skilakort í Sorpu fyrir 15 rúmmetra af iðnaðarúrgangi. Notaðu það vel, þú átt það skilið.
úúú...ég er hrærð og beinlínis hrist yfir þeim sóma sem mér er sýndur hér. og verðlaunin, maður lifandi! það fyrsta sem fer í Sorpu fyrir kortið er myndin af Huga strokkandi dverga
LOL, baun hættu að planta þessum hræðilegu, hræðilegu myndum í hausinn á mér, annars þarf ég að þvo á mér heilann upp úr klór í kvöld.
Og svona myndum þyrfti væntanlega að farga niðri í Efnamóttöku, Sorpa tekur ekki við hættulegum förmum.
Hugi - SOS, vegna þýðinga vefs....!!!!
Já, ég er hér, hvernig get ég hjálpað?
MSN: hugithordarson@hotmail.com
Hrmmpffhh!
breyta litnum á síðunni?
omg, Hugi, við dóttla vorum að fara yfirum úr hlátri hér áðan. Hvað er þetta með þig, mér finnst veerulega kominn tími til að þú komir og syngir með skemmtilegasta kór landsins (ókei, kannski er nýi Schola meira pró en við erum definitlí meira á þinni húmorslínu og drullugóð líka) annars var besti bílstjórinn á rauðu ljósi þessi sem bóndinn og unlingurinn sáu að lagfæra í sér fölsku tennurnar...
ein lítil sorpulimra mkv stendur hjá huga og strokkar og stíft hún smjörið fram lokkar því baunin kann á smávaxinn mann og dverga sem klæðast í sokka
Óður piparsveinsins: Svei breyttum brjóstum og Botox munni á braut með gisna netasokka Gef mér Guð að glyðran kunni græskulausa dverg'að strokka
Maður þarf ekki að vera í bíl til að fá þetta syndróm. Maður getur allt eins verið gangandi eða hjólandi. Ég hef oftsinnis sungið á 100 desíbelum á leið minni í vinnuna og ég þagna ekki alltaf þegar og ef ég þarf að stansa á ljósunum við Njarðargötu í Vatnsmýri. Og hafðu ekki áhyggjur af myndinni. Þú ert svo alvarlegur á henni að það þekkir þig enginn.
Þessi mynd af þér er frekar artsí Hugi ;). Þú ert ekkert sérstaklega líkur sjálfum þér. Settu frekar mynd þar sem þú ert fullur og með skegg. Btw, default valueið fyrir comment text-areað er parsað af Safari sem um 10 bil (\s) eða svo. Þú vilt kannski laga það...
Hehe, Hildigunnur, mig dauðlangar í kór aftur, hef bara ekki haft tíma fyrir það. En ég er upp með mér að þú teljir mig efni í ykkar raðir, þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að kalla yfir þig :-). Góðir í kveðskapnum Ærir og Don! Elías, þessi svipur á myndinni var hannaður af nýja stílistanum mínum hjá Umferðarstofu. Ég kalla hann Red Iron, og ég held raunar að þarna hafi tekist að festa á filmu þær tvær sekúndur í lífi mínu sem ég var ekki brosandi. Sveinbjörn, það er komið meira en ár frá því að Hugi var fullur og með skegg. Eða a.m.k. hvorttveggja í einu :-). Get with the program. Þetta stafabil sem þú talar um kemur frá Tidy (XHTML-umritararanum mínum) það er svo einföld og fljótleg lausn á þessu að ég hef ekki nennt að fara í að laga hann.
Tvö lítil ljóð sem þökk frá mér fyrir hin tvö. Þið eruð öll rugluð. En mér líkar það. Soðin egg. Badmintonspaði. Í huga mér. Blaksamband Íslands.
Vegfarandi. Með bílljósin í gegnum augnlokin. Stál og kroppur. Umferðastofan.
Badmintonspaði. Í Huga Blaksamband Íslands.
Gaur! Ég er með hræðilegar myndir í... HAUSNUM á mér núna.
Jæja, fine, kannski ekki <i>bæði</i> skegg og ölvun, en fjandinn hafi það, ég vil fá annað hvort... "I find your lack of faith disturbing..." "The Emperor will not be as forgiving as I am..."
Já, og síðan við ég fá support fyrir basic styling tögg á borð við <i>,<b> og <u>. Ekki ætlarðu að láta Mentat feature-trumpa þig? ;)
Ég kýs ölvunina framyfir skeggið. Eins og þegar Hugi varð rosalega hissa á því að Laphroaig Whiskerinn sem hann var að staupa í sig heima hjá mér var casket strenght, rétt tæplega 50% ef ég man rétt. Þessi staðreynd kom algerlega í hnakkann á honum án nokkurs fyrirvara eftir örfá glös. Annars verður að játast að Hugi kom vel undan þessarri raun. Varð pínulítið óskýr í nokkrar mínútur, en hélt áfram að tala. Sagði svo "Glúbb" og kvaddi með virktum og fór. Fullkominn herramaður, eins og alltaf.
Casket strenght? Meinarðu ekki cask, Pedro, eða varstu að reyna að drepa hann Huga okkar?
Hugi kannski man það betur (as if) en mig minnir Casket, það var hægt að hreinsa málningu með þessu, og ég fékk þetta að gjöf, svo þetta hefur kannski verið extra eitthvað... bíddúbíddu, hérna er þetta: 10 ára, 57,3% Cask var það heillin.
Casket hefði verið meira töff. Ég drekk ekki viskí. Hvað getum við komið fyrir mörgum kommentum hér áður en Hugi bloggar næst?
Næs. Ég drekk almennt ekki viskí en geri sannarlega undantekningar í svona tilfellum. Hins vegar yrðu glösin ábyggilega ekki fleiri en 1-2 :)
60 tjáskipti! Þetta er orðin vinsæl síða þykir mér. Enda ekki skrýtið með einhverja Beckham mynd af Hálfum Huga með blik í auga. Stúlkurnar bara bráðna í röðum. Og strákarnir. Brátt fara allir að herma eftir klippingunni þinni og þú græðir milljónir á sölu bílaputtabrúðna..brúða...brúðna..dúkkna. :)
Sextíuog eitt
Sextíuog tvö......
Það er sko nóg til frammi í svona vitleysu. Sextíuog þrjú.....Múhahaha!
Já, það er tími til kominn að ísvefsýningin fari að klárast. Og hún byrjar ekki einu sinni fyrr en ekki á morgun heldur hinn. Blogga! Klapp, klapp, klapp. Etc.
Hugi er í öllum blöðum í heimi. Er ansi hræddur um að hann sé orðinn of frægur til að tala við svona titti eins og okkur. Þetta er búið. B-Ú-Ð.
Nei! Nú bættust puttabrúður af Huga í safn ímynda sem ég bað ekki um.
Er Hugi í blöðunum. ÉG missi altaf af.
Varla blöðunum, en samt DV
Mér finnst puttabrúður af Huga skemmtileg hugmynd. Nema þegar ég pæli í hvernig þær eru notaðar. Það er frekar... fríki...
ég er ekki lítil
Mikið er Hugi vel rakaður á þessari hálf-mynd. Vottar ekki fyrir rót. Erum við að tala um Mach-3? Froðu eða gel?
Kalli, ertu að tala um að bora í nefið með puttabrúðunum eða bora í ... nei, ég segi ekki meira.
Já, hann er, enginn venjulegur maður og hann býr í næsta nágrenni við ... Önnu - hann tók í höndina á mér, heilsaði mér - með puttabrúðunum ...
:-D Þið eruð búin að bjarga deginum hjá mér. Algjörlega.
Pedro, ég mundi segja að það væri glæpur að byrla manni cask strength að óvörum. En það var bara svo gott að ég get engan veginn sagt það. Laphroaig, mmmm. Olla, bílaputtabrúðurnar eru mjög góð hugmynd, ég set mig í samband við ímyndarsérfræðinginn hið snarasta og við tökum þetta fyrir á næsta brainstorm-fundi. Kalli, ég skal reyna að sjá til þess að gatið fyrir höndin verði ... annarsstaðar. Baun, ég er búinn að leiðrétta misskilninginn. Orri, á þessari mynd er ég nýbúinn að nauðga á mér andlitinu með einnota rakvél á hóteli. Það er píning sem ég óska engum. Ég elska litla Mach 3 víbratorinn minn og rakolíuna.
ég myndi nú frekar halda að þú notaðir eitthverja aðra rakvél en einnota.............thíhíhíhí..............fyrsta sem kemur upp í Huga mér er Venus hehe
ég myndi nú frekar halda að þú notaðir eitthverja aðra rakvél en einnota.............thíhíhíhí..............fyrsta sem kemur upp í Huga mér er Venus hehe
Þú ert sko of vel rakaður til að hafa verið með einnota
Það segir ábyggilega meira um mig en Skutluna en alltaf þegar ég sé nafnið hennar rifjast upp fyrir mér smábíllinn Lancia Y10. Hann er nefnilega sérstaklega efitrminnilegur vegna mjög flottrar sjónvarpsauglýsingar og þeirrar staðreyndar að hann var markaðssettur á Íslandu undir nafninu... já, þið vissuð það: Skutlan. Svo átti vinnifélagi minn líka svona bíl í árdaga en það kveiknaði í honum. Bílnum en ekki Skutlunni. Hann var meira að segja rauðhærður sem eykur enn á tenginguna. Ætli þetta sé ekki eini bíllinn sem hefur verið markaðssettur með sérstöku nafni á Íslandsmarkaði að skammarlegum díler spesjals á borð við Daewoo Lanos Hurricane frátöldum.
Ég hef ekið um í ófáum skutlunum á námsárunum, og þetta eru léttir, kraftmiklir bílar sem liggja eins og korktappi. Það er í alvörunni hægt að velta þessum druslum í rólegri beygju. Má ég þá frekar biðja um FIAT 127. Annars átti Y10 það sameiginlegt með systur FIAT Panda sinni að brjótast út í eldhaf á ljósum þegar heitt var í veðri. Ófáar Pöndurnar hefur maður séð logandi á meðan fjölskyldur hjálpuðu hvor annarri út.
Ha? Er þessi mynd í bakgrunninum af þér Hugi?!!! Þú ert svo breyttur! Lengi getur gott batnað.
heyrðu annars Hugi - ég er bara lítil Linda sagði það. þó að ég sé hávaxin. hef enga ástæðu til að rengja Lindu. fer ekki að koma eitthvað fleira?
Baun, í mínum huga ertu bara baunin okkar og þú mátt vera lítil eða stór að eigin vali :-). Hvað varðar meira þá verður það sko fljótlega, einmitt núna er ég svo þreyttur eftir ráðstefnufjör dagsins að ég get varla pikkað inn þessi orð. Mjása fögur orð í minn garð og hafðu þakkir fyrir! Þekkjumst við semsagt?
Skutla, ég þarf að tékka á þessari Venus-vél, held að það sé einmitt það sem ég þarf! Húðin á andlitinu á mér er eins og á barnsrassi, en út úr henni potast svo þéttur skógur af grjóthörðum koparvír, þannig að ég fæ að njóta brasilískra vaxverkja í hvert skipti sem ég raka mig. Það er farið að rifjast upp fyrir mér hvers vegna ég gekk með skegg í tvö ár.
Don perdro: já einmitt...............ég er krafmikil...........veit ekki með hvort ég liggi eins og korktappi hehe.............og velta mér í beygjunni........allt getur nú svosum skeð *glott* Hugi: já einmitt Venusvélin er einmitt til þess að raka fjandans gaddavírinn í burtu, hugsaðu þér hvað þú verður fínn á eftir, tala nú ekki um ef þú fengir þér rakfröðu í stíl *glott* annars hefuru prófað að skella þér bara í Brazílíst þarna á trýninu ??? það svínvirkar örugglega á karlmenn eins á okkur skutlurnar hehe
Já
Mjása, það er alveg bannað að gera mann svona forvitinn. Núna er ég alveg að rifna.
Skutla, ég mundi fara í brasilískt í framan, nema ég óttast að andlitið mundi bara fara með í heilu lagi. Þetta er títaníumhert dót sem vex þarna framan í mér.
Við þekkjumst ekki mikið. Ex-friend of a friend.
hehe já þú segir nokkuð :D
Jaysis Chroist Allgemachtig! 91 athugasemd....
Neibb, níutíuogtvær, og stefni hraðbyri í höndrað...
OK, Mjása :-). Hvað segið þið, erum við að stefna í þriggja stafa tölu hérna? Verðum við ekki að halda partý ef það tekst?
Snertiflöturinn á OrkuBókinni minni er orðinn slitinn á því að skrolla niður og upp eftir kommentunum hérna!
Já, þetta fer að verða ansi mikil áskorun fyrir vefhönnuðinn að reyna að gera tjáskiptin læsilegri.
ómg strákar þið að stefna í 3 stafa........ég var að enda á heimasíðu sem er með tæpar 6000 þús heimsóknir í dag og síðast þegar ég gáði að þá voru komin 195 komment
Nú er þetta bara spurningin um að klára þetta í hundraðið. Hér er mynd fyrir ykkur: http://www.filmus.is/donpedro/41dd3f3e8b2af4ms.gif
já segðu Don pedro
ég varð......................100
hvar og hvenær verður partíið?
Gott fólk. Til hamingju. Það er partý í vændum. Nánar verður sagt frá stað og stund síðar.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin