Svalasta barnsflík sögunnar

27. ágúst 2009

Eftir fyrstu sónarferðina okkar rétti Ósk mér bréfpoka. Í honum var barnssamfella. Á hana var hún búin að rita hin ódauðlegu orð...


Tjáskipti

Elín Björk

Til hamingju með að vera farinn að fara í sónarskoðanir :) Flott samfella -spurning um hvort ég verði að rigga svona upp fyrir þá Daníelssyni.

Hugi

Takk fyrir það :). En við Daníel verðum eiginlega að hittast og skera úr um þetta í blóðugum bardaga áður en þú riggar upp bolum. Segðu honum að ég hitti hann við gömlu eikina við sólarupprás og við leysum þetta á gamla mátann. Tveir forritarar. Tvö forritunarmál. Einn sigurvegari. Hvað færi annars á sambærilegan bol hjá ykkur veðurfræðingunum? "Mamma mín uppgötvar áhugaverðari þróun langtímaveðurmunstra í færri veðurkortum en mamma þín"?

Atli Páll Hafsteinsson

Verst að þetta er lygi!

Hugi

Þér, herra minn, eruð dusilmenni og fáið hérmeð rafrænan hanska í kinnina. Sé yður við gömlu eikina um rismál.

Atli Páll Hafsteinsson

ahh.. var aðeins að misskilja .. hélt að þú værir að bera saman pabba minn og pabba þinn.

Elin Bjørk

Eins og er færi " mamma min eykur endurkast skyja med mun færri CCN en mamma thin" akaflega vel Verst ad eg get ekki farid i einvigi vid neinn...

Hjörtur Hjartarson

Kæri Hugi. Ég samgleðst þér innilega. En, you ain't seen nothing yet. Hér tala ég af reynslu. Þið eigið mestu hamingju lífs ykkar í vændum. Önnur mál. Ég gúgglaði þig rétt í þessu af eigingjörnum hvötum. Fullkomlega, en samt af því að ég mundi eftir þér. Þannig er mál með vexti að ég - ásamt tveim til þrem öðrum - er að safna undirskriftum undir áskorun til forseta Íslands: www.kjosa.is. Og nú sérðu hvers vegna þér er málið skylt. Við verðum að skila á mánudaginn kemur. Þetta er eiginlega eins og fæðing. Plís, láttu það ganga ! Elsku Hugi. Hjartanlega til hamingju.

Hjörtur Hjartarson

Satt eða logið, þá stend ég við þetta með hamingjuna.

Halla

Já þessar samfellur allar fást einmitt í búðinni þar sem maður kaupir túrkis karlmannsnærbuxur með myndum af álverum og svoleiðis stöff. ;) Til hamingju gemill.

Hugi

Atli, pabbi skrifar allt sitt í Lisp þannig að hann tapar líklega í kóðalínufjöldanum. Hjörtur, spök orð og takk fyrir þau :). Og til hamingju með undirskriftafjöldann, þetta var vel heppnuð söfnun - en óheppilegur forseti :-/. Bwahaha Elín - þetta þarf að fara á bol. :) Takk Halla. Og það er vissulega góð búð. Ég fæ hluti þar sem er ólöglegt að selja.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin