Formaður. Aftur.

22. mars 2007

Þegar ég kom heim í hádeginu í dag beið mín orðsending í póstkassanum. Hún hófst svona:

Hugi: Á aðalfundi húsfélagsins í gær, þar sem mættir voru fulltrúar 8 íbúða, varstu talinn vænlegur formaður og kosinn.

Húrra. Hvernig á ég nú að halda upp á þetta. Jú... Ég á þetta líka ágætis reipi hérna - og koll sem er auðvelt að sparka í burtu.


Tjáskipti

Esther

Hahaha! Ótrúlega er seif að kjósa einhvern í svona embætti sem fólk forðast eins og heitan eldinn, að honum fjarstöddum.

Logi Helgu

Ég myndi passa mig, þú gætir fengið orðsendingu einn daginn sem tilkynnir þér að þú sért formaður Framsóknarflokksins ;)

inga hanna

ég er að hugsa um að stinga upp á þér fyrir húsfélagið hér í næstu viku fyrst þú ert kominn í þennan bransa á annað borð! hef enga trú á að það sé skylda að tengjast íbúum hússins á neinn hátt.

DonPedro

Flottasta hallarbylting sem ég hef séð. 12 stig.

baun

innilega til hamingju.

Guðjón Helgi

hahahahahh lýðræði í verki

Miss G

Sá sem á svona nágranna, þarf ekki óvini. Ég samhryggist.

Kalli

With friends like these, who needs enemas?

Miss G

Já, það er hin útgáfan, Kalli. Ertu alveg fastur í endaþarminum þessa dagana? (Hugi er ekkert að nota bloggið sitt núna).

Kalli

Hugsanagangur minn er mjög þarmlægur greinilega. Ég er samt ekki með kúpuþarmsheilkenni. Eða hvernig átti það aftur að vera?

Mjása

Vá. Úff. Ég var eitt sinn kosinn formaður í húsfélagi. Þurfti að selja íbúðina og flytja út til að losna undan því (ekki ýkjur).

Miss G

Þarmlægni er ábyggilega mjög alvarlegur kvilli.

Kalli

Kúpuþarmslægni? Er það kannski málið? Frekar en Þarmkúpulægni?

Miss G

Kúpuþarmslægni er óskiljanlegt og flott. Eins og hæfir tilefninu.

barbie

Elska svona rússneskar kosningar. Samt veit ekki hvernig mér litist á að búa með fólki sem óskaði mér þess að vera formaður húsfélagsins...

Þór

Hvernig er það... lét Hugi verða af þessu með kollinn og reipið ?

Kjartan Hansson

Er búið að vera svona mikið að gera sem formaður húsfélagsins að þú hefur ekki haft tíma til að skrifa æsi spennandi frásagnir hingað inn?

Siggi Óla

Hugi....þetta er nýtt met í bloggleti hjá þér....we demand action! If this goes on, we'll have to get a life! Gisp!

Þór

Nú er ég búinn að fórna kjúkling og rýna í fóarnið til að komast að því hvert Hugi hefur verið sendur. Ég sé korn. Mikið af korni. Ætli hann hafi verið sendur út á akur í þrælavinnu ?

Ástaraldin

Hugi... where are you, you redheaded east Icelandic midget?

DonPedro

Þetta er flottasta "síðasta bloggfærslan" í heimi.

baun

gleðilegt sumar Hugi wherever you are.

Stefán Arason

þetta er farið að verða ansi spúhúkí...

Kjartan Hansson

Ég er búinn að finna Huga... hann hefur tekið við starfi Superman um leið og hann gerðist formaður húsfélagsins. Sjá hér: http://www.us.is/page/forritarastarf

inga hanna

hahahhaha, þetta er snilldarauglýsing!

DonPedro

Ég er hættur í auglýsingabransanum. Öll þessi vina og ég fékk ekki að vera með...

Mamma

ET, PHONE HOME!

Sveinbjörn

Hann Hugi er dauður -- ég drap hann með Kryptónítinu mínu. Muhahaha!

skutlan

ekki mikið mál að vera formaður.....hann gerir ekkert nema setja fundi og slíta þeim híhíhíhihí

skutlan

þetta ætti að kenna þér að mæta á fundi framveigis híhí

Guðjón Helgi

Hvernig er þetta með hann Huga er hann nokkuð fastur á endalausum húsfundi kv úr 740 Paradís

Systa

Orð dagsins er úlfaldi. Sérstaklega viðeigandi núna á 1. maí. Hugi minn....cou cou

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin