Við Knúturinn drýgðum mikla hetjudáð í dag, fórum í Fossvoginn og syntum afar kalt, blautt og karlmannlegt sjósund. Sjórinn er hlýrri hér en þar sem ég synti í Danmörku, rétt um 3,5 gráður vs. 2 gráður úti, en samt nægilega kaldur til þess að gjöreyða öllum líkamlegum ummerkjum um karlmennsku. Ég er ekki frá því að þegar ég kom uppúr sjónum eftir fyrstu dýfuna hafi ég verið með álitlega kameltá og stinnari geirvörtur en æst steintröll.
Af áhorfendahópnum (sem hélt sig í öruggri fjarlægð) að dæma voru aðfarirnar áhugaverðar. Við þurftum að vaða talsvert frá landi til að ná sunddýpi, en þegar það tókst lagðist ég í 100 metra ólympískt skriðsund spastískra og tókst að komast svo langt út á Fossvoginn að ég var nokkuð viss um að ég mundi drukkna á leiðinni til baka. Jæja, líklega var leiðin fremur stutt, en það er merkilegt hvernig vegalengdir virðast meiri þegar rasskinnarnar á manni eru frosnar fastar saman.
Eftir sundið fórum við í sánu til að njóta endorfínvímunnar. Ég var svo afslappaður að þótt ég hefði óvænt fætt barn í sánunni hefði það ekki komið mér úr jafnvægi.
Við Knútur ætlum að gera þetta að reglulegum viðburði og það eru auðvitað allir velkomnir. Ég mæli með þessu.
Þetta gerir þig að 200 sinnum meiri karlmanni en ég verð nokkurntíman. Miðjarðarhafið er kaldasti sjór sem ég dýfi tá í.
varst þetta þú í w-golfinum í gær á sundlaugaplaninu? Ég sá ekki hver þetta var, með sólina beint í augun. Sá bara bílinn og hugsaði: "nibb, ég þekki engan sem á golf". Reyndar er það eitthvað sem ég vil geta sagt og meint. Ætlaðir þú ekki að fá þér jeppa? Svona sjósunds-heljarmenni getur ekkert keyrt um á golf. Það er rugl Hugi. Þú hlýtur að sjá það! :)
Hef setið og flissað með sjálfri mér. Er alltaf að sjá fyrir mér mómentið þegar þið stauluðust upp úr með frosin rassgöt og týnda karlmennsku. Göngulagið hlýtur að hafa verið all-sérstakt og eitthvað spes og skemmtilegt við vandræðaganginn í antiklímaxinum. Sér í lagi ef fólk var að horfa ......
Scheize, þetta þykir mér karlmannlegt -- for my part, þá myndi ég ekki hætta mér út í íslenskt haf, hvernig sem veðrið er. PS: Hvað með að bæta cookies við comment kerfið, svo maður þurfi ekki alltaf að skrifa nafn sitt og vefsíðu?
Þar sem þetta er svona kalmannleg athöfn - hvað gerist þá ef ég ákveð að skella mér út'í?????
Takk, takk, öll, þetta var vissulega karlmannlegt augnablik og ég er meiri karlmaður meðal karlmenna fyrir vikið (ég er ekki bara að segja það, ég beitti fyrir mig tommustokknum og athugaði málið). Og já Anna, þetta var ég, og já, þetta er rugl, og já, þú færð að koma með þegar ég skelli golfinum á toppgrindina á nýja jeppanum mínum og keyri með hann út í sveit og kveiki í honum. Og Linda, sjósundið er aðeins karlmannleg athöfn ef karlmaður framkvæmir hana. Strax og um kvenmann er að ræða verður hún gríðarlega kvenleg og það er sko ekkert verra! Jú Sveinbjörn, tími kominn til að gera endurbætur á kerfinu, ég þarf að finna mér tíma í það þegar hægist um á næstu vikum, mánuðum eða árum.
mér líður eins og ég hafi fætt barn! :-) Gott hjá ykkur drengir, og ég hlakka til að framkvæma þetta með ykkur næst þegar ég kem til Íslands.
karlmennska!!!???? *hrmpf* einusinni fór ég ofan í vatn sem var svo kalt að það fraus að líkama mínum. ég var sprengdur laus með dýnamíti og ísinn svo barinn af mér með sleggju og meitli. þetta er auðvitað haugalygi, en sá sem þetta myndi gera hlyti að vera rosalegur karlmaður. eða hvað.... ? ..... er ég kannski sá eini sem sé ekki karlmennskuna í þessu???
Hvað mundi Chuck Norris gera?
Ég sá ekki hvað þeta var flott hugmynd fyrr en ég var búinn að skrifa þetta. Þú ert jú rauðbirkinn, og færir létt með að vera hinn íslenski Chuck Norris. Hér er eitthvað til þess að stefna að á árinu.
Ekki Chuck Norris -- Conan. When in doubt, ask yourself: WWCD? (What Would Conan Do?) Þá fær maður líka skemmtileg svör, eins og "Crush your enemies, drive them before you, and bring about the lamentation of their women!"
Ég hef áhyggjur af því hvað þú talar mikið um geirvörturnar á þér. Þetta er í annarri hverri færslu!
Ég góla og æpi eins og stúlkubarn ef óvæntar hitabreytingar verða í sturtunni. Veit ekki hveruslag óhljóð það yrðu ef ég legðist í sjósund.....
Hmmm, hinn íslenski Chuck Norris, það finnst mér áhugaverð hugmynd. Þá þarf ég ekki að hræðast dauðann - dauðinn mundi hræðast mig. Conan er kostur líka, en ég held að úlfsskinnslendaskýlur séu að detta úr tísku, þannig að ég sleppi því, þótt það væri freistandi að standa niðri á Landsbókasafni í Conan-búningi og spyrja alla "Don't you know the Dewey-system?". Og Siggi, ég ber mikla virðingu fyrir geirvörtunum á mér, þeim Geirjóni og Geirfinni. Enda eru þeir miklar andans vörtur og ég á oft langar samræður við þá yfir koníaksdropa um bókmenntir og heimspeki.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin