Í upphafi gleymdi Guð að taka rítalínið sitt og skapaði himinn og jörð.
Og sjá, Guð fékk móral.
Og Guð sat í einkaþyrlunni sinni þunglyndur yfir mistökunum, sötrandi J&B af stút. Hann hrópaði drafandi röddu á flugmanninn "Geiri, kveiktu á kastara, ég verð að reyna að bjarga þessari hörmung" og Geiri flugmaður svaraði "Verði ljós" og kveikti á ljóskastara (sagan hefur síðar alveg gleymt Geir Þorleifssyni, flugmanni hjá þyrluþjónustunni í Keflavík sem fyrstur kveikti ljós yfir jörðinni. Hann hafði ekki efni á PR-manni eins og Guð).
Og það var bara alls ekki svo slæmt.
Guði fannst hann verða að segja eitthvað gáfulegt, vegna þess að hann var Guð, svo hann kallaði ljósið "dag" og myrkrið "nótt". Hvers vegna hann gerði það veit enginn lengur, enda var hann á þeim punkti orðinn svo ölvaður að hann gat varla talað.
Og það var alveg magnað.
Svo skapaði hann höfin, þurrlendið og fullt af plöntum með sæði í, en það var leiðinleg handavinna og varla í frásögur færandi.
Og það varð svo sannarlega svo.
Og Guð ákvað að hleypa smá lífi í partýið og skapaði fugla, fiska, landdýr, rándýr og öll skriðkvikindi jarðar. Svo missti hann sig gjörsamlega og skapaði platypusa, lemúra og mörgæsir.
Og Guð sá að það var bara alveg sérdeilis frábært og hló sig máttlausan.
Svo fór hann á klósettið.
En Guð var einmana, því það eru ekki margir sem nenna að umgangast valdasjúkan drykkjumann sem talar bara um sjálfan sig. Svo Guð skapaði sér drykkjufélaga í eigin mynd og kallaði hann "Adam", því það er stutt nafn og gott að muna og bera fram eftir nokkra öllara.
Og englar sungu nafn hans í hæstu hæðum, amen hallelúja.
En Guð öfundaði Adam af sínu einfalda piparsveinslífi og ákvað að flækja líf hans til muna, svo hann pumpaði Adam fullan af hormónum og skapaði honum konu. Eva var samsetningur úr líkamspörtum nokkurra Hustler-fyrirsæta, enda var Guð dyggur Hustler-lesandi löngu áður en hann skapaði himin og jörð. Þetta er kannski erfitt að skilja en var þó lítið mál þar sem hann lifir ekki í okkar einvíða tíma og á því alla árgangana af Hustler, útkomna og óútkomna.
En Adam og Eva eyddu alveg fáránlega miklum tíma saman og Adam hætti alveg að hringja í Guð og kíkja með honum í bæinn um helgar, svo Guð varð afbrýðisamur. Hann skapaði fyrstu Chardonnay-flöskuna og bauð svo Evu heim til sín, þar sem hann skapaði frábæran kvöldmat. Eftir kvöldmatinn skapaði hann svo allt plötusafn Tom Jones og dró Evu á tálar, enda sjötta boðorðið þá enn óskapað.
Og sjá, Adam varð alveg snarbrjálaður og hékk fullur fyrir utan gluggann hjá Guði og Evu öll kvöld og hótaði að skjóta sig ef Eva kæmi ekki til hans aftur, ellegar að Guð kæmi út og berðist við hann eins og karlmaður.
Og Guð sá að mannfólkinu fylgir endalaust bras og vesen svo hann rak þau bæði á dyr, henti á eftir þeim eplum og höggormum í ölæði og sagði þeim að hunskast úr bænum og láta sig í friði, hann hefði ekki tíma fyrir svona pakk.
Nú dó ég næstum því úr hlátri. Sem þýðir að þú ert drep-fyndinn, Hugi.
Ég veit ekki hvernig ég á að hætta að hlæja!!!! Mér er illt. Ó mig auma HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
þetta verður bara betra og betra hjá þer hahahahahahahahahahahahha
Ég held ég sé farin að hafa brennandi áhuga á sköpunarsögunni :-D
Frábært að koma heima, eftir að hafa sungið á páskatónleikum, með músík eins og Requiem e. Faure, Páskamótettur Poulenc og annað góðgæti og fá guðspjallið virkilega á "down to earth" nótum. Takk :-) Þú ert snillingur, góurinn!
Takk, takk - þetta er nú ekki alveg *svona* fyndið :-). Á ég að taka restina af biflíunni í sama stíl? (Blessaður Guðjón, gaman að sjá þig hér)
Þetta er miklu skemmtilegri útgáfa. Ég get ekki ímyndað hvað þú myndir gera úr sögunni um Lot sköpunin heppnast svona. Er þetta ekki bara lengri útgáfa af "In the beginning the Universe was created. This has been widely regarded as a bad move"? :)
OMG guðlast!
Úff, það þarf nú ekki einu sinni að endurskrifa söguna um Lot, hún stendur mjög vel ein og sér. Eins og eiginlega gamla testamentið allt, þetta er endalaus gleði og hamingja frá A-Ö. Guðlast, kannski, ég vona það. Eins og ég sagði við vinkonu mína í gær, þá er það ekki þess virði að fara til helvítis til að fá starf - ég vil fá STÖÐU. Rauðan latexgalla og þrífork sem ég get stungið í rassinn á smásyndgurunum.
Hugi: einfalt mál. Ef þú ferð til helvítis hittirðu mig. Þú hittir ENGAN þarna uppi og það verða hvort eð er ábyggilega engar vínveitingar. Nema náttúrulega á töfrakvöldum sonarins...
Rétt hjá þér, þða er líklega einmanalegt á himnum. Yrðum bara ég og Lot að spila borðtennis - um alla eilífð.
Stór spurning hvort dætur hans verði þar. Mig grunar að þær gæti orðið... hressar... ef sonurinn hleypir þeim í landann á töfrakvöldunum.
Ég held að dætur Lot séu ekki himna-efni. "Jæja, látum okkur sjá, hmmm, helltuð pabba ykkar fullan og nauðguðuð honum. Niiii, þið eruð ekki á leiðinni hingað inn"</Lykla_Pétur>
Við sjáumst fljótlega Hugi
OMG enginn skildi brandarann minn. kræst hvað þið eruð fattlaus...
Að gera guðlast er góð skemmtun :)
Ég hugsaði rooosalega lengi út í þetta áður en ég beindi heilanum á aðra og heilbrigðari braut. Ég er í nægum vandræðum hjá Intrum nú þegar. En munið að Guð refsar þeim sem eru búnir að vera óþekkir.
Blessaður Satan, já, var það ekki bjór og pool á miðvikudaginn?
Jú hljómar vel....bjóóór.
Það verður þá væntanlega drukkinn Duvel?
Hehe, já, ekkert nema Duvel. Og á vínsmökkunarkvöldum er það bara Devil's Rock Riesling.
Sæll Hugi. Gaman að lesa bullið eftir þig. Nú geri ég það kannski að reglu, ef ekki trúarreglu, að líta hér inn og njóta "rantsins", sem ég hef ekki heyrt síðan þér unnuð með OSs.
Hjörtur, gaman að sjá þig, vertu ávallt velkominn :-).
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin