Jæja, ég er kominn til baka eftir furðulegustu nótt lífs míns. Og er þá mikið sagt.
Þegar ég kom aftur fram í gær var ég sóttur upp á svalir af hermönnum og fluttur niður á lóð í lyftu sem var búið að reisa meðfram húsinu.
Þegar við komum niður sá ég að það var búið að bæta heilli hæð úr krómuðu stáli ofan á blokkina, á henni stóð stórum stöfum "CONTROL CENTER - DELTA TEAMS" og ég sá ekki betur en að það væru komnar sjálfvirkar TROMPEN-vélbyssur frá IKEA á öll horn blokkarinnar.
Ég var leiddur inn í fortjald að stóra tjaldinu í garðinum og látinn setjast þar ásamt vörðunum. Við hliðina á mér sat Páfinn og tveir kardínálar. Þeir voru að skeggræða um hvað þeir ættu að gera nú þegar upprunalega eintakið af Biblíunni væri fundið og þar lægi ljóst fyrir að Jesús var í raun og veru kona. Svört, lesbísk dvergakona.
Í öðru horni sátu Vladimir Pútín og Gorbachev. Þeir voru í svipuðum hugleiðingum og voru að ræða hvað þeir ættu að gera nú, þegar upprunalega múmían af Lenín væri fundin og í ljós væri komið að hann var í raun og veru kona. Svört, lesbísk dvergakona.
Eftir stutta bið í fortjaldinu var ég leiddur inn í stóra tjaldið. Þar voru flestir íbúar blokkarinnar í röðum meðfram veggjunum, beygðir fram fyrir sig með buxurnar á hælunum og það var verið að framkvæma endaþarmsleit á þeim. Þetta var eins og að koma inn í fjós í miðjum mjöltum. Frú Vigdís var sá eini sem brosti.
Skyndilega hrópaði einn hermaðurinn "ég fann annan" svo dró hann krepptan, gúmmíhanskaklæddan hnefann á sér út úr Guðna Ágústssyni, opnaði lófann og í honum lá raftæki af einhverju tagi. Guðni var ekki par ánægður og muldraði stöðugt "þar sem hnefi og hringvöðvi koma saman - þar er vont".
Augljóslega hátt settur herforingi gekk að hermanninum, tók raftækið úr gúmmíhanskanum, horfði á það með vanþóknunarsvip, henti því svo í gólfið og kramdi það undir hælnum. "Bölvaðir. Þeir hafa fylgst með okkur héðan allan þennan tíma".
Ég mundi lýsa restinni af kvöldinu, en þið munduð aldrei trúa öllu sem ég uppgötvaði. Meðal þess sem ég komst að er að Ishtar var samsæri til að eyðileggja bandarískan kvikmyndaiðnað, framleidd af klofningshópi úr kommúnistaflokknum sem klónaði Dustin Hoffmann og myrti hann eftir að hann neitaði að leika í henni. Challenger-slysið var sviðsett og raunverulega Challenger-skutlan er grafin úti í garði. Liberace var miðaldra húsfreyja úr Vesturbænum og er einnig grafin í garðinum - að eigin ósk, þar sem hún lék sér alltaf í honum sem barn. Og talandi um börn, Lindbergh-barnið fannst í garðinum - á lífi, það var alið upp af fjölskyldu af ánamöðkum sem eitt þeirra eigin barna. Og Amelie Erhardt virðist hafa villst allsvakalega af leið á sinni síðustu ferð og hrapað - í garðinum. Og hér er ég bara að telja upp það trúverðuga.
Og ástæðan fyrir þessu öllu saman? Jú, Atlantis er undir garðinum og sendir frá sér öfluga segulstrauma sem draga að sér óvenjuleg fyrirbrigði. Sem skýrir hvers vegna ég vissi að þetta var rétta blokkin fyrir mig um leið og ég sá hana.
Og nú hefst ný öld í sögu mannkyns. Bandaríski herinn er vissulega búinn að fjarlægja stjórn- og njósnatækin sem Atlantis-búar komu fyrir í endaþarmi allra íbúa í blokkinni og þannig búnir að klippa á samskiptaleið þeirra við aðra jarðarbúa. En ég hef á tilfinningunni að Atlantis eigi eftir að láta í sér heyra.
Enda með ólíkindum að fylgjast með beinu útsendingunum á CNN og Aljazeera - þori ekki að fullyrði hvort þeir fundu eitthvað tengt Aladin eða BinLadin (ekki ólíkur framburður á arabísku) en það eru greinilega stórir hlutir að gerast þarna í holunni góðu!
Þvílíkur viðbjóður. Þetta er í eitt af fáum skiptum sem ég þakka fyrir að bjallan mín er biluð. Annars hefði ég líklega verið þarna í óæðri-enda-könnuninni. Phew.
Anna, þú gerir þér grein fyrir því að þú ert síðasti eftirlifandi útsendari Atlantis? Og að þú ert með Atlantisískt-ígildi GSM-síma fast uppi í óæðri endanum? Gyllinæðin var vel þess virði að losna við þetta dót.
Jú Simmi, þeir fundu raunar bæði Alladín og Bin laden í holunni.
Ég hef aðeins eitt að segja: Hugi er svört, lesbísk dvergakona
Baun! Ég sagði þér þetta í trúnaði!
Rauðhærð, svört, lesbísk dvergkona...verulega margir minnihlutahópar þarna á ferð. Gott þeir eiga verðugan málsvara sem Huga. MMM....krepptur hnefi í endaþarmi!
Er ekki print takki eða drucken takki eða hvað sem þetta heitir. þarna á tölvunni þinni.. Prentaðu þetta út það verður örugglega gaman að lesa þetta þegar við veðum orðnir gamlir og vitrir... kv snorri
Er ekki kominn tími á að hætta að horfa á Lost. Ég held að dökka súkkulaðið í bland við bandarískar sápur hafi haft veruleikaskerðandi áhrif á þig. Allir með réttu ráði vita að Atlantis er ekki undir garðinum þínum, hún er undir þingflokksskrifstofu Framsóknarflokksins. Aha, útskýrir margt, er það ekki. Og hvaða bull er þetta um Ishtar, hún er hreint meistaraverk, ég sé fyrir mér Warren Beatty á slagverkinu, umhhhh. Almodovar, Altman og allir hinir vildu þessa "Lilju" kveðið hafa....
Ég hef aldrei verið jafn tengdur veruleikanum og einmitt núna. Loksins sé ég hlutina skýrt, skyndilega tengist allt saman. Og það er rétt hjá þér, höfuðstöðvar framsóknarflokksins eru líka úti í garði. Blessaður Snorri :-). Eitt Drucken á leiðinni, geymdu snafs handa mér á elliheimilinu.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin