Formaðurinn tjáir sig

21. janúar 2009

Fréttastofa Ríkisútvarpsins náði loks í dag sambandi við leiðtoga Samfylkingarinnar sem staddur er í Svíþjóð.

Formaðurinn, sem geymdur er í krukku á taugadeild Karolinska Institutet í Stokkhólmi, tjáir sig með aðstoð grænna og rauðra ljósapera sem tengdar eru við rafskaut. Aðspurður um ástandið heima á Íslandi og stefnu Samfylkingarinnar svaraði hann "grænt, rautt, grænt grænt rautt" og klykkti svo út með tveimur loftbólum úr heiladinglinum - svokallað "brainfart".

Miðstjórn Samfylkingarinnar gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hún styddi stefnu forheilans heils hugar, og í dag fylktu flokksmenn liði víða um borgina syngjandi slagorðið "grænt, rautt, grænt grænt, rautt, blúbb, blúbb" og mátti skynja mikla gleði og samhug, enda langt síðan Samfylkingin hefur haft svo skýra stefnu.



Tjáskipti

Halldór Eldjárn

Svoldið smekklaust grín hér á ferð þar sem um alvarleg veikindi er að ræða og raunverulega manneskju …

Hugi

Fyrirgefðu Halldór minn, ég var ekki að gera grín að veikindum Ingibjargar. Ég hefði samt alveg getað lent í því, ekki vissi ég að þetta væru alvarleg veikindi - í fréttunum í síðustu viku var send út tilkynning þess efnis að hún væri í sýnatöku sem hljómar ekki alvarlega - en maður ætti náttúrulega að trúa því varlega eins og öðru. Ég er rakinn smekkmaður og geri ekki grín að alvarlega veiku fólki. "Gríninu" er beint að formannslausa flokknum Samfylkingunni og stefnuleysinu þar, sem er raunar ekkert "grín" lengur. Ég vona að Ingibjörgu Sólrúnu batni sem skjótast og að hún lifi sem lengst. En hún fær samt ekki mitt atkvæði í vor - og líklega aldrei aftur. Svo mikið er víst.

baun

ef veikindi Ingibjargar eru svona alvarleg, af hverju er hún þá ennþá utanríkisráðherra Íslands? ætti hún ekki að taka sér langt veikindafrí svo hún geti jafnað sig? að vera ráðherra er erfitt og ábyrgðarmikið starf, og ég get ímyndað mér að betra væri að gegna því við þokkalega heilsu.

Hugi

Þetta finnst mér alveg með botnlausum eindæmum góð spurning. Það er algeimslegt undur að ráðherra leyfist að bregða sér í frí eins og ástandið er. Ef hún er of veik til að sinna starfinu, þá á hún að segja af sér, bæði sem ráðherra og formaður. Ef hún er of veik til að átta sig á því, þá þarf stjórn Samfylkingarinnar að taka á því og skipa nýjan formann. Og þar sem það er augljóslega ekki að fara að gerast, þá neyðumst við til að kjósa nýja stjórn í vor.

inga hanna

ái Hugi!

Hugi

Ekki sammála?

Ósk

Óttalegur pempíuskapur er þetta, venjulega þegar venjulegt fólk fer í heilaaðgerðir er einhver ráðinn í jobbið, allavega í þann tíma sem manneskjan er frá vinnu. Þetta er svo greinilegt dæmi um þessa fastsetu sem trend á þingi í dag.

Hugi

Bingó! Hvað þarf eiginlega til að ná stólnum undan rassinum á fólki? Maður fær á tilfinninguna að dauðsfall mundi ekki duga - líkið yrði bara stoppað upp og sett aftur í ráðherrastólinn.

Frú Sigurbjörg

Ekki yrði ég hissa! Ætli sé kannski þegar búið að stoppa Geir upp? Hann er altjént með strengjabrúðu-leikstjóra...

baun

nú er ekki rétti tíminn til að vera með þessa hefðbundnu meðvirkni og "kurteisi" sem afvegaleiðir okkur frá kjarna málsins. hagsmunir þjóðarinnar hljóta að vega þyngra en það hvort e.t.v. geti það sært tilfinningar ISG að einhver bendi henni á að hún þurfi að fara í veikindafrí eins og annað fólk þarf að gera þegar það veikist alvarlega.

Hugi

Þokkalega! Ég var að spjalla við innankoppsmenn í Samfylkingunni á mánudaginn, og þeir sögðu að innan flokksins væri hreint stjarnfræðileg reiði og mikil hætta á klofningi. Flokksmenn sæju margir Ingibjörgu eins og Sjálfstæðismenn sjá Davíð - sem akkilesarhæl. Ekki að það skipti miklu máli hvað verður gert úr þessu. Samfylkingin er svo gjörsamlega búin að glata öllum trúverðugleika á þessum sirkus að það kýs hana væntanlega enginn með réttu ráði. Þau eiga að vísu einn ágætan ráðherra... Hvar er Þjóðvaki þegar maður þarf á honum að halda???

Arnaldur

Já, hennar tími kom loksins... og fór helvíti snögglega aftur. En ertu viss um að Samfylkingin sé fær um að fylkja sér á bakvið jafn flókna og erfiða stefnu og "grænt, rautt, grænt, grænt, rautt, blúbb, blúbb"? Ég er nokkuð viss um að það komi fljótlega upp "rauð, rauð, grænn, rauð, grænn, blúbb"-armur sem færi fram á kosningar og áframhaldandi þingsetu.

Hugi

Ég hreinlega veit það ekki. Ef ég skil fréttir dagsins rétt, þá er Samfylkingin núna búin að skora á Samfylkinguna að slíta stjórnarsamstarfinu strax. Og ég sem hélt að ég væri ruglaður.

Siggi Óla

Haha! Þetta fer inn í topp 5 yfir fyndnustu bloggfærslur mannkynssögunnar! Blúbb blúbb!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin