Fram-framtíðin ráðin

28. júní 2006

Ég var að spjalla við vini mína hjá Tónlistarskóla FÍH, alveg frábærar þessar elskur. Ég er sérstaklega hrifinn af skólaritaranum sem gæti verið skemmtilegasta kona sem ég hef á ævinni talað við, ég bara heyrði í gegnum símann hvað hún er vel vaxin og tennt og góðviljuð og full af húmor og náungakærleik.

Ég er semsagt annar tveggja sem komust inn í nám í djasspíanóleik í FÍH þetta árið.

Jahérna, ég er í voðalega eitthvað fínu skapi í dag. Vona að samstarfsfólkið líti það ekki hornauga þótt ég syngi aðeins.


Tjáskipti

Lindablinda

Húrra! (lúðrasveit, confetti, naktar konur dansa, apar og trúðar, feitur kall með stóra trommu.........) Til hamingju Hugi! Þetta er frábært og ég samgleðst þér innilega. Jibbý!

Carlo

Til hamingju! Verður ekki að halda upp á þetta, Hugi? Er það ekki bara Goldfinger og Bollinger í kvöld?

Ms. Bean

Til hamingju, til hamingju, innilega til hamingju :o) *tilkomumikið fagn sem felur í sér pom-pom dúska*

Elín

Til lukku Hugi :) Þú átt án efa eftir að standa þig vel, allavega staldraði ég aðeins við til að hlusta þegar ég var stödd á stigaganginum hjá þér um daginn.

Elstan

Hjartanlega til hamingju með þetta Hugi!!! Mér fannst þú syngja eitthvað óvenju glaðhlakkanlega í hádeginu,, þó það væri slátur og grjónagrautur... Congrats...

Hugi

Takk öllsömul :-). Og Elín, hvað á það að þýða að laumupúkast fyrir utan dyrnar hjá manni án þess að kíkja í kaffi?? Ég er bara sármóðgaður. Takk Elsta, ég vona að ég hafi ekki hrætt ykkur með þessu aðeins breiðara brosi en eðlilegt gat talist :). Ég gekk þó a.m.k. ekki á línuna og kyssti alla eins og mig langaði að gera (stoppaði strax við Holger).

DonPedro

Húrra fyrir bæjarfógetanum!!! En ræðurðu við að fara í svona nám flygilslaus?

Elín

Já ég veit alger dónaskapur... sorrý... næst skal ég banka. (Viltu að ég láti þig fá frumritin af myndunum sem ég tók?)

Sveinbjörn

Congrats, við verðum að drekka óblandað absinth um helgina til þess að fagna.

Hugi

Flygilslaus, Pedro, já - þú segir nokkuð. Nei ég efast um að ég ráði við þetta án flygilsins. Vonandi að hann fari að koma til landsins svo ég geti fengið að snerta hann og strjúka honum og gæla við hann með öllum öðrum hætti. Og ákveða hvort ég vil stofna til langtímasambands. Elín, það veltur á því hvort ég var nakinn eða ekki. Ef ég var nakinn, endilega haltu myndunum, maður fer nú ekki að svipta ungar stúlkur einu ánægjunni í lífinu. (hér er rétt að taka fram að egóið er u.þ.b. ellefufalt hjá mér í dag) Kalli, ójú Goldfinger og Bollinger skal það vera - og Sveinbjörn, glaður drekk ég með þér Absinth - auðvitað óblandað (nema náttúrulega blandað sykri og eldi, eins og vera ber).

Hugi

Baun, fáum við ekki örugglega senda myndaseríu af pom-pom-dúska-dansinum :-p

Ms. Bean

veistu, ég varð svo sveitt í dansinum og var bara búin að senda dúskana í hreinsun áður en ég fattaði að taka myndir. rosalega leiðinlegt...fyrir ykkur. klikka ekki á þessu næst.

Carlo

Ég held að Hugi verði með besta babelair vestan miðbæjar þegar flygillinn verður kominn. Hvaða dama getur annað en fallið fyrir því að vera boðið heim í gúrmei eldamennsku og svo fima spilamennsku eftir matinn? Og með spilamennsku átti ég sko við að Hugi myndi sýna refsingar. Á FLYGLINUM! Kommon ekki vera svona dörtí!

Logi Helgu

Innilega, enn og aftur, til hamingju... fyrir áhugasama er Hugi farinn heim að halda tónleika, áhugasamir geta mætt á Hagamelinn...ef hann hleypir ykkur ekki inn er hægt að hlusta úr garðinum ;)

Harpa

Til hamingju Hugi, þetta er frábært!

Eva á Umfó

Innilega til hamingju :) Skil ekki afhverju þú lést staðar numið við hmmmmm, suss Eva, say no more :Þ

Elín

Takk Hugi, ég kann að meta þetta :)

anna

Hjartanlega til hamingju Hugi. Þú ert lang bestur. There was never a doubt in my mind.

Elías

Til hamingju! Ég vissi alltaf að þú myndir ná inn. En hvernig er það, er ekki besti jazzinn spilaður á eldgömul skrapatól sem komin eru úr stillingu og eru með hálf-sprunginn hljómbotn og þakin kertavaxi? Eins og píanóið í Lafitte's Blacksmith Shop á Bourbon Street í New Orleans?

Fríða

Þetta var sem sagt ekki þannig að þú værir þessir tveir sem sóttu um nám í djasspíanóleik þar sem annar komst inn og hinn ekki. Þetta er ákaflega ánægjulegt :)

Elín Björk

Innilega til hamingju!

Hugi

Maður bara roðnar við að lesa þetta frá ykkur :-). Baun, mikil vonbrigði, en ég leigi bara myndina "Cheerleader Squad II" í staðinn. Aftur. Kalli, ég er svo saklaus, ég las Babel-Air í allnokkur skipti áður en ég fattaði hvað þú meintir. Skildi ekkert hvers vegna íbúðin mín ætti að vera flugfélag. Annars spila ég sjaldan á píanóið fyrir gesti, hefur alltaf þótt það jafnast á við að fara úr að ofan og hnykla vöðvana - sem ég geri enn sjaldnar. En báðar reglur eru svo iðulega brotnar þegar gleðskapir (hmmm) eru haldnir á Hagamel. Eva, ég lét heillast af glamúrlífi forritarans :-). Elías, jú, maður þyrfti eiginlega að eiga eitt svona virkilega gamalt og falskt píanó til að spila ragtime, blús og stride. Hehe, Fríða, mér var sagt að það hafi verið mikil eftirsókn í námið. Og ég skil það ekki alveg, því ég spilaði tóma þvælu á inntökuprófinu. Kannski var ég að spila svo mikinn djass að ég skildi hann ekki einu sinni sjálfur :-). Annars yfirgaf ég vinnustaðinn í gær klukkan fjögur og gerði nokkuð sem ég hef ekki gert í fjöldamörg ár - spilaði á píanóið heima eins og ég byggi ekki í fjölbýlishúsi. Úff, hvað ég þarf að eignast silent-píanó.

Knúturinn

Til hamingju dúd! Nú bíður maður bara eftir plötunni An evening with Hugh Love (allir alvöru listamenn eru með svona nöfn).

Alda

Það er nú gott að heyra að skólaritarinn var tennt. Annars hefðirðu kannski átt í einhverju allt öðru símtali :-) ...og innilega til hamingju.

vælan

úúúú englabossinn hefur sumsagt sigrað í þessari lotu. Stefán Jón í geðveikri fýlu á fjósbitanum osfrv. Congratz bara :D

hildigunnur

sneld :-D tlamíngju.

Hugi

Takka takka :). Já, Alda - ég heyrði greinilega að hún var tennt, því hún bar fram mjög falleg tannmælt lokhljóð.

Mrs. Bean

það eru til tvívaramælt, tannbergsmælt og uppgómmælt lokhljóð, en tannmælt lokhljóð get ég ekki séð fyrir mér fræðilegan möguleika á (varð bara að deila þessu með ykkur)

Jóhanna

Duglegur strákur. Til að efla baráttuandann fyrir námið væri kannski sniðugt að lesa afar upplífgandi grein Knútsins um jass:)

Kibbster

Til lykke með þettah!!

Mjása

Nú verðurðu að fara að blogga meira Hugi. Annars hef ég ekkert til að lesa í pásunum mínum í vinnunni.

Carlo

We want Matlock! Ég meina... við viljum Huga!

Mamma hans Huga

Hugi minn, hvaða pakk er þetta sem er að gera þessar fráleitu og ógeðfelldu athugasemdir á síðunni þinni? Er það svona lið sem þú umgengst þarna í stórborginni? Skammastu þín!

Carlo

Og ég sem var viss um að mamma hans Huga kynni að meta Matlock.

Hugi

Og enn og aftur, takk :-). Baun, hún var svo vel tennt að hún gat auðveldlega gert tannmælt lokhljóð. Afar fallegt að heyra. Jóhanna, ég las þessa grein Knútsins, er ekki búinn að undirbúa mig andlega undir að skrifa inn svar. Mjása, ég skal sjá hvað ég get gert í bloggmálum, ég er búinn að vera á þeytingi um landið undanfarna daga, biðst afsökunar á textaleysinu, en mæli eindregið með t.d. Vikunni eða Nýju Lífi - pakkfull blöð af góðum ráðum og skemmtilegum viðtölum. Fyrirgefðu Mamma, ég skal fara varlega í að umgangast þetta fólk. Þú sagðir alltaf að ég mundi enda í slæmum félagsskap í stórborginni...

Siggi Óla

Dúd! Til lhamingju. Það hefur sem sagt ekki komið að sök að "klúðra" inntökuprófinu. You're that good. Þegar þú sökkar ertu samt betri en allir hinir! Múhaha!

Hugi

Siggi, mín kenning er sú að ég hafi verið að spila svo rosalegan djass að ég hafi hreinlega ekki skilið hann sjálfur.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin