Bensín

25. maí 2006

Í gær tók ég eftir því að bíllinn minn var um það bil að verða bensínlaus og hugsaði með mér "Hugi: Mundu að taka bensín". Og auðvitað mundi ég eftir því - þegar ég var á leiðinni heim úr badminton áðan og vélin byrjaði að hósta eins og astmasjúklingur á lokastigi á miðri Miklubrautinni.

Leiðinleg saga, svo hér er stutta útgáfan

Kom bílnum að vegamótum Skógarhlíðar og Suðurlandsbrautar áður en vélin þambaði hestaskálina. Steig út í veður sem hefði getað gert kulsækinn eskimóa dapran.

Hóf hressingargöngu að Skeljungi við Suðurlandsbraut. Stöðin var lokuð þegar ég kom þangað og það gladdi mig svo mikið að ég hoppaði upp og niður og reytti hár mitt í dágóðan tíma af einskærri hamingju.

Tók stefnuna á Esso við Borgartún. Þegar ég komst þangað var andlitið á mér fokið aftur á hnakka og frosið fast þar. Geirvörturnar á mér sáust í gegnum vindstakkinn.

Gekk aftur að bílnum og meðan ég hellti bensíninu á hann horfði fólk á mig úr nærstöddum bílum og hló að mér. Ég gladdist yfir að geta veitt örlítilli gleði í líf þeirra. Mér finnst svo gaman að gefa.

Keyrði á bensínstöðina, uppgötvaði mér til ómældrar ánægju að ég hafði gleymt bensínlokinu, keyrði til baka syngjandi af gleði og sótti það, keyrði aftur á bensínstöðina og borgaði aleiguna fyrir bensínfylli. Kominn heim rétt fyrir miðnætti.

Og nú sit ég hér undir flísteppi og sæng og reyni að nudda hita í ískaldan líkamann. Það ætlar að ganga illa.

Hljóma ég nokkuð bitur? Nei, ég hélt ekki.


Tjáskipti

Daníel

Ég ætlaði nú bara að minna þig á að bæta bensíni á bílinn. En ég sé að þess þarf ekki lengur.

Elín

Nákvæmlega þetta er það sem ég hef alltaf verið skíthrædd um að gerist fyrir mig.... sjö níu þrettán það hefur ekki ennþá gerst. Ég er meira að segja svo paranoid að þetta gerist að ég hef tekið bensín á fullan tank....bara til að vera viss. Er þér orðið hlýtt?

Hugi

Eh, takk Daníel :-). Elín þetta er í annað skiptið sem viðutaninn ég lendi í þessu. Alltaf jafn gaman. Og nei ég er enn að nudda, held að heitt bað sé eina ráðið.

Skakklappaður Scheving

Góð regla sem er vert að temja sér með farartæki: "Beltið spennt ? Ckeck. Tækið í gangi ? Check. Loga einhver ljós eða einhverjir mælar skrýtnir í mælaborðinu ? CHECK." Þegar þetta er komið upp í vana, þá liggur leiðin á bensínstöðina mun fyrr en ella ;-)

Þór

Úps... þarna komst upp um mig :P Hvað er annars með þessa austantjaldnesku mína ? Ckeck ? Ég er búinn að lesa of marga bloggpósta :P

Harpa

Ohh viltu endurtaka þetta með geirvörturnar... ;-)

DonPedro

Í bíómyndinni "Hugi, a day in the life of...." sem ég er að leggja lokahönd á handrit af, er þesi sena komin inn. Nokkur smáatriði í minni útgáfu eru örugglega öðruvísi en helkaldur raunveruleikinn, til dæmis ertu í leggings og svitaböndum, svona alvöru gay badminton kitti í myndinni. Senan verður síst verri fyrir það. Bætti við gerivörtunærmynd og málið er dautt.

Stefán Arason

elsku kallinn!

Kalli

Hugi of The Borg. Björn Borg that is.

Þór

We are the Hugi of Strawberry. You will be smellified. Snortistance is futile. :-Þ

Kalli

Fragrancified er miklu skemmtilegra orð :)

Lindablinda

Varst þetta þú Að staulast þarna?? Ég sem keyrði bara framhjá. En......Af hverju varstu í bleikum æfingabuxum?

Þór

Það var einhver breti sem sagði Huga að hann þyrfti að vera meira 'gay', og hann misskildi það >;-)

Hugi

LOL, þið eruð ágæt :). Harpa: Geirvörturnar á mér voru eins og tvö frosin jarðarber sem stóðu stinn og fersk út úr brjóstkassanum á mér. Þessi sjúkdómur kallast "Anderson's disease" og hrjáir aðallega kvenfólk en einnig stöku óheppinn karlmann. Þór, ég þarf að temja mér eftirlitsferlið í framtíðinni. Annars enda ég eins og einn bæjarfulltrúinn heima á Norðfirði sem keyrði um á Lödunni sinni í allnokkur ár með olíuljósið á - hann hélt auðvitað að það þýddi að olían væri í góðu lagi. Það sem bretinn sagði orðrétt var "Hugi, you old bean, you need to acquire more gayness in the ol'pecker". Held ég hafi skilið hann rétt. Og Linda, þú hefðir átt að sjá í hverju ég var undir vindstakknum. Ég fullyrði að strútsfjaðrir eru þægilegasta efni sem ég hef gengið í. Pedro, mér líst vel á þetta. Ertu búinn að velja leikara í titilhlutverkið?

DonPedro

Jamm, samningaviðræður eru þegar hafnar við Jude Law. Fékk númerið frá Önnu.

baun

mmm....Jude Law með stinnar jarðarberjageirvörtur sem stingast útúr strútsfjöðrum... *slef*

Mjása

Af hverju hringdirðu ekki bara í einhvern og baðst viðkomandi um að skutla þér á næstu bensínstöð?

Hugi

Jude Law já, ég veit ekki hvernig hann nær mér, en gæti trúað að hann væri "best bet" í þessu tilfelli. Líst vel á þetta, fæ ég ekki Jude í persónuþjálfun fljótlega? Við Anna þurfum að nota hann aðeins. Baun, velkomin líka! Mjása, ég kunni nú ekki við að vera að gera vinum rusk á þessum tíma dags. Ef ég þekki vini mína rétt voru þeir líklega flestir komnir með vínglas eða konu í hönd. Eða hvorttveggja.

Lindablinda

Almáttugur Hugi..........áttu einungis drykkfellda, karlkyns, gagnkynhneigða vini??? Þurfum að gera eitthvað í þessu....

Hugi

Haha, takk Linda en ég er nokkuð sáttur við þessa gömlu. Ég er búinn að klára bindindis-kvenkyns-lesbíu skeiðið í vinavali.

BIRD

Hvar eru þessi gatnamót? Fattetteggi...

Þór

Nú skammast ég mín, því þessu tók ég ekki eftir.. Hugi. Hvernig fórstu að því að færa Skógarhlíðina alla leið norð-austur að Suðurlandsbraut ? Síðast þegar ég gáði þá byrjaði Suðurlandsbraut þar sem Laugavegur endar og endar svona uþb. við Glæsibæ. Og Skógahlíðin er örverpisgata nánast í miðri Öskjuhlíðinni þar sem Sýslumann, babú og hjúkk-HÍ er að finna.. Auðvitað ertu alveg einstakur kraftaverkamaður, það efast ég ekkert um, en þetta hefði ég haldið að væri of mikið, meira að segja fyrir þig. Endalaust sem þú kemur manni á óvart. Er umferðarstofa kannski með vald yfir flekahreyfingum og færði Ameríkuflekann í norð-austur ? Eða áttirðu kannski bara við Snorrabraut ? ;-) Er samt að reyna átta mig á bensínstöðvunum... Það er nefbla ef ég man rétt, Shell í Öskjuhlíðinni ( strax fyrir ofan Skógahlíðina ), og svo er Olís ef ég man rétt við Snorrabrautina, en nei... þegar þú ert kominn með þessar bensínstöðvar inn í dæmið, þá er ég orðinn allsendis áttavilltur og Reykjavík farin að minna óneitanlega á Escher hnút. Hjálpi mér allit skinhelgir :-P

Elín

Alltaf gott þegar fólk nær að fókusa á aðalatriði sögunnar.... ha ha ha! ps. Er þér orðið hlýtt?

Kalli

Ég veðja að þetta hafi verið Shell á Laugavegi og hann hafi labbað þaðan í Borgartún. Eða ég vona það. Því bensínstöðin á Laugavegi lokar snemma en hjá Skógarhlíð er Select OG Shell og sú fyrrnefnda er 24/7 stöð. Helvíti langur gangur líka þaðan og inn í Borgartún...

Mjása

Iss. Viss um að það hefðu fullt af vinum þínum verið tilbúnir að leggja konuna frá sér og skutlast til þín jafnvel þótt klukkan væri orðin margt. Láttu á það reyna næst.

Mjása

Iss. Viss um að það hefðu fullt af vinum þínum verið tilbúnir að leggja konuna frá sér og skutlast til þín jafnvel þótt klukkan væri orðin margt. Láttu á það reyna næst.

Hugi

Haha, þið fáið aldrei að vita hvaða gatnamót þetta voru. Eða jæja, og þó, Kalli hitti naglann á höfuðið, ég meinti víst Nóatún, ekki Skógarhlíð. Þetta er það sem gerist þegar Norðfirðingur reynir að lýsa gatnakerfinu í Reykjavík. Takk Elín, mér varð aftur hlýtt seint um nóttina. Fékk mér kaffibolla og hjartaræturnar yljuðu samstundis upp allan líkamann. Mjása, jú, menn eru alltaf boðnir og búnir að hjálpa þegar maður hringir en ég vildi nú bara leyfa fólkinu að slappa af. Og svo verð ég líka að sýna mér smá aga, annars læri ég aldrei.

Lindablinda

Fyndið. Vegna þess að ég er manneskja sem að hugsa í myndum en ekki orðum þá vissi ég alltaf hvaða stað þú varst að tala um. Spáði ekki í götunafnið. Sá það bara og gott ef ég rölti ekki með þér hríðskjálfandi í huganum. LOL

Hugi

Já Linda, gæti meira en verið - takk fyrir félagsskapinn :-).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin