Ég var áðan rétt búinn að drepa mig við að reyna að opna gluggann inni í svefnherbergi. Hann var eitthvað stífur svo ég lagðist á hann af fullum þunga, en þá hrökk hann skyndilega upp með slíkum látum að ég hentist út á eftir honum með álíka mikilli tign og hreyfihamlaður geðsjúklingur í flogaveikiskasti. Þegar ég var búinn að ná stjórn aftur á útlimunum tókst mér að krækja fótunum í ofninn undir glugganum og svo eftir mikið bras að hala mig inn á gluggatjöldunum.
Það eina sem ég hugsaði meðan ég þeyttist út var "Bravó, Hugi, bravó, virðulegur dauðdagi, hrapaðu af þriðju hæð við að opna glugga".
af hverju á maður alltaf svona auðvelt með að sjá þig fyrir sér í svona óheppilegum aðstæðum? Er það eðlilegt..?
Það, ungfrú Olla, er vegna þess að ég bý yfir hreyfiþroska múrmeldýrs með lömunarveiki.
nú dó ég úr hlátri. Hugi.. ekki fara að henda þér útum gluggann! Bíðum allavega eftir að talíbanar geri loftárás á blokkina og fljúgi farþegaflugvélum ínní aðra hæð, þá á ég við þessa sem er númer tvö í röðinni - uppávið, eða bara aðra hæð en okkar þó það þyrfti að vera neðri hæð til að fóðra stökkið... ...allavega.. því þá gætum við hent okkur saman!
Jájá, ég læt nú ekki gabbast af svona fagurgala, viðurkenndu það bara Anna, þú ætlar að henda mér út fyrst svo þú fáir mjúka lendingu!
Legg til að þú brjótir bara gluggann næst eins og þú gerðir í Skaftahlíð um árið.
Já, mér varð einmitt hugsað til þess atviks. Gluggar og ég eigum ekki samleið.
Ég er sammála Ollu litlu skólausu, maður sér litla hreyfiþroskaða múrmeldýrið, með lömunarveikina, ótrúlega vel fyrir sér þegar maður les þessar lýsingar...
Þetta er það fallegasta sem hefur nokkurntímann verið sagt um mig.
vá!!!!!!!!!!!!!!! ég er búinn að sitja hérna tímunum saman og hlæja afþér bwahahaha þú ert snillingur
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin