Skýjaglópur

1. maí 2006

Ég er að horfa út um gluggann hjá mér á stærsta rorschach-próf veraldar: hálfskýjaðan himininn. Og ég sver að einmitt núna gnæfir yfir Reykjavík sá stærsti kvenmannsbarmur (eða fremur óheppilegur karlmannsbarmur) sem ég hef á ævinni séð. Það eina sem skemmir þessa fallegu mynd er kameldýrið sem stendur við hliðina og horfir á barminn löngunaraugum.

Ætli þetta séu ónæmisviðbrögð við þessu "testosteroni" sem ég hef heyrt svo mikið um?


Tjáskipti

DonPedro

Var einmitt að horfa á þessi brjóst út um gluggan minn. Annars er þetta Drómedari sem er þarna við hliðina.

Hugi

Alveg rétt, drómedari, ég man aldrei hvort er hvað. Sérstaklega ekki í þetta skiptið, þar sem athyglin var annarsstaðar.

DonPedro

Veðurklám er kúl.

Skutlan

ég var að enda við að horfa út um gluggan hjá mér *hmmmmmm* "ég sé nú ekki þessi brjóst þarna í himninum" *eitt spurningarmerki * enda bý ég ekki í Reykjavíkinni :D

Sveinbjörn

Testosterone? Nah. Blame God. He's the one creating all the dirty pictures...

Gestur

Ég held ég þurfi að flytja í annað póstnúmer, það er greinilega miklu meiri aksjón þarna í 107. Í 105 voru bara afvelta Pókemonar. Ég veit, lame...

Kalli

Ég er að hugsa um að búa til EITTHVAÐ skáldverk, hvort sem er sögu eða kvikmynd, sem heitir Moobs Over Reykjavík. Ég er ekki kominn með söguþráð en titillinn er of góður til að nota hann ekki. Gestur: Pikachu, I choose YOU! Bwahahahahahahaha!

Skutlan

ég er greinilega of langt frá 107........demmmm mar......"það er svo gott að búa í Kópavogi" en ekki hvað :D kalli ertu ekki annars á leiðinni með diskanna ?

Gestur

:D

Gestur

Svo þori ég ekki að segja meira í bili, annars kemur Hugi og étur mig.

Skutlan

hehe ég leita prenta þá bara út myndina af honum og máta við alla sem ég mæti í 107 og leita af með heilum Huga múhahahahaha

Kiðhildur

Þú ert að fara mannavillt Hugi. Ég var ekki að fljúga um himininn áðan.

Kalli

Ótrúlegt en satt eru allir diskar á mínu heimili hreinir núna. Ef ég ætla að prófa uppþvottavél verða þeir að verða skítugir. Mjög skítugir svo það þurfi að refsa þeim.

Skutlan

Kalli : jaaa mar spyr sig ;)

Hugi

Já skýja-aksjónið er tvímælalaust í 107. Ég gekk út á Gróttu áðan og held að ég geti fullyrt að ég hafi ekki skemmt mér svona vel frá því ég uppgötvaði Internetið. Gestur, Pókemon? PÓKEMON? Það er rétt, ég gæti þurft að koma þarna uppeftir og éta þig :-). Og Kalli, þegar maður er farinn að spá í að refsa leirtauinu, þá er verulega orðin þörf á því að hugsa sinn gang í fullri alvöru.

Kalli

Ég hefði átt að hlusta á það sem mamma mín sagði...

Hugi

"Kalli minn: Svo freistandi sem það er, aldrei refsa leirtauinu. Það endar bara með skurðsárum og furðulegu bragði af matnum." Rétt?

Kalli

Ég veit það ekki. Ég var ekki að hlusta! (Og ég veit, þetta er stolið en þetta er samt svo skemmtilegt :)

Stefán Arason

Athugasemdin mín var orðin svo löng að ég setti hana á http://www.stebbistud.blogspot.com/ . Dags. á netlinu er 02/05/06. Drómedari er dýrið á Kamel pökkunum...merkilegt nokk.

Stefán Arason

og fjandans kerfið vill ekki taka við hlekkja kóðanum sem ég kann...hvað geri ég vitlaust? Eða er kerfið ekki hannað fyrir svona lagað? Hmmm Hugi minn?

Gestur

Kodd' ef ðú þorir. PS. Ég veit, ég veit. Hugverkatilvísanir mínar eru yfirleitt í barnaefni í seinni tíð. Og svo úr Tinnabókunum, auðvitað.

Gestur

En eftir á að hyggja, var þetta sennilega Digimon.

Kalli

Mér finnst Ling Ling betri en Pokemon.

Kiðhildur

ojbarasta... eruði ennþá að tala um pókimon. Hvað eruði eiginlega gömul krúttin mín? Tölum um eitthvað gáfulegra. T.d. He-man.

Elías

Hugi og DonPedro: Er þetta einhver langsótt tilvísun í Hamlet?

Elías

Svona til frekari útskýringar: Hamlet, 3. þáttur, II atriði: Enter POLONIUS Hamlet: God bless you, sir! Polonius: My lord, the queen would speak with you, and presently. Hamlet: Do you see yonder cloud that's almost in shape of a camel? Polonius: By the mass, and 'tis like a camel, indeed. Hamlet: Methinks it is like a weasel. Polonius: It is backed like a weasel. Hamlet: Or like a whale? Polonius: Very like a whale. Hamlet: Then I will come to my mother by and by. They fool me to the top of my bent. I will come by and by. Polonius: I will say so. Hamlet: By and by is easily said. Exit POLONIUS

Simmi

I'd walk a mile for a Camel....

Gestur

Að sjálfsögðu. Hér skrifar bara gáfufólk. Shakespeare var reyndar líka klúr, svo ég held að kamelhnúðarnir séu brjóst í dulargervi.

Elín

Ég elska He-Man :)

DonPedro

Ég er ekki svona vel að mér í leiðinlegum sokkabuxnaleikritum, þannig að tengingin er fyrir tilviljun.

Elías

Ég sé brjóst alls staðar, ég held að sú tenging sé ekki tilviljun.

Kalli

Ling Ling er ekki beint Pokemon. Það er tenging en eins og ég sagði er Ling Ling miklu betri.

baun

samskiptin hér eru bútasaumur af súrrealisma

Skutlan

ómægod..........er nú He man kynslóðin líka komin hérna inn, þa er enginn friður fyrir þessum árgöngum :D ég held að það sé enþá til 3 kassar af þessu dóti í geymslunni hjá litla bróðir mínum, kannski ég ætti að fara bara og gramsa þar og bjóða það upp :D

Lindablinda

Sýnist fólk vera farið að kommenta bara til að kommenta. Nú segi ég stopp! Er þetta erkki annars mitt blogg?? Man ekki betur.

Kalli

Mmmm... súrrealismi... mmmm... bútasaumur. Skutlan: er ekki bara ebay málið? Þú verður rík ala The Forty Year Old Virgin!

Hugi

Ég er búinn að vera að fylgjast með tjáskiptunum í dag og verð alltaf hissari og hissari. Núna er hægt að þvo föt á enninu á mér.

Guðjón Helgi

iss hér í 740 paradís eru bara enginn svona ský bara samfelldur grárhiminn búhú

Hugi

Hehe :-). En Guðjón, svona er bannað að segja. Það er alltaf sól og rjómablíða fyrir austan!

Guðjón Helgi

amm þar sem lognið hlær svo dátt ;) en það verður að vera leiðinlegt veður hér svona 2 daga á ári bara svo maður hafi nú eitthvað sameiginlegt með höfuðborgarbúum þú veist finni til með þessum sálartetrum mohhh

Skutlan

KALLI : Kalli 15:26 þriðjudagur 2. maí 2006 Mmmm... súrrealismi... mmmm... bútasaumur. Skutlan: er ekki bara ebay málið? Þú verður rík ala The Forty Year Old Virgin! ég verð nú að segja það að þetta er móðgun á háustigi, ég get nú alveg átt bróðir sem er af Heman kynslóðinni þó svo að ég sé 2 árum eldri, ef hann er fæddur ´80 þá er ég fædd 78 (rétt?) nú þá er ég nú ekki nema 28 ára og þá er ég sko langt frá því að vera fokking ala The Forty Year Old Virgin! EKKI SATT ? fyrir utan það þá myndi ég ekki kalla konu undir 30 virgin á 2 krakka............................þú ert nú bara dónalegur Kalli áður en þú aflar þér upplýsinga...........uppþvottavélatilboðið er sko OFF !

Barbie

Hmmm..... eitthvað hefur Skutlan ruglast í ríminu. Þeir sem eru fæddir '74 verða 32 á þessu ári..... ekki 28. Bara einföld stærðfræði.

Kalli

Uhm... *SPOILER ALERT* (Ef lesendur hafa ekki séð kvikmyndina The Forty Year Old Virgin gætu þeir viljað sleppa að lesa eftirfarandi pistli) Skutlan ætti kannski að horfa á bíómyndina ágætu sem um ræðir áður en hún fer í hart með uppþvottavélar? Þetta snýst ekki um að hin mjög svo geðþekka söguhetja hafi verið fertug, né hún hafi aldri verið við kvenmann kennd, heldur að hún átti safn af leikfangaköllum sem hún seldi á ebay til að afla fjár. (Takið eftir að hún á hér við hann enda söguhetjan karlkyns en kvenmenn eru hins vegar kvenkyns. Mikið er íslenskan skondin og skemmtileg) Veit samt ekki hvort sveinninn fertugi átti He-Man kalla en augljóslega var samlíkingin ekki ætluð til lítillækkunar og biðst ég velvirðingar ef henni var tekið sem slíkri.

Mjása

Hef aldrei komið austar en að Skógarfossi. Verð ég nú gerð útlæg af þessari síðu?

DonPedro

Fossinn heitir SKÓGAfoss.

Hugi

Skutla, láttu hann heyra það, fjandans karlmenn sem allt þykjast vita. Barbie, þú ruglar okkur alveg í ríminu - Skutlan er fædd '78 og er því einmitt orðin gjafvaxta um þessar mundir. Mjása, þú hefur 36 tíma frest til að hoppa upp í flugvél og stíga tánni niður á flugvöll á Höfn í Hornafirði eða austar. Að öðrum kosti þarftu að taka bóklegt próf í austur-íslenskri menningarsögu. En þú ferð nú líklega létt með það.

Skutlan

sorry Kalli minn ég misskildi þig svona illilega enda ekki nema von þar sem ég er búin að liggja heima með 40 stiga hita og ekki alveg með sjálfri mér, ég lofa að lesa og spyrja betur út í hlutina ef ég misskil þá svona illilega :/ *hósssssttt* (held fyrir munninn meðan ég hósta sko) en já alveg spurning með þetta ebay.........þarf að skoða fyrst hvað er til í kössunum af þessu heman drasli hehe

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin