Ástfanginn

3. júní 2008

Tvennt: Í fyrsta lagi þá er ég búinn að finna mér framtíðareiginkonu - hún er 29 ára og heitir Hiromi Uehara. Í annan stað, þá ætla ég að henda píanóinu mínu.

Áhugasamir um heit ástaratlot manna og hljóðfæra geta spólað að sólóinu sem hefst um 4:30.


Tjáskipti

Bjarni Þór

Kræst, maður sér ekki á henni hendurnar

Stefán Arason

Eitt: MONGÓLARÚNK!

lindablinda

Flott refsing á græjunni - og mér sýnist fljóðið ekki hafi gengið súrt frá viðkynningunni. Ég væri samt pínu hrædd um að hárið á henni myndi éta mig.....

Fjalar

Þvílíkt rúnk....allir að ríða öllum sveittir og subbulegir...svo strappar daman á sig dildó og tekur allt og alla í öll hugsanleg göt....ussss....I like, gaman að þessu.

skuggadísin

snuff...þar fór það...

Elías

Ertu búinn að skrifa henni?

baun

hún er rosalega flott (og heppin að fá rauðhært hnoss eins og þig)

Hugi

Bjarni og Stebbi: Nákvæmlega. Aha. Mmmmhmmm... :-) Linda, varðandi hárið, þá held ég að hljómborðið hennar leiði út. Vantar betri jarðtengingu. Fjalar, þú ert pervert! (ég hugsaði að vísu um það bil það sama... Ekki annað hægt þegar svona tónlist er annarsvegar - og eins og gítarleikarinn lítur út.) Skuggadís, já, þar fór það (ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um vonir þínar um að verða besti kvenkyns japanski fönk/djass-píanisti veraldar) Elías, ég var að pæla í að birtast bara á tröppunum hjá henni með giftingarhring. Vænlegt til árangurs. Já baun, hún er yndi... "Rauðhært hnoss".. Ég roðna bara. Ætla samt að setja það sem starfsheiti í símaskrána.

baun

þú ert þá í réttum sjatteríngum;) (og það er betra að vera rauðhært hnoss en rauðhært hross. held ég)

Hugi

Tvímælalaust. Rauðhærð hross eru enn brennd á báli fyrir galdra.

Ljenzherrann

Eg hefi lengi verið þeirrar skoðunar að það þegar menn hittast til að spila Jazz og skiptast í hinu mezta bróðerni á að taka sóló sjeu einhvur hin allra kurteisustu samskipti sem mannskepnunni er unnt að eiga.

Siggi Óla

Hólí krapp! Þetta er klikkuð gella. Mmmmmmagnað.

Stefán Arason

Ég gubba þegar hún spilar eitthvað "fyndið" og horfir svo með sólheimaglottinu út í salinn, "sjáið hvað ég er sniðug!" Hún hefði bara átt að halda sig við Rachmaninov.

Grímur

Það er ágætis Piano Jazz þáttur með henni á NPR síðunni: http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=18821935 Þarna má meðal annars heyra hana refsa Hanon... (partur 2, ~4:30)

Hugi

Siggi, bölvaður fjandi - farðu á http://www.ronniescotts.co.uk/ og sjáðu auglýsinguna lengst til vinstri á síðunni. Hver leyfði henni að spila þar á þessum tíma, 2 mánuðum of snemma! Grrrrrr.... Æææææ, hjartans litli Stebbinn minn - sounds like someone's got a case of the möööndays... ;-) Grímur, þessir þættir eru algjör snilld, takk fyrir ábendinguna! (ég var annars að nota Hanon í svipuðum tilgangi í vetur - hver hefði trúað því að það gæti verið gaman að æfa hann. Ekki ég).

Kolla

Ég samgleðst Huga af heilu hjarta og hlakka til brúðkaupsins, en mér finnst nú gagnrýni Stefáns Arasonar koma úr hörðustu átt! Á maðurinn ekki óperusöngkonu fyrir konu, og það sópran!! Talandi um tortímingu!!

Sveinbjörn

Mátti reyna ;)

Stefán Arason

Þetta er rúnk af verstu gerð! Mér er óglatt að vita að svo margir pissa í buxurnar yfir einhverrr cirkus Geira smart píanófrík. Hvar er frumleikinn? Þetta er cirkus! Ekkert annað! (og það hefur ekkert með það að gera hvað unnusta mín gerir Kolla). En ef þú nú giftist henni, elsku besti Hugi minn, þá skal ég lofa þér, að ég mun alls ekki kasta á hana einu einasta styggðarorði ;-)

Hugi

Þakka allar hamingjuóskirnar, ég treysti á að við eigum langt, farsælt og ástríkt hjónaband. Hef að vísu smá áhyggjur af barnaskaranum sem við munum eignast - tugir skáeygðra, rauðhærðra djasspíanista, dorrottinn minn. Kolla, les þig eins og doddabók. En ef þú hefðir heyrt hvernig ungfrú Stína hans Stefáns syngur... Það er bara hreint ekki svo slæmt :-). Ég elska þig líka Stebbi minn ;-) (sveinbjörn, haha - SKAMM!)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin