Magnað hvað allur niðurskurður verður hrikalega miklu skemmtilegri ef maður blastar Stevie Wonder á meðan á honum stendur. Stjórnvöld ættu tvímælalaust að gera út sérstakar fönksveitir til að ryðjast inn í stofnanir og fyrirtæki og fönka þjóðina í druslur. Ég skal með mikilli ánægju taka að mér að gerast sérstakur fönkfulltrúi í diskónefnd Fönkmálaráðs Íslands.
Getum nýtt eitthvað af mannaflinu í gagnslausu ríkisstofnununum í þetta - kennum t.d. sérsveitinni á bongótrommur. Ódýrari útbúnaður en þeir eru með í dag og mér finnst "Bongótrommusveit ríkislögreglustjóra" alveg heillandi hugmynd.
Úff, hvað ég fæ áberandi bestu hugmyndirnar á morgnana.
Count me in!! vantar ekki gógó píur í fönksveitina?
Snilld!
Elma, ekki spurning! Það er ekkert til sem ekki er betra með gógópíum! Atli, vilt þú líka vera gógópía?
Legg líka til að embætti forsætisráðherra verði endurnefnt "Funkmaster 2000". Það er alþjóðlegt, gerir kvöldfréttirnar skemmtilegri, og leysir vandamálið með alla þessa kvenkyns "herra" sem ætti að gleðja feministana.
Ég er alltaf til í að vera gógópía .. kem í búningnum á morgun.
Er þetta það sem þú kallar gógópíubúning? Stuttermabolur og gallabuxur? Og ekki einu sinni með páfuglsstél á hausnum? Fuss.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin