Breskir bílar

1. ágúst 2008

Ég var að fá símtal frá bifvélavirkjanum mínum. Það hófst á orðunum "Sæll. Siturðu?".

Hugsa að ég smelli mér bara á sjöréttaða máltíð á Grillinu í hádeginu - mig munar víst ekki um nokkra tíuþúsundkalla í viðbót í dag.


Tjáskipti

Anna Soffía

:) Ekkert pælt í að skipta um bíl.....???????????? Hvað skyldi kosta að keyra Norður á þessum hák? hahaha, alveg spurning hvort ekki sé ódýrara að fá sér leiguflug bara....

Hugi

Skipta um bíl!? Anna þó!!! Mjög ónærgætið - eins og að spyrja foreldri hvort það "ætli ekki bara að skipta um barn" ef það gamla veikist.

Kolla

Þú ferð nú að verða vanur að fá svona símtöl sem hefjast á orðunum "Sæll. Siturðu?" En mér til hróss, þá nefndi ég nú enga krónutölu ;o)

Hugi

Rugludallur :-D

Ósk

Æ, skinnið. Vona að honum sé ekki illt.

baun

agalegt. en...ég sendi þér bara geggjaðar stuðkveðjur og vona að þú sért dansandi.

Hugi

Takk Ósk. Honum líður vel eftir atvikum. Sótti hann áðan. Og baun, ég er alltaf dansandi. Ójá, íha! Gleðilega helgi!

Logi Helgu

Næst þegar þú færð símtal sem byrjar "Sæll, siturðu?" skaltu tilkynna að þú sért lamaður, kominn í hjólastól og munir aldrei aftur standa ;)

Sveinbjörn

"I warned ye, but did ye listen, eh? Nononono, it's jus' an 'armless little jeep, innit?"

Hugi

Logi, ég elska þig :-). Sveinbjörn, heimspekingar eins og þú munu aldrei skilja ást eins og þá sem er milli mín og Blakks.

Sveinbjörn

Það er rétt. Eina ástin sem ég þekki er platónsk [pun intended].

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin