Slæmhugmynd: Að geyma sneisafullt vatnsglas á nátthillunni fyrir ofan rúmið sitt.
Afburðaslæmhugmynd: Að stilla því upp við hliðina á 220 volta útvarpsvekjaranum.
En svo maður líti á björtu hliðarnar, þá kann ég núna alveg frábæra aðferð til að rífa mig frammúr á mánudagsmorgnum. Það jafnast ekkert á við hressandi ískalda vatnsgusu og gott raflost til að koma sér í gang í morgunsárið.
snillingur ertu!
Þakka þér sömuleiðis :-). Ég held reyndar að maður gæti stórgrætt á að fá patent á þessu. Svona "Vaknaðu hress!"-vekjaraklukka fyrir B-fólk. Bara fyllir hana af vatni og tengir þig með startköplum áður en þú ferð að sofa á kvöldin.
Gleðilegt ár gamli! Getur maður skráð sig einhversstaðar til að fá tilkynningu þegar "Vaknaðu Hress" kemur út?
Ekki málið Bjarni, ég skal láta þig vita. Þú gætir líka haft áhuga á "Vaknaðu jafnvel hressari!"-viðbótinni sem stingur flökunarhníf í lærið á þér í hvert skipti sem þú snúsar.
Hahaha .. einmitt ástæða þess að mín vekjaraklukka keyrir á 3 voltum :)
Þremur voltum?? Iss, maður vaknar ekki af því.
Nei það er rétt, ég ætti kanski að fara að skipta svo ég sé líka í stuði á daginn.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin