Inntaka

23. maí 2006

Ég er á leiðinni í inntökupróf til náms í djasspíanóleik við Tónlistarskóla FÍH á eftir og þar sem ég hef ekki gefið mér tíma til að æfa fyrir þennan viðburð, þá þarf ég kraftaverk. Þetta er s.s. viðvörun, frá kl. 12:30 til 15:00 í dag verð ég trúaður, jafnvel frelsaður.

Ef einhver lesandi á galdradúkku, þá yrði ég þakklátur ef viðkomandi potaði í hana á réttum stöðum fyrir mína hönd í dag.


Tjáskipti

anna

Done! :-)

Elías

Þu munt fljúga inn. Ertu ekki frekar overqualified en hitt?

Elín Björk

Gangi þér alveg æðislega vel!! Við Snorri höfum fingur og tær í kross :-)

Gommit

Isss.... Dúndraðu bara smá Jacques og málið er dautt

baun

Toj toj!

Daníel

Ætlarðu ekki samt að þekkja okkur áfram eftir að þú verður frægur?

Hugi

Ahh, takk öll, ég held að góðu straumarnir frá ykkur hafi reddað mér lifandi í gegnum prófið. Afar lítið afslappandi að leika fyrir bestu djasspíanista landsins meðan þeir halda um hökuna á sér og meta hvern hljóm og hreyfingu. Ég játa ekki að hafa verið stressaður en það var áberandi jarðarberjailmur í stofunni. Var samt fremur reiður við sjálfan mig þegar ég fór út, ég get gert svo miklu betur en ég gerði.

Harpa

Þetta var allt of lítill fyrirvari svona fyrir ríkisstarfsmann sem þarf að vinna í vinnunni sinni. Ég held samt að ég hafi hjálpað helling til því ég hugsaði um það í allan dag að mig langaði á bloggrúntinn. Þú hefur auðvitað rúllað þessu upp, ekki spurning.

Hugi

Harpa, þú hjálpaðir mikið - ég fann sérstaklega fyrir bloggrúntsstraumnum þínum :-).

Gestur

Ég kleip í rassinn á galdradúkkunni og braut á henni fingurna, kannski hef ég misskilið eitthvað.

Harpa

Alveg vissi ég að þetta hefði ekki verið til einskis ;-) Vænti þess að fá kennslu í klassískum fræðum að launum.

Hugi

Gestur, það hlaut að vera. Fékk skyndilegan doða í aðra rasskinnina í miðju sólói. Held þó að þegar upp var staðið hafi það bara hjálpað, það kom svona nettur kynþokki inn einmitt þar sem ég þurfti á honum að halda. Fingurnir virðast þó hafa sloppið, líklega ekki hægt að skemma þá meira en orðið er. Harpa, jújú, ég er kominn með nýjustu útgáfu bókarinnar "Hvurnig spela má og njóta músiggur meistaranna, klassískt kver fyrir piltbörn og stúlkur" frá 1903 í hendur.

Orri

Ég sótti einu sinni námsskeið í flutningi djazzmúsíkur og fékk eftirfarandi ráð frá Sigurði nokkrum Flosasyni: " Ef þú gerir mistök, gerður þau þá bara aftur ". Það er jazz. Ég vona því að þú hafi gert öll mistök a.m.k. tvisvar í inntökuprófinu.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin