Idi Amin

3. mars 2007

Einhverja nóttina í vikunni vaknaði ég kófsveittur og titrandi eftir æstar draumfarir. Ég vissi að það var nokkuð vonlaust að ég næði að sofna strax aftur (erfitt eftir að hafa verið myrtur á hrottalegan hátt af andsetinni samstarfsstelpu) svo ég ákvað lesa mér aðeins til um Idi Amin. Eins og fólk gerir þegar það á erfitt með að sofna.

(Amma las alltaf til að svæfa mig - en hún átti ekki mikið af bókum og las alltaf fyrir mig úr ævisögu Idi Amin. Við kölluðum hann "Idi lokbrá". Alveg satt.)

En já, eins og venjulega þegar ég ætla að finna lesefni þreifaði ég eftir tölvunni (sem liggur oftast við hliðina á mér í rúminu), gúglaði "Idi Amin Wikipedia" og smellti á fyrsta hlekkinn sem kom upp. Og svo las ég. Greinin var alveg agalegt torf og ég var greinilega orðinn mjög þreyttur því ég skildi ekkert í textanum. Þetta var hrikalega illa skrifað. Bara tóm þvæla. Eftir þriðju yfirferðina á fyrstu málsgreininni var ég farinn að örvænta - fékk ég kannski heilablóðfall um nóttina og kunni ekki lengur að lesa?

Skyndilega kviknaði lítið svefndrukkið ljós í heilanum á mér.

Af þessu lærði ég þrennt:

  1. Ég kann ekki indónesísku.
  2. Þegar maður er þreyttur, þá á maður að fara að sofa.
  3. Það borgar sig að skoða heiti hlekkja áður en maður smellir á þá á Google.

Greinin: http://id.wikipedia.org/wiki/Idi_Amin


Tjáskipti

Sveinbjörn

Kanntu ekki indónesísku? Hvað fóru grunnskólaárin þín eiginlega í? Að sniffa lím?

inga hanna

1 - hef ekki þurft að nota indónesísku, en efast um að hún búi innra með mér. 2 - prófaði þetta í gærkvöldi og fékk mér 13 tíma blund. 3 - komst í forvitniskasti einu sinni að því að inga.com er ekki góður hlekkur.

Hugi

Minnstu ekki á það Sveinbjörn - ég veit að ég slæptist í grunnskóla. Sparka auðvitað í mig núna fyrir að taka ekki Indónesískuna, en taka í staðinn í forn-gríska kvennasögu og japanska 14.-17. aldar listasögu. Og Sanskrít sem áttunda tungumál. Þetta var bara ekki betra skóli sem ég var í. Afleitt. Hvaða hvaða Inga Hanna, inga.com er þessi líka fíni hlekkur :-).

hryssa

með góðu ímyndunarafli er vel hægt að lesa þessa síðu. mér þótti hún mjög áhugaverð lesning.

Hugi

Þú segir nokkuð, ég sé það núna þegar ég reyni aftur. Ég vissi til dæmis ekki að Idi Amin hefði ketika beranjak remaja sekitar tahun 1943-1949, Idi Amin masuk KAR sebagai asisten koki, setelah sebelumnya menjadi penjaja kue. Hugsið ykkur bara, á árunum 1943-1949 gekk Idi Amin í gegnum afar erfitt tímabil í lífi sínu eftir að hafa verið hafnað inngöngu í listdansskólann í Kaupmannahöfn og fór í kjölfarið að umgangast lesbískan karlkyns dverg sem hét KAR.

Sveinbjörn

Fyndið, hérna er það sem google images gefur upp undir Lesbian Dwarf: http://images.google.co.uk/images?hl=en&q=lesbian%20dwarf&btnG=Google+Search&ie=UTF-8&oe=UTF-8&um=1&sa=N&tab=wi

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin