Hvaðan kemur orðið "þyrma"? Það bara hlýtur að vera komið af orðinu "þarmur". Þannig er það tiltölulega mikil ókurteisi að þyrma yfir einhvern. Og hver hefur ekki lent í því að fara á klósettið og misþyrma. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það hvers konar persóna maður þarf að vera til að vera yfirþyrmandi.
þyrma yfir einhvern? meinarðu ekki þyrma einhverjum? það þyrmir algerlega yfir mig. (fnykurinn er yfirþyrmandi...)
Ahaha, ég hugsaði ekki einu sinni út í það. Maður þarf nú líklega að vera fremur stórbeinóttur til að taka einhvern og þyrma honum.
Er það ekki Þermi? Samanber þermistig? Yfirþyrmandi persóna er einmitt með mjög hátt þermistig.
óþyrmilegar geta hægðir vissulega verið
Bendi á að enginn hefur hátt eða lágt þermistig. Menn festast hins vegar iðullega á þermisstigi sálkynþroska með skelfilegum afleiðingum. Verða kannski yfirþyrmandi og raða geisladiskunum sínum í stafrófsröð og svoleis... Sjálfur er ég á völsastigi. Er amk frekar upptekinn af sprellanum á mér og hef verið það lengi....
Ég er að læra ýmislegt á þessu spjalli sem ég vissi ekki áður...
sumir myndu jafnvel segja um sum komment: "too much information" en ekki ég
Ég hélt að þetta blasti við? Hef aldrei hitt þann karlmann sem komist hefur framyfir völsastig svo vel sé. Enda væri það í sjálfu sér sorglegt fyrir viðkomandi...
Ég tel að þú sért á vissu þermistigi (anal retentive) Orri, algjörlega óafvitandi, fyrst þú finnur þig knúinn til að leiðrétta saklaust grín með staðreyndum. En góða skemmtun á völsastiginu! Njóttu á meðan þú hefur enn getu segi ég bara. Ekkert er heldur meira sjarmerandi en fullvaxinn karlmaður sem er eilíflega að fikta í sprellanum á sér.
Ég get fullyrt að þermistig Orra er gríðarlega lágt og hann gæti auðveldlega þyrmt hverjum eða hverju sem er. Veiti hér með Orra stimplað og undirritað þermivottorð í þríriti.
En Orri var einmitt að benda á að það er ekkert til sem heitir hátt eða lágt þermistig, Hugi. Þannig að þetta vottorð er einskisnýtur pappír.
Ok... en ef maður raðar geisladiskunum sínum í stafrófsröð OG er upptekinn af sprellanum sínum?
Það er a.m.k. strax betra en að raða geisladiskum á sprellann á sér. Og vottorð gefin út af mér eru aldrei einskisnýtur pappír. Ég er með vottorð upp á það.
Það er heldur ekkert til sem heitir einskis nýtur pappír. Að kalla einhvern pappír slíkt ber bara vott um skort á ímyndunarafli.
Auðvitað er það rétt Kali. Kjáni er ég. Mun nú í framtíðinni taka alla pappíra sem mér hefur fundist einskis nýtir hingað til með mér í heimsóknir í páfagarð. Þar munu þeir eflaust verða að miklu gagni.
Hárrétt! En svo má ekki gleyma því að pappír er eldfimur og hentar vel til að búa til þrívíð líkön. Mér finnst pappír pínulítið... kynæsandi.
Lost me there buddie. Leður og silki er mitt stöff.
Pappír er algerlega málið, Linda, þú verður bara að prófa. Origami brjóstahöld og sokkabuxur í hríspappír...Mmmmmh
"origami brjóstahöld" - mögnuð hugmynd:) verð að fá mér svoleiðis
Tvö orð: paper cuts.
Heitir það ekki kokigami? Eða er það bara þegar um pappírsskraut á getnaðarlim er að ræða? Einn áhugasamur...um falleg orð!
Bendi á að vottorð frá manni sem hefur verið nefndur "viðurkenningaþrjóturinn" er sennilega ekki mikils virði :-) Annars finns mér þetta með yfirþyrminguna meika fullkomlega sens. Það má svo sem líkja þunglyndiskasti við það að sogast upp í eigin rassgat og sjá þar af leiðandi ekki til sólar. Uhhh.. eða að sogast upp í einhvers annars rassgat. What an asshole!
Þyrma, þorma, þurmum, þormið Ég hef misþormið þarmi mínum með japönsku pappírsskrauti úr endurunnum kaffipokapappír.
Ég skrapp í Pennann í gær og keypti fjóra pakka af ljósritunarpappír og bókina "Kokigami for dummies". Þetta verður skemmtileg helgi.
Viltu viðurkenningu, vinur? Komdu upp í bílinn. Ég á meira af viðurkenningum heima.
Rétt hjá þér frú Blinda....það er styttra í anal retentive tendens hjá manni en maður vill viðurkenna. Batnandi mönnum er best að lifa og setja pappírsskraut á sprellan sinn....
Ég er með rosalega stóran barm. Ég hlýt þá að vera alveg yfirbyrmandi.
Þú ert þó varla með svo stóran barm að þú getir byrmt yfir þig? (sko, þetta er gaman - nú geturm við notað alla sömu brandarana aftur, skiptum bara út þ fyrir b)
viltu veðja? :P
Mínum veðmálaferli er algjörlega lokið eftir að ég spilaði rassinn úr buxunum hér um árið. Í alvörunni. Ég er ekki með rass.
Þá óneitanlega poppar sú spurning upp.... hver er þá réttmætur handhafi rass þíns? Notar viðkomandi báða í einu?
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin