Heim

31. júlí 2006

Ég brá mér til Neskaupstaðar um helgina og heimsótti fjölskylduna.

Já, ég á fjölskyldu. Þar með er endanlega hrakin kenning vinar míns um að ég sé í raun óguðlegt afkvæmi skyndikynna milli rauðhærðs Land Rover jeppa og Jackie Kennedy. Hann vill meina að ást mín á Land Rover sé í raun dulin leit að föðurímynd. En svo er ekki. Pabbi heitir Þórður og hann er ekki jeppi. Held ég.

En já, þetta var frábær helgi. Að heimsækja pabba og mömmu er eins og að fara á hæli, maður gerir ekkert annað en að borða góðan mat, melta góðan mat, spila á píanóið, ganga á fjöll, borða meira af góðum mat og melta meira af góðum mat. Og velta því svo fyrir sér hvaða góða mat á að borða næst, borða hann og melta hann, spila meira á píanóið og ganga svo á fleiri fjöll.

Semsagt. Fín helgi. Meðfylgjandi eru myndir af undirrituðum og systur í náttúrulegu umhverfi sínu (uppi á Nípukolli).


Tjáskipti

Mjása

Fæ ég að vera fyrst? Mín fyrsta hugsun er að þú átt sæta systur. Hugsunum lokið í bili. Over and out.

Kibba

hahaha þú platar engan Hugi! Svarthvítar myndir eru engin vörn gegn rauðu hári!

Hugi

Takk Mjása, já, ég á sæta systur. Hvernig væri annað mögulegt, svona sykursætur eins og ég er sjálfur :). Kibba - you're on to me :-). Ég þurfti að hafa myndirnar svarthvítar svo hárið á mér rændi ekki allri athygli frá fjallahringnum.

Knúturinn

Hugster! Frábærar myndir, svo gönguleg eitthvað bæði tvö. Shame að hafa ekki hitt á þig.

baun

til hamingju, garpur:)

Guest

Já, til lukku. Long time, no read. Og ég bíð spennt eftir pakkanum sem þú færð frá útlöndum eftir þessa viðskiptaferð.

Hugi

Jú Knútur, skömm. En við hittumst næst, er það ekki Herðubreið í ágúst úr því við náðum því ekki núna? Takk baun og Gestur :-). En Gestur, "pakkanum"? Ertu að meina að ég eigi eftir að sitja uppi með konu og börn eftir ferðina? Ég ætlaði nú ekki að stunda mikið svoleiðis...

Hugi

Já, og fyrir þá sem hafa áhuga, þá er fjallið sem þessar myndir eru frá lengst til vinstri á þessari mynd: http://hugi.karlmenn.is/id/1000013&pictureID=1000012

Guest

Já, nei, nei, engar heimsendaspár hér. Mig minnir að þú hafir fengið einhverjar flíkur í torkennilegu ástandi sendar með pósti nokkrum mánuðum eftir heimkomu úr síðasta bráðabana í sólinni. Og hló ógurlega. En kannski var það bara óskhyggja eða ímyndun.

Hugi

Alveg rétt :-). Já, ég vona að ég fái enga kæsta pakka núna, það er dýrt að endurnýja sparifataskápinn í hvert skipti sem maður fer út.

Borgarbarnið Sveinbjörn

Oj, það eru ekki einu sinni götur og lljósastaurar þarna úti á landi ef af myndunum skal dæma. Enn frumstætt!

Carlo

Þú ert karlmennskan uppmáluð þarna á neðri myndinni.

Hugi

Já, Sveinbjörn, ég er nú raunar staddur í úthverfi bæjarins þarna, ekki mikið að sjá þar. En þú ættir að sjá miðbæinn, í kringum bæjarbrunninn, iðandi mannlíf og fjör þar. Það var verið að vígja nýjan ljósastaur í síðustu viku, mikil hátíðahöld. Carlo, hvað ætti ég að vera annað en karlmennskan uppmáluð. Hnuss :-).

Elín

Vúúúú... flottur! Tókstu ekki örugglega eina nakta mynd svo ég geti bætt þér í bókina mína? :)

Carlo

Er það bókin með nöktum rauðhærðum karlmönnum, Elín?

Hugi

Elín, auðvitað tók ég nektarmyndir í miðju Möllersæfingaprógrammi þarna uppi. Ekkert eins hressandi og að standa allsber á fjallstoppi í austfirskum fjallahring. Veit þó ekki hvort ég þori að senda þér þær, enda ég þá ekki sem skemmtiefni í dönskum náttfatapartýum?

Lindablinda

Ég er svo fegin að þú fórst á Butch en ekki Bush námskeið Hugi. :-)

Carlo

Ég er næstum til í að verða skemmtiefni í dönskum náttfatapartíum. En bara ef ég fæ myndir af skemmtuninni ;)

Guest

Ég er næstum því til í að mæta í danskt náttfatapartí til þess að njóta þess. Spurning hvort náttfötin þurfa nokkuð að vera miljövenlig.

Stefán Arason

Á kolli Nípu er gott að vera.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin