Klukkan er orðin tvö og ég er ekki að fara að sofna fyrir brottför úr þessu, svo það er ekki um annað að ræða en að fikta í vefnum. Ég losaði mig við svarta bakgrunninn sem hefði getað gert Mary Poppins að krónískum þunglyndissjúklingi og "lagaði" myndina af mér, þannig að nú er hér loksins svona pure-evil, geislavirkur Hugi sem skýtur leisergeislum með augunum og borðar ungabörn með sultu í morgunmat. Mér líkar hann, hann meinar vel þótt hann sé svolítill klunni með geislana.
Mér líka geislar. Þeir eru af hinu góða! Sortuæxli og brunasár eru spennandi.
Ég skal passa landið fyrir þig, er hvort eð er veikur. Takk fyrir að taka svarta bakgrunninn.
fyrst þú ert farinn að tala um litarval, þá er nú þessi blágræni litur á bakvið textann og appelsínuguli liturinn hér í spjallkerfiu ekkert til að hrópa húrra fyrir... En - Efni fram yfir útlit!!! :)
Einhvernveginn kann ég vel við þessa liti. Þeir eru eitthvað svo yndislega pastel eitthvað....minnir mig á fyrsta makkan minn, þar sem maður gat valið lit á umgjörð í gluggunum.
Ég er nú einu sinni forritari þannig að ég verð að viðhalda ákveðnu ljótu-elementi í vefnum, annars missi ég allan trúverðugleika. Eða hefurðu nokkurntíman heyrt um góðan forritara sem kann líka að hanna? Nehei, ég hélt ekki. Farðu vel með þig Pedro minn!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin