Stappa

19. ágúst 2009

Pottþétt viðskiptahugmynd fyrir vöruþróunarsvið íslenskra matvælaframleiðenda: Ódýrt og næringarríkt kreppufóður í hagkvæmum 50 kílóa fjölskyldupokum.


Tjáskipti

Bergur

Líst vel á þetta. Ertu með innihaldslýsingu?

Hugi

Innihaldslýsingin verður lesin af Charlton Heston með dramatískum hætti í lok kreppunnar. Skemmtilegra þannig.

Hugi

Hugmyndavinnan heldur áfram og stöðugt fleiri ljúffengar afurðir líta dagsins ljós... <img src="http://karlmenn.is/d/kjot.jpg" />

Sveinbjörn

Mér finnst frábært að orðið kjöt sé innan gæsalappa.

Hugi

"Kjöt" er einmitt alveg fyrirtaks hráefni í "mat".

Sveinbjörn

Haha, ég er með comment threading en ekki þú. Nadínadínadí!

Hugi

Hehe :). Veistu, ég er ekki hrifinn af þræddum tjáskiptum fyrir svona einfalt spjall, finnst það óþarfa flækja. Þau valda því líka að í lengri þráðum þarf maður að leita að svörum í öllum þræðinum þar sem svörin eru ekki í tímaröð. En fyrir forvitna, þá er kóðinn að baki tjáskiptakerfi karlmenn.is hér: http://bit.ly/jKiU1

hildigunnur

því miður þessu var öllu stolið í gær og í fyrradag :(

Hugi

Hildigunnur, já, sorglegt :( - en þjófarnir fá makleg málagjöld. Ef maður borðar "Kjöt" oftar en tvisvar í viku fær maður fljótlega heiftarlegar ofskynjanir. Eftir mánuð missir maður sjónina, eftir tvo mánuði lamast nýrna- og lifrarstarfsemi gjörsamlega og eftir þrjá mánuði dettur húðin af (það gerir díoxínið). Eftir hálft ár hreinlega springurðu í loft upp.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin