Ég fór á Sólon á laugardaginn í partý aldarinnar - eða nei - þúsaldarinnar! Anna kann að halda partý, ekki oft sem maður getur farið í eitt hóf og dansað þar við Engil, Satan, Sigga Sæta, Morrissey, James Bond, Frelsisstyttuna og fleira fólk og listmuni.
Kvöldið var auðvitað magnað frá A-Ö en það sem stóð tvímælalaust upp úr var að Ken, næsti einráður alheimsins, skyldi óvænt mæta á svæðið í fylgd heillar herdeildar af lífvörðum og hringa sig fastan við hana Önnu. Og bíllinn sem hann mætti á, maður minn, svona tól er nóg til að snúa mér frá blautum dagdraumum um Land Roverinn.
Ég var annars sjálfum mér samkvæmur og fór rólega í að finna mér búning. Það var því alveg sérstök hamingja þegar ég rakst á Hörpu og Hugskot á rölti mínu um ótölulegan fjölda grímubúningaverslana bæjarins á laugardaginn, því í Rauða kross-búðinni fann ég þennan líka gullfallega kjól sem smellpassaði á mig og stúlkurnar voru ekki lengi að finna skó og hatt í stíl. Útkoman var... Skelfileg.
Ég var að vísu truflaður með símtali frá Gallup-stúlku í fatabúðinni, en bað hana að hringja aftur þar sem ég væri upptekinn við að máta kjól. Hún hringdi ekki aftur.
Það verður að segjast að meira að segja í kjól varst þú karlmannlegri en ég í gervi Morrissey.
jamm, þú varst nokk flottur. en að þú skyldir ekki taka eftir því að ég talaði við þig? Spurði hvar hinir smalarnir væru, eiginlega.
Eigum við ekki að leyfa öðrum að meta það, Mr. Carlo? :) Sönnunargagn 1: <img src="http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1001111" /> Sönnunargagn 2: <img src="http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1001110" />
Hildigunnurr, ég eða Hugi? Hugi, þú hefur vindilinn og hárvöxtinn. Ég er eins og eitthvað homosexual icon þarna ;)
vó, ekki smá erfitt að gera upp á milli :-O Þó hallast ég aðeins að Huga...
Hugi fær mitt atkvæði fyrir vaðandi karlmennsku (þrátt fyrir grunsamlega lipran fótaburð á háhæla bandaskóm), en Kalli er póetískari og viðkvæmari sál.
Hehe, Kalli, mér fannst þú alveg stór-karlmannlegur :-). Hildigunnur, ég man eftir spurningunni, en ég þekkti ekki þann sem spurði. Magnað!
LOL Þetta móment, þú að svara Gallupgellunni... Ótrúleg snilld! Ég hlæ ennþá upphátt þegar það rifjast upp fyrir mér :D
Þessi mynd af þér gerði mig hræddan, Hugi. Mjög hræddan.
Mér finnst þú með einstaklega fallega leggi Hugi. Hreint jammí.
vúpps, ég ætlaði ekki að ýta svona fljótt á enter, ég verð víst að gangast við kommentinu hér að ofan. En, það sem ég vildi sagt hafa er að ég hef aldrei séð jafn fallega konu sitja jafn karlmannlega og hana Hugrúnu á laugardagskvöldið. Það var yndisleg sjón. ja... annars eru myndirnar af ykkur Kalla líka mjög yndislegar, ég ætla að gá hvort ég hætti bráðum að hlæja, er ekki viss.
Gaman að sjá Carlo leyfa sínu innra metrói að skína svona rækilega í gegn. Ég sakna hattsins á myndinni af Hugo/Frú Vigdísi. Svo ætla ég að leggja þessa samsetningu á minnið, það er svartar hot-pants nærbuxur og hvítir límsokkar við. I love it.
Var ég þarna?
Jamm LindaBlinda þú varst þarna. Er búinn að setja mynd á síðuna mína. Takk fyrir síðast allir
Hálfgerður bjarnargreiði Beggi minn - en takk samt ;)
......við nánari skoðun er ég handviss um að ég ER Dragdrottning. Crap.
Hahahahhahahah....þú ert bara æði í þessum kjól:)
Já, Harpa, held að ég sé laus við Gallup að eilífu :). Sveinbjörn, fyrirgefðu. Ég varð líka hræddur í hvert skipti sem ég leit í spegil. Kom mér samt á óvart hversu þægilegt var að dansa í háhæluðum skóm - held ég geri það bara framvegis. Þakka annars hrósið fyrir bæði leggina og kjólinn :-). Fyrir þá sem ekki vita hvað um er rætt, þá stal ég þessari mynd frá <a href="http://www.harpaonline.com/blog/">Hörpu</a> (fyrirgefðu Harpa, vona að það sé í lagi) til sýningar. Þessi herramaður réðist á mig að ósekju og var áður en ég vissi af búinn fanga mig í þessari stellingu. Og hann var EKKI eini karlkyns aðdándinn sem ég eignaðist þetta kvöld. <img src="http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1001114" /> Linda, það er varla hægt að segja að þú hafir verið þarna, eins og þú stoppaðir. En varst glæsileg meðan þín naut við!
Er þetta karlmaður??? Ji minn hvað ég er orðin rugluð...
Dude! Duuuuude! Uhhh.....Duuuuuuude!
Mér líður illa. Vinsamlegast aldrei minnast á þetta grímuball aftur, og helst eyddu ÖLLUM myndum.
Ég trúi því varla Hugi, að þú sért að gefa í skyn að draumaskórnir mínir, sem reyndust of stórir á mig, en akkúrat mátulegir á þig hafi ekki verið gullfallegir. Þú veist ekki hversu mikil fórnfýsi var í því fólgin að rétta þér þá. Ég er viss um að ég á aldrei á æfinni eftir að geta eignast svona skó... með röndóttri teygju yfir ristina... og svo ert þú að dissa þá ... sniff, sniff ... og hatturinn var fullkominn - af hverju heldur þú að þú hafir ekki fengið verðlaun fyrir besta búning ? ... af því þú tókst hann niður !
öfund, Stefán, öfund... þess virði að koma skottúr frá Danmörku fyrir næsta grímuball.
Kæra Hugskot, skórnir eru auðvitað æðislegir. Og ef þú getur notað þá, þá máttu eiga þá, veit ekki alveg hvenær ég kem til með að nota þá næst :-). Hvað varðar hattinn, þá var hann grunsamlega hlýr svo ég gat ekki annað en aðeins leyft makkanum að njóta sín. Og auðvitað er þetta ekkert annað en öfund í Stebba og Sigga. Ég hef nefnilega séð þá í kjól.
Ef ég ætti eina ósk vildi ég nota skó númer 41-42 ... ... 7-9-13 bank bank bank í tré En það verður ekki ofsögum sagt að þú ert sætur Hugi - bæði innvortis og útvortis - í kjól
Úff, Hugskot, held að þú sért að rugla mér saman við einhvern annan. En takk sömuleiðis :).
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin