Kryddsíld

31. desember 2009

Flestir þekkja söguna um uppruna heitisins á "Kryddsíldinni" á stöð 2 - en ég hafði aldrei séð sjálfa fréttina. Þetta er einfaldlega einhver ævintýralega frábærasta þýðingarvilla allra tíma.

(fyrir þá sem ekki þekkja söguna, þá þýddi semsagt einhver rakinn snillingur á Mogganum danska orðið "krydsild" sem kryddsíld - en það þýðir í raun "blaðamannafundur" (svona u.þ.b. - svipað og "crossfire" á ensku))

Gleðilegt ár!


Tjáskipti

Fríða

hahah, þetta er alveg yndislegt. Takk :)

Arnaldur

Er vitað eitthvað nánar hvenær þessi upphaflega kryddsíldarmiskilningsveisla átti sér stað?

Hugi

Þetta birtist a.m.k. í Mogganum 13. janúar 1981. http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=118083&pageId=1536161

Arnaldur

Hmmm... Frábært. Takk fyrir. Hvernig nenntirðu að leita þetta uppi?

Hugi

Wikipedia og Gúgla frænka redduðu málinu, - gjörsamlega ósigrandi dúett. Held að ég hafi eytt þremur mínútum í að finna þetta. :-)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin