They're on to me

15. apríl 2006

Síminn hringir.

- "Halló"
- "Hugi Þórðarson?"
- "Já"
- "Sæll, þetta er hjá Intrum Domini, sálarinnheimtudeild Biskupsstofu. Ég er að hringja til að láta þig vita að þú ert kominn á vantrúarskrá hjá Vantrausti. Ef þú iðrast ekki innan 30 daga þá neyðumst við til að setja málið í guðfræðing."
- "Guðfræðing?"
- "Já, guðfræðing. Og ef það gerist, þá gætirðu lent í bannfæringu og brunnið í helvíti um alla eilífð. Ekki láta málið ganga svo langt. Ef þú kemst ekki í messu á morgun þá geturðu komið til okkar á Laugaveginn eftir helgi og samið um aflát. Mundu. Helvíti. *click*".


Tjáskipti

Kalli

Hahahahaha! Snilld! Ég ætla, í þágu vísindanna, að reyna að dragnast í messu kl. 8 á páskadag. Það væri mjög við hæfi að vera þunnur – og vakandi! – á sunnudagsmorgni að hlusta á helvítistal.

baun

habbðu ekki áhyggjur fyrr en þeir fara að púlla eldingunum á þig

anna

..og mundu.. hvað sem þú gerir.. EKKI GERA EKKERT! LOL

Hugi

Úff, Anna [ælir]... :) Virðingarvert, Kalli, þú skilar kannski til okkar rýniskýrslu eftir messuna. Einu skiptin sem ég mæti í messu er þegar ég er að syngja og fæ þá greitt fyrir það. Og þá fer ég líka með trúarjátninguna, faðirvorið og allan pakkann. Ég er svo mikill prinsippmaður. Hef annars takmarkaðar áhyggjur af eldingunum, ef það væri hægt að ljósta mig þá væri löngu búið að því. Held að ég sé ofarlega á hit-listanum hjá þjóðkirkjunni. Minni að lokum á hið frábæra eyðublað HAG110 frá Hagstofunni, allra meina bót. http://hagstofa.is/uploads/files/trufull0504.pdf

Kalli

Eina ástæðan fyrir þessari messuferð (EF ég vakna... það er stórt EF) er að það er föðurbróðir minn sem predikar. Þar sem hann getur nú verið skemmtilegur kall má vel vera að þetta gæti orðið skemmtun. Já, eða smá skemmtun vafin í þétt lag af sárum þjáningum. Haldiði að ég yrði góður konfektsölumaður?

Hugi

Góðar predikanir eru reyndar það eina sem getur reddað messu - það er bara krónískur skortur á góðum prestum á Íslandi sem kunna að breyta þeirri þjáningu sem lúthersk messa er í eitthvað sem nálgast skemmtun. Af mikilli forvitni, hver er föðurbróðir þinn?

Kalli

Hann mun vera Stefán Karlsson kennari, stjórnmálafræðingur og guðfræðingur/prestur með meiru.

Hugi

Neisko, sá hinn sami snillingur Stefán Karlsson og kenndi mér stjórnmálafræði í Hamrahlíðinni, kannski? Ef svo er, þá er e.t.v. kominn tími á að kíkja í messu...

Kalli

Sá er akkúrat maðurinn!

Hugi

Þú ert vel ættaður, þykir mér! Gleymi seint tímanum þegar Dr. Hannes Hólmsteinn kom í tíma til okkar, sem hér um bil endaði í áflogum á milli kennarans og hans. Good times, good times.

Alda

Rambaði inn á þessa síðu gegnum síðuna hennar Díönnu dillibossa fyrir u.þ.b. 2 tímum síðan og er senst búin að vera stuck hérna við að lesa drepfyndin blogg og comment síðan þá. (Þetta er svona felu-hrós). Takk fyrir góða skemmtun (og ágætis afsökun fyrir að fresta því að tékka á stöðunni á netbankanum). Kveðja, Alda.

Simmi

Við þessu er bara eitt svar - Komdu til okkar í Church of the Subgenius - engin býður betur - http://en.wikipedia.org/wiki/Church_of_the_SubGenius

Hugi

Haha, Mér líst vel á J.R. "Bob" Dobbs, þessi kirkja er snilld. Velkomin Alda. Ég byrjaði einmitt með síðuna til að sleppa við að kíkja á netbankann - 3 months and counting.

Kalli

Bob Dobbs er brill en Eris og Malaclypse the Younger eru samt betri.

Hugi

Fnord!

Siggi Óla

Þið sem fóruð í messu í dag: SUCKERS! : http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1196423

Kalli

Pabbi áleit greinilega erfiðara að vekja mig en gyðing upp frá dauðum og fór ég því ekki í áður umrædda messu. Bömmer, mig langaði að sjá Stebba!

Harpa

Mér finnst biskupinn okkar flottur kall. Og góður líka. Burtséð frá öllu trúarxxxxxxxx. Amen

DonPedro

Ég þekki biskupinn persónulega, og hann er toppkall, auk þess að vera aðdáandi konfektgerðar minnar.

Hugi

Biskupinn er eflaust góður maður, enda eru það flestir menn. En ég vitna aftur í uppáhalds orðatiltækið mitt þessa dagana: Vegurinn til vítis er varðaður góðum fyrirætlunum. Synd að missa af Stebba, Kalli.

Kalli

Fórst þú, Hugi?

Hugi

Onei, onei - ertu brjálaður, vissirðu að þetta var á páskadagsmorgun? :)

Kalli

Jújú... það var víst léttara að vekja Jesú frá dauðum en mig af svefni þann morguninn :)

Mjása

Þeir gætu sigað mig á þig. Ég er nebbla svona guðfræðingur...

Hugi

Já, var það ekki bara. Fyrst að koma sér í múkinn hjá manni, og svo - búbbs - bannfærður. Allir eins þessir guðfræðingar!

Kalli

Þú kaupir bara aflátsbréf hjá Snorra, er það ekki?

Mjása

Reyndar sýnist mér á guðfræðinni í þessari bloggfærslu að það sé kaþólska kirkjan sem sé á eftir þér. Þannig að þú losnar við heimsókn frá mér ;)

Hugi

Nei, bölvað - og ég sem var byrjaður að baka :-).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin