Tvöfaltvaff. Tvöfaltvaff. Tvöfaltvaff. Ef ég ætti tölu yfir skiptin sem ég hef þulið þessa runu þá ætti ég, tjah, allháa tölu. Ég er nú búinn að vinna í vefbransanum í 6 ár (snýt, hóst, hóst, hræk) og er hissa á að vöðvabólga í tungurót sé ekki orðin bótaskyldur atvinnusjúkdómur meðal vefforritara. Þau eru örugglega ekki mörg málin utan íslensku sem státa af tungubrjóti í stafrófinu (ef hebreska er frátalin) og ef við höldum uppteknum hætti, þá verður aflimun talfæra eflaust fljótlega stór gjaldaliður í fjárlögum heilbrigðisráðuneytisins.
Þess vegna vil ég stinga upp á því að við breytum íslensku heiti þessa bókstafs í "ve" og fylgjum þannig fordæmi hinna síhressu og skopskynugu frænda okkar, Þjóðverjanna. Hugsið ykkur hvað það sparaði mikinn tíma og talfæraslit gæti maður sagt "veveve" í stað "tvöfaltvafftvöfaltvafftvöfaltvaff" - þetta er tímasparnaður upp á a.m.k. 70%, auk þess sem slit á tungu, gómi og framtönnum snarminnkar.
Niður með tvöfaltvaff, lifi ve!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin