Eugenics

26. ágúst 2009

Við eigum von á stelpu í janúar.

Vesalings barnið.


Tjáskipti

anna

Þetta er, by far, skemmtilegasta tilkynning um fjölgun mannkyns sem ég hef séð. Ég hlakka til að hitta litlu stelpuna ykkar!

Atli Páll Hafsteinsson

Guð minn góður!

Hugi

Takk fyrir það Anna, hún er spennt að hitta þig líka. Einmitt, Atli - nákvæmlega það sem ég hugsa þegar ég vakna á morgnana og lít í spegilinn.

Siggi Árni

Hólí móli! Til hamingju með þetta :)

Garðar Rafn

Þar kom að því.....innilegar hamingjuóskir.

Anna Soffía

Til hamingju bæði tvö:)...svoooo yndislegt...og þú litla prinsessa! komdu nú í heiminn þann 2.janúar..á afmæli stráksa míns:).... Hvernig er þetta með ykkur...á ekkert að koma á Húsavík?...:)

Bergur

Ef ég þekki þig rétt þá verður þessi stúlka nú frekar með heppnari börnum. :-) Innilega til hamingju gamli.

Hafsteinn

Æi, var það stelpa. Gengur bara betur næst! Gríín. Innilegar hamingjuóskir frá okkur hérna í miðgarðinum. :)) Yndislegt að fá litla frænku. Heyrumst

Hafsteinn

Hafsteina? Hafsteina Hugadóttir? Til að ræða ársskýrsluna er komin hér Hafsteina Hugadóttir. Sæl Hafsteina Er þetta ekki að svínvirka?

Hugi

Þakkir öllsömul *sniff sniff*. Anna Soffía, við erum nú ekki sett langt frá 2. janúar, en ætli við verðum ekki frekar með seinni skipunum. Ég skal skipa Ósk að byrja að rembast á gamlárskvöld og sjáum hvað gerist. Og við eigum alveg pottþétt eftir að líta norður fljótlega - mig dauðlangaði að fela mig í bílnum hjá foreldrunum áðan og bruna til ykkar með þeim. Hahaha Hafsteinn - jájá - það er stelpa. Ég er gríðarlega kátur með það, nema það útilokar að búddamúnkar banki upp á hjá okkur eftir fæðinguna og tilkynni að afkomandinn sé fimmtándi Dalai Lama. Sem eru ákveðin vonbrigði. Ég mun *að sjálfsögðu* ræða "Hafsteina" af fullri alvöru við Ósk. En nafnið "Lofthæna" er í framættum hjá henni, svo ég sé fram á nokkrar vandræðalegar þagnir í nafnaumræðum.

baun

Gleðilegt, óska ykkur öllum þremur til hamingju:)

hildigunnur

Frábært, til hamingju :D

Eiki

Til lukku kútur :)

Stefán Arason

Blessað barnið. Hamingjuóskir til ykkar!

Logi Helgu

Innilegar hamingjuóskir...skemmtileg mynd...mér sýnist þú nú ekki taka þessum fréttum af jafn stóískri ró og Ósk ;)

Sveinbjörn

Klárlega eitthvað Demon Child á leiðinni. Verst að mannanafnanefnd hafnaði heitinu "Satanía"

Hugi

Takk öll :). Logi, ég tók fréttunum um stelpuna af stóískri ró. Myndin var tekin þegar Ósk sagði mér að Golfstraumurinn væri hægt og hægt að breyta um stefnu. Og Sveinbjörn, mér skilst að "Damien" sé leyfilegt á Íslandi, svo þetta reddast.

Fjalar

Glæsilegt, til hamingju bæði tvö : )

Óskar Þór

Til hamingju bæði tvö. En fyrir tilstilli örlaganna var ég reyndar búinn að frétta þetta frá mömmu þinni. Svona er heimurinn stundum öfugsnúinn ;Þ

Hugi

Takka takka :) Óskar, ég á eftir að skemmta mér konunglega við að segja mömmu allskyns sögur um þig - eins og t.d. þegar þú fórst nakinn á háhest á styttunni af Jóni Sigurðssyni og last valin ljóð eftir Stein Steinarr. Þú munt verða víðfrægur fyrir austan, múhohohoh.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin