Frumburðurinn

27. ágúst 2006

Jæja, búið að framleiða sultutau á heimilinu. Fæðingin gekk vel og afkvæmið er rétt um tvö kíló af þrælstinnu og ansi hreint ætilegu rifsberjahlaupi.

Og nú vantar bara vörumerki á afurðina. Þar sem við erum á léninu karlmenn.is datt mér auðvitað fyrst í hug að nota "Man-Jelly" en áttaði mig fljótlega á að það mundi bara misskiljast. Það eru víst ekki allir jafn saklausir og hreinir í hugsun og ég.

Svo datt mér í hug "Skaftárhlaup" eða "Langhlaup" en það er náttúrulega bara hallærislegt. Betri hugmyndir óskast, annars enda ég með "Dr. Hugh's Rather Refined Rubyred Redcurrant Rarity" eða eitthvað álíka slæmt.

PS: Ef einhver er að velta fyrir sér hvers vegna ég tek mynd í hvert skipti sem ég hreyfi mig þessa dagana, þá er það nú bara vegna þess að ég er nýbúinn að fá mér myndavél. Engar áhyggjur, þetta líður hjá á nokkrum dögum.


Tjáskipti

Carlo

Hvað um Gönuhlaup?

Geztur

Dr. Hugo's Fly Trap - VSPR (Very Special Red). Af því að þú ert svo sérstakur og rauðhærður og góður við gesti.

Hugi

Gönuhlaup, heh, það gæti vel átt við um að eyða 4 klukkutímum í að búa til hlaup sem hægt er að kaupa á 300 krónur í Hagkaup :). Geztur, hvernig vissirðu að þetta verður notað til að laða að flugur? Þetta átti að vera hernaðarleyndarmál! En mér þykir orðið svolítið vænt um "Man-Jelly". Miðarnir verða hannaðir í kvöld.

Geztur

Það verður slegist um þessa vöru á eBay. Hugo´s Man Jelly. A thrill of a lifetime.

DonPedro

Geztur er að lesa leikinn. Þú getur víst staðgreitt flygil. eBay.com.

Hugi

Hugmyndin er góð, en spurning hversu vel þetta lítur út á CV-inu. 2000-2005: Self-employed. 2005-2006: Government software development. 2006-2008: Sold my man-jelly on eBay.

Hugi

Hvernig líst ykkur á þessar umbúðir? <img src="http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1001102" />

baun

taktu niður pöntun, 23 krukkur fyrir mig, takk:)

Hugi

Pöntun móttekin :). Athugaðu þó að það tekur talsverðan tíma fyrir mig að framleiða svona mikið magn. En ég hefst strax handa.

Geztur

Það fer eftir því hver markhópurinn er. Gamlar konur (sem sitja í óskiptu búi)?

Geztur

Þetta með spenana, setti mig alveg út af laginu.

Elías

Street er bara í borgum (sem og alley og boulevard og að mig minnir avenue). Í sveitum og smábæjum eru road og pathway og ýmislegt fleira.

Hugi

Og hver segir að mitt eðal rifsberjahlaup sé ekki ættað úr stórborg?

Simmi

OK, þetta er kannski smámunasemi dauðans...en ætti þetta ekki bara að vera "Meadowhill"? ekkert street með....og var þetta ekki týnt í "Wilde Greene Fields of Gardentownie"? Eða er ég eitthvað að miskilja plottið? Finnst líka að það ætti að vera svona með smáu letri "Nanny Ogg approved product";-)

Elín

Vúúú ég vil man-jelly....krukku til Köben takk :) hey og ekki hætta að taka myndir.. þær segja þúsund orð skilst mér..ho ho ho

hildigunnur

Styð þetta með Nanny Ogg!

dj

Þetta fína rifsberjahlaup hefði verið úrvals með einum af þessum ostum sem tollurinn tók af þér um árið. Ætli tollvörðurinn hafi sultað í ár því hann á enn svo mikinn afgang af frönskum osti?

Hugi

Úff, voðalega lesa menn mikið í þennan miða. Verð að vanda mig betur næst þegar ég hanna sultu. Simmi, mér fannst bara virðulegra að bæta við svona "Street" fyrir aftan. En líst stórvel á Nanny Ogg-hugmyndina, alvöru gæðavara fær náttúrulega alltaf slíkan stimpil. Elín, oh, ég er að verða svo þreyttur á því að kvenfólk talar alltaf um mig sem hlut :-). (neisko, ég gerði smá innsláttarvillu - vissuð þið að það munar bara einum bókstaf á "hlut" og "slut". Áhugavert...) DJ, ekki spurning - ég verð að fara inn í toll og færa þeim eins og eina krukku eða svo. Bööölvaðir :).

Geztur

Já, lesendur þínir eru einstaklega smámunasamir. Spurning hvort viðbrögðin hefðu verið önnur ef þú hefðir boðið upp á smökkun. Líklega þarftu að fara að dæmi Baunar og vera "ber allt árið" ef þú ætlar að halda stöðu þinni á markaði. Umferðarstofa-berjatínsla-Umferðastofa-berjatínsla-Umferðastofa-berjatínsla-Karl Ragnars elskar mig-hann elskar mig ekki... Ó, afsakið. Já, það er vonlaust að velja á milli :)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin