Ég fór í IKEA í dag. Alltaf gaman að þræða völundargangana í þessu gímaldi, ég get aldrei varist þeirri tilhugsun að ég sé mús í einhverri grimmdarlegri rannsókn sænskra sálfræðinema og að það hljóti að vera risastór ostur við útganginn.
Það þyrfti að skipta út skiltinu við innganginn á versluninni og þar sem ég er hjálpsamur maður legg ég hér með fram tillögu að texta á það:
"Velkomin í IKEA, þar sem mottóið er "The journey is the reward". Þessi verslun var hönnuð af M.C. Escher og í þeim víddum sem þú getur skynjað er aðeins ein útgönguleið. Hún er tvo metra til vinstri við þig núna, á bak við vegg úr skotheldu gleri, en til að tryggja að þú missir ekki af einni einustu vöru sem við seljum höfum við hannað verslunina þannig að þú þarft að ganga fjórtán kílómetra til að komast að henni. Ef þú finnur hana.
Þar sem það var vandamál að fólk var að deyja úr hungri á leiðinni út settum við matsölu á miðja leiðina. Þar er hægt að kaupa ljúffengan mat á borð við sænskar kjötbollur sem innihalda margt skemmtilegt, vöfflur með sænsku rjómalíki sem við búum til úr Norðmönnum og steikt svínakjöt í "raspi" (gæsalappirnar eru hluti af vöruheitinu).
Ef þú komst hingað til að kaupa pakka af ljósaperum eða einn borðlampa og ert núna að spyrja sjálfa(n) þig vonleysislega "Hvers vegna þarf ég að ganga í gegnum sófadeildina" þá höfum við aðeins eitt við þig að segja: SUCKER!.
Vinsamlegast ekki reyna að stytta þér leið í gegnum verslunina. Eftirlitsmyndavélar fylgjast með hverri hreyfingu þinni og sjálfvirku TROMPEN-vélbyssurnar okkar (sem eru einmitt á tilboði núna) sjá til þess að þeir sem það reyna enda sem hráefni í ljúffengar sænskar kjötbollur.
Að lokum, ef þú eignast barn á leiðinni út eða þarft að halda upp á stórafmæli, þá viljum við benda á að PRUMPEN-partýhattarnir okkar hressa ærlega upp á stóru stundirnar í lífinu.
Takk fyrir að versla í IKEA. Ef þú sleppur lifandi, þá vonumst við til að sjá þig aftur sem fyrst".
Ég var svo heppinn að taka nokkrar vaktir í IKEA fyrir ekki svo löngu og er fyrir vikið mun fróðari um öll shortcuts. Kannski ætti ég að bjóða hæfileika mína fram sem þjónustu þar sem ég gæti orðið leiðsögumaður um IKEA? Annars er ég í svo miklum RPG pælingum að ég er að velta fyrir mér hvort Survival (Urban) skillið virki fyrir IKEA eða hvort það þurfi sérstakt skill (Survival (IKEA)) fyrir þetta eða þá kannski bara technique...
Ég kem iðulega út úr IKEA með eitthvað annað en ég fór inn til að kaupa, svo að trikkið virkar greinilega á ljóskur. Ég hins vegar lenti einu sinni í því að þurfa að snúa við vegna þess að ég gleymdi einu atriði og reyndi því að fara á móti umferð. Það var vonlaust. Endaði með því að ég fór bara annan hring. Annars skil ég ekki fjölskyldur sem halda að IKEA og Kolaportið séu skemmtigarðar sem gaman er að fara í með alla fjölskylduna um helgar. Það er klikk.
HAHAHAHAHAHAHA Já, og Kringlan og Smáralind, Linda, ekki gleyma þeim.
Ef svo vildi til að ég myndi eignast börn myndi ég halda tilvist Smáralindar og Kringlunnar leyndri fyrir þeim. Það sama myndi eiga við um tilvist koffíns og sykurs.
Já, Kalli, spurning um að standa við innganginn á IKEA og bjóða upp á leiðsögn? Ég hefði sko pottþétt þegið slíkt eftir að ég flutti fyrst suður og dó næstum því úr örmögnun á leiðinni í gegnum verslunina. Man hvað ég var glaður þegar ég sá dagsljósið aftur. Gæti annars trúað að þú þyrftir alveg sérstakt skill fyrir IKEA. "Stomach of Iron" kannski, ef þú ætlar að fá þér snæðing á leiðinni. Linda, ég er líka ljóska. Fell ítrekað fyrir þessu hjá þeim. Og ég á alveg jafn erfitt með að skilja fjölskylduferðirnar í IKEA. En ég á náttúrulega enga fjölskyldu, þannig að það er svo margt sem ég skil ekki. T.d. pólsku, hana bara skil ég alls ekki.
Iron Stomach er advantage en ekki skill ;)
sko, ef þetta er svona slæmt, af hverju er þá hálf þjóðin (menn, konur og börn) í Ikea, Kringlunni og Smáralind á sunnudögum???? hvað segir þetta um bókaþjóðina sem gat af sér snillinga eins og Laxness og Silvíu Nótt???
Skrítið - ég erí veseni með Pólskuna líka. Ætli við séum skyld?
hehe
Það segir um þessa annars ágætu þjóð að hún er komin með heilaskemmdir af allri vitleysunni sem hefur verið innbyrt úr mis-vondum innlendum bókmenntum og er farin að framkvæma lesnu vitleysuna í eigin persónu ? :) Hugi: það eru til amk 3 shortcuts í IKEA sem stytta ferðina um meira en helming :) Og Sænskar Kjötbollur innihalda bara hreint hakk og krydd ( ef þær eru alvöru Sænskar.. ) ólíkt íslensku kjötfarsbollunum sem innihalda hakkaða hringvöðva og sinadrætti gamalla nauta blandað með torkennilegum efnum sem gera bollurnar gúmmíkenndari en ofurskopparabolta :-P
Þór, lærðirðu í Svíþjóð? :-D Sjortköttin eru bara fyrir innvígða, lítt auglýst sem leiðir. Pabbi kenndi mér á þau, hann þurfti oft að koma í gulu og bláu búðina í embættiserindum.
Ég vann einu sinni í Ikea og lærði þá öll shortköttin, en þeir breyta þeim nánast á hverjum degi sem gerði það mjög erfitt að komast í og úr mat :o/ Mig langar í Prumpen-partýhatt!
Haha, Kalli, man það næst. Linda, gæti verið - við höfum ekki fengið slavníseskugenið. Fyrirgefðu Þór, snerti ég aðeins við sænsku tauginni? :-) Hildigunnur, "í embættiserindum"? Var pabbi þinn að vinna hjá Svíaeftirlitinu? Ég veit annars ekki hvað Kringlulindarvæðingin segir um þjóðina. Er þetta ekki þróunin allsstaðar? Maður er náttúrulega að skrifa af tómri hræsni því ég fer oft í sumar verslanir í Kringlunni og hef ljómandi gaman af að kíkja í IKEA öðru hvoru - en mér finnst bara svo miklu skemmtilegra að rölta niður Laugaveginn á góðum degi. Þetta er kannski bara snobb í manni?
Mig langar að fá vinnu hjá Svíaeftirlitinu. Skandinavískar stúlkur eru svo sætar ^^
Hildigunnur: Nema hvað :) Heja Sverige ( och puu på Norge :-P ) Hugi: alls engin hræsni :) Kringlan er fín þegar það er haglél eða skafrenningur á Laugaveginum :)
Hugi minn, þú ert allt of góður fyrir IKEA. Gulu síðurnar innihalda fullt af vísbendingum um góðar verslanir sem selja alvöru húsgögn.
Kalli, kannski við ættum að sækja um hjá Svíaeftirlitinu. Spurning um að komast í eiturlyfjadeildina - þú veist, þessa með gúmmíhanskana? Og Einar, þegar þú orðar það svona, þá sé ég að það er rétt. Ég er raunar allt of góður fyrir IKEA. Of góður fyrir þennan heim eiginlega. Og hógvær.
Ég fór stundum í IKEA þegar ég var óvenju þunnur og lagði mig í rúmdeildinni. PS. Ekki má gleyma að Ikea er Svíþjóðar stærsti matarútflytjandi.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin