Ég var að hamast á einhverskonar líkamsmeiðingatóli í ræktinni í kvöld þegar mér varð litið upp í teygjusalinn sem er í glerbúri fyrir ofan tækjasalinn. Og þá missti ég mig af hlátri.
Í salnum voru fjórar manneskjur. Tveir karlmenn héngu í klifurgrindunum og hengdu haus, ein kona lá á bakinu í teygjubekk af einhverju tagi, sveigð í næstum 180 gráða vinkil og önnur hékk á hvolfi í einhverskonar satanísku víravirki. Óhamingju- og sársaukasvipurinn á sveittum og rauðum andlitum þessa fólks var gríðarlegur. Það eina sem vantaði inn í myndina var reiður spænskur dóminikanamunkur, öskrandi "Afneitar þú Satan og öllum hans verkum!!!!!?!? Tekurðu Jesú Krist sem frelsara þinn!!!!?!?".
Ég þurfti að stöðva líkamsmeiðingatólið mitt og setjast niður til að hlæja sem vakti talsverða athygli, þótt nærstaddir forðuðust augnsamband og tækju stóran sveig framhjá mér. Ég vona að mér verði hleypt inn þegar ég fer næst í ræktina.
það er ekki kúl að flissa í tækjasalnum......eða for that matter að "hamast". Er bara fegin að þú voicaðir ekki þessar hugsanir á staðnum. Steratröllin hefðu drekkt þér á boozt barnum.
Já, ég slapp líklega vel. Mig langaði mikið að standa upp, kveða mér hljóðs í salnum og skýra málið en ég hugsa að það hefði ekki hjálpað. "Afsakið öllsömul, má ég biðja ykkur að stoppa aðeins - já, þú líka þarna á hlaupabrettinu í horninu - flott, takk. Lítið þarna upp, er þetta ekki fyndið? Ha? Sko, þetta eru eins og pyndingar, ehehe."
Dásamlegt! Hefði borgað milljón peninga til að fá að vera þessi þögli á hjólinu sem heyrir allt og sér......
Suss og svei! Það vita allir að fólk sem leggur á sig að halda sér í formi deyr ungt í bílslysum.
Mér dettur ekki í hug að fara að deyja í bilslysi - það mundi hafa bein áhrif á bónusinn hjá mér!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin