Ég fór í stutta kvöldgöngu meðfram Ægissíðunni í gærkvöldi. Ég var þungt hugsi og starði niður á grátt malbikið meðan ég gekk. En á leiðinni heim leit ég upp og tók þá eftir því hvað kvöldið var fallegt, sólin sem var komin lágt á loft sló gullnum bjarma á himin, ský og haf, trén rétt bærðust í kvöldgolunni og í kyrru fjöruborðinu sátu friðsæl kolla og bliki hlið við hlið. Ég leit niður aftur og sá þá fyrst allar sóleyjarnar sem gægðust upp úr grasinu meðfram stígnum.
Merkilegt hversu mikið það getur breytt útliti heimsins að líta aðeins upp frá malbikinu öðru hvoru.
Hugi, þú ert skáld :)
Hehe Gestur, ég held það nú ekki en þakka hólið :-).
góður pistill þarna á ferð - þú ert flottastur Hugi :o)
Roðn roðn. Ég er nú bara að lýsa raunverulegri upplifun sko. Þú getur bara sjálf verið flottust :o).
Djöfull er þetta eitthvað væmið ógeð þessi pistill. Þú og Guðmundur Tómasson, eða hvað hann nú hét, getið bara troðið ykkar ógeðslega vestubæ upp í endaþarm ykkar. Haltu áfram að líta upp úr malbikinu gæskur, og njóttu þess að horfa á lífið ;-) ...finnst þú samt eitthvað vera að finna upp hjólið aftur...
já Hugi minn... þetta var nú fremur ófrumlegt...
já...þið eruð farnir að læra þetta! :-)
LOL, þið eruð ágætir :-).
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin