Skipulagsbreytingar

26. september 2009

Ágætu Íslendingar, útlendingar, millilendingar og aðrir lesendur í uppsveitum, innsveitum og lúðrasveitum nær og fjær.

Tenglum á aðra vefi (hér að neðan til vinstri) er nú raðað eftir tímasetningu síðustu uppfærslu. Einnig er hægt að músa yfir nafn vefsins og sjá þá dagsetningu og titil nýjustu færslu á þeim vef.

Þetta er hluti af jarðvegsvinnunni fyrir yfirvofandi útlitsyfirhalningu hér, en að henni lokinni geri ég ráð fyrir að þessi vefur verði svolítið fallegri. Eða a.m.k. ekki lengur svo útlitslega skertur að maður deyi pínu í hvert skipti sem maður les hann. Ef þú ert sérstakur aðdándi grænna kassa, þá er tilvalið að kyssa þá bless núna - þeir eru að fara til kassahimnaríkis og koma aldrei aftur.

Ég þakka áheyrnina, og ég þakka heyrnina því án hennar mundi ég ekkert heyra, amen halelúja og góða helgi.


Tjáskipti

Sigurður Ármannsson

Ég velti því fyrir mér hvort þú hefðir ekki orðið fyrirmyndar prestur eða í versta falli útfararstjóri. Algerlega vel meint. Gott að losna við græna litinn. Í bili að minnsta kosti. Maður á ekki endilega að gera upp á milli lita eins og allir vita, en fara ekki eftir.

Hugi

Þakka þér fyrir, en mig skortir ákveðna grunnhæfileika til að geta orðið prestur. Ég er vissulega ruglaður, en ekki svona trúarruglaður. En útfararstjóri, hmmm - það gæti gengið. Kökur og kaffi um hverja helgi. Nom. Og ég man ekki einu sinni hvers vegna ég valdi græna litinn í upphafi. Er að velta fyrir mér í hvaða litum ég á að mála vefinn núna. Læt hann kannski skipta litum eftir þróun gengisvísitölunnar og væntingavísitölu Gallup, þannig að hann byrjar í svörtum og endar í sólskinsgulum?

Sveinbjörn

Það væri magnað ef þú myndir smíða vef þar sem litaskeman réðist af gengi krónunnar. Fílaða!

Hugi

Hver veit :). Eina sem ég er búinn að ákveða varðandi vefinn er að ég ætla ekki að eltast við gallaða browserinn - ég virðist vera með fremur greindan lesendahóp, ekkert nema makka- og FireFox-notendur. <p align="center"><img src="http://hugi.karlmenn.is/Apps/WebObjects/Hugi.woa/1/swdocument/1000612/browser_share.png" /></p>

Sveinbjörn

Hvernig bjóstu til þetta chart?

Sveinbjörn

Google Analytics bara?

Hugi

Já, GA + smá Photoshop til að laga upp á stærðina og hlutföllin.

Sveinbjörn

Hvaða forrit notar maður til þess að búa til svona charts á makkanum?

Sveinbjörn

....og ekki dirfast að segja Excel

Hugi

Í þessu tilfelli notaði ég nú bara grafið beint frá GA. En á makkanum nota ég yfirleitt bara Numbers úr iWork-svítunni. Fínt tól sem gerir falleg gröf - en óneitanlega fremur takmarkaðir eiginleikar samanborið við Excel. Ég rakst líka á á <a href="http://www.omnigroup.com/applications/omnigraphsketcher">skemmtilegt tól frá Omni Group</a> um daginn - að vísu meira ætlað til að gera skissur af gröfum, en flott viðmót og þægilegt í notkun.

Siggi Óla

Gaur. Þessi fítus til að fylgjast með bloggupdeitum er alger snilld. Og mun örugglega hvetja mann til að blogga! Ég veit að það er örugglega pointless að eltast við Explorer risaeðlur eins og mig, en plís ekki loka á okkur samt. Ég hef ekkert val um browser sökum heimskulegra öryggisreglna. Ég er actually að nota 8 ára gamla útgáfu af explorer þar sem nýrri útgáfur af honum hafa ekki uppfyllt öryggiskröfur fyrirtækisins. Microsoft rules! NOOOOOOT.

Hugi

Ef þú grípur oftar til pennans, þá var þetta þess virði :). Og ég loka nú aldrei alveg á Internet Explorer-notendur, vefurinn verður bara ekki alveg jafn fallegur í honum og í nýrri browserum.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin