Rólegheit í San Francisco

10. júní 2008

Lífið er svo ljúft hérna úti að það er argasta þvæla og vellingur. Þetta hlýtur að vera ólöglegt.


Tjáskipti

Stefán Arason

Þetta líkist óhuggulega mikið eldhúsinu á Magahel... Enjoy!

Hugi

Skarplega athugað Dr. Stefán - ég tek það einmitt með mér hvert sem ég fer :-).

Eva

Arg,,,,mig vantar matinn ÞINN þegar ég sé þessa mynd!!!!

Don Pedro

Þetta er ein al-fallegasta mynd af San Francisco sem ég hefi augum barið.

Kolla

Hvaða hommapylsur ertu að fara að elda þarna?? Ufff.... má ég heldur biðja um góða steik. Wurster er ekki alveg að gera sig, (kannski í Germany en ekki í USA). En ég er líka gikkur og borða ekki hvaða pylsur sem er ;o) Bon appetit......

Halldór Eldjárn

Hugi! Ekki fékkstu svona Snow Leopard disk þarna á WWDC?

Hugi

Pétur, bíddu bara þangað til ég sýni þér myndirnar úr Whole Foods-versluninni hérna. Gróft matgæðingaklám. Kolla, "hommapylsur"? Hljómar perralega... En þetta er raunar kjúklingabringa sem er þarna niðurskorin og bíður steikingar. Ég veit ekkert um kynhneigð kjúklingsins, enda er það sem gerist í rúminu milli tveggja samþykkra fullorðinna kjúklinga þeirra einkamál. Eva, minnsta málið, ég skal stinga einni steik í umslag og senda þér. Viltu sósu? Halldór, jú - það gæti alveg verið ;-).

Sveinbjörn

Já, hvaða hommaskapur er þetta í þér Hugi, að vera að éta svona hommapylsur? Ég dittóa að þetta lítur út eins og eldhúsið þitt á Hagamel. En hvernig meikarðu að éta vibbann sem þeir selja þarna í USA? Er þetta ekki einhver sterakjúklingur með steragrænmeti?

Halldór Eldjárn

Ekki er hægt að plata þig til að fá að afrita slíkan?

Don Pedro

Þú afritar ekki kjúkling, kjáni...

Ester Ósk

Já! Einmitt! Bara sko ,,, afar bragðaukandi. Bæði afritað og hommalegt!

lindablinda

týpískt fyrir þig. Ferð til útlanda og kaupir kjúkling eins og einhver islenskur plebbi í verslun sem selur ALLT og tekur svo myndir af eldhúsinu þínu. Hvað næst - Jacobs kex í Pier One og skolskálin?

inga hanna

hvaða hvaða!! bara diss í gangi hérna.

Hugi

Sveinbjörn, maturinn í verslununum hérna er almennt óbjóður - en ég fór í þennan líka ágætis Whole Foods-markað þegar ég kom (ráfaði heillaður um þar í tvo tíma) og fyllti ísskápinn fyrir vikuna af ostum, furðulegum aldinum, ávöxtum, berjum, kryddjurtum og grænmeti, kjöti, risarækjum og öðru. Allt saman óskaplega lífrænt og vottað eitthvað - og bragðast sniiiillldarvel :-). Pedro, ég hef reyndar heyrt að Erfðagreining sé núna á kafi við að fullkomna fyrsta kjúklingaafritarann. Frumgerðin er glæsileg, afritar kjúkling á 2400 cps (chickens per second). Ester, emm, já - einmitt? :-) Linda, ég botna ekkert í þér.

lindablinda

uuuuuu..... ég var nú bara að grínast.....

Hugi

Grínast?? Þetta er ekkert gamanmál. Ég var nýbúinn að smyrja mér samloku með ora-lifrarkæfu í hádeginu, þegar ég uppgötvaði að ég fæ hvergi Tindavodka hérna til að drekka með henni. Villimannaland.

Ester

ah.. þú ert yndislegur með kertaljós á hótelherbergi! við eldavélina!! augljóst hvað þér þykir vænt um í lífinu ;)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin