Ég er með kenningu: Á meðan ég er í vinnunni á daginn safnast nágrannar mínir saman í íbúðinni minni og fremja óguðlegar athafnir með eigin saur á baðherberginu. Það er engin hemja hvað þetta herbergi lyktar illa, sama hvað ég skrúbba og skola og spúla og bursta og sleiki. Ég fæ heilablóðfall í hvert skipti sem ég opna dyrnar þarna inn.
Aðrar kenningar um hvað gæti orsakað lyktina:
Ég ætla að panta prest í næstu viku til að særa lyktina aftur niður til Vítis. Virki það ekki er ljóst að ég verð að láta rífa allt draslið út úr herberginu og skipta um innréttingu, það á eftir að spara mér peninga til lengri tíma því ég eyði nú þegar tugum þúsunda í ilmkerti og Harpic-kubba í hverjum mánuði. Og það er hvort sem er kominn tími á skipti, ég held að núverandi innrétting hafi verið valin af einhverjum sem er bæði litblindur og blindur. Og ósmekkvís.
Ég hallast að kenningu nr. þrjú. Ef Vala Matt kæmi inn á baðherbergið þitt þá myndi hún reka upp skelfilegt óp, klóra úr sér augun, hella yfir sig bensíni og kveikja í sér og stökkva því næst út um gluggann.
Já, ég hallast að því að þetta sé bara alveg hárrétt hjá þér. Note to self: Bjóða Völu Matt í heimsókn.
Væri ekki ráð að fá pípara í heimsókn fyrst og tjekka á málunum? Annars finnst mér það ekkert slæm hugmynd að skipta út innréttingunni á baðinu hjá þér...þessi græni litur á síðunni þinni er hátíð miðað við innréttinguna.
Ég fór reyndar á klósettið í morgun áður en við yfirgáfum pleisið. Þynnkudömp dauðans.
Ég held að pípari sé gagnslaus ganvart þessum óskapnaði, það dugir ekkert minna en vígt vatn og biblíuvers til að kveða niður þennan Satan. Og það er stranglega bannað að setja út á og móðga fallega græna litinn á síðunni minni, hann er nærandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna.
Já Jón, málningin flagnaði einmitt af veggjunum á baðinu skömmu eftir að þú fórst.
Það eina sem vinnur bug á vondri lykt er verri lykt. Mæli með að þú takir greifingjahræ og hengir í gluggann þinn, en sjáir til þess að hluti innyflanna fari ofan á ofninn hjá þér, sem verður að vera í botni. Eftir um það bil 3 vikur, ég tala nú ekki um með hækkandi sól væri sniðugt fyrir þig að úða svona grenitrésúða, eins og einum brúsa. Nú ætti baðið að lykta eins og fjöldamorð í greniskógi, og þær hamfarir innyflanna sem enn ná í gegn um svona gildrur verður aldrei hægt að vinna hvort eð er. Hinn möguleikinn er að svíða úr þér þefskynjarana með lóðbolta, nokkuð sem ég geri hérna á Neshaganum og tek ekkert fyrir nema útlagt fyrir Magnylinu sem þú færð með þér heim.
Þjóðráð Pétur! Það eru gömul sannindi að það er hægt að fela vonda lykt með verri lykt, Sjálfstæðisflokkurinn gerði þetta t.d. þegar þeir fengu Framsókn með sér í ríkisstjórn. Hitaðu lóðboltann, ég kíki í kaffi annað kvöld.
Skynfæri okkar eru hönnuð til að nema breytingar í umhverfinu. Það sem er alltaf til staðar hættum við að sjá/heyra/finna. Þetta heitir aðlögun í máli fróðra manna. Ef þú gætir séð til þess að lyktin væri allaf í nösunum á þér myndir þú bráðlega hætta að finna hana og þar með að kippa þér upp við baðherbergið. Ég mæli því með að þú leitir leiða til að tileinka þér óþefinn upp að slíku marki að hann hætti að angra þig. Þú gætir til dæmis vellt þér upp úr skólpi nokkrum sinnum á dag...
það er líka stundum svona ógeðslykt inná baði hjá mér. Við erum að anda að okkur skólpi. Viðbjóður. Þetta með völu matt og greifingjann væri þjóðráð ef það væri gluggi á baðherberginu. En það er bara svona gat og innum það kemur skólplykt. Og uppúr niðurföllunum. Samt. Ég er ekki búin að fá neina alvöru flensu lengi. Líklega bætir þetta ónæmiskerfið. Nokkrir mánuðir í viðbót og þá hætta börnin að veikjast líka!
Já, kannski hefur þetta styrkjandi og bætandi áhrif, ég er a.m.k. að breytast og get orðið gert hluti sem ég gat ekki áður. Ég get t.d. hreyft á mér geirvörturnar. Og flutt franska þjóðsönginn á greiðu. Tilviljun? Ég held ekki. Ég ætla að prófa það sem Orri stingur upp á, að venja mig á lyktina. Er orðinn áskrifandi að notuðum bleium hjá vini mínum.
óhuggulegt að vita að þú getur hreyft á þér geirvörturnar...
Ég get líka blístrað flest vinsælustu lög bítlanna með naflanum
Takk fyrir síðast og já já þú fórst einmitt alveg á kostum með bítlalögin á fös :)
Þetta er auðvitað Anna djöfull. Hún er að hirða lyklana þína úr þvottavélinni og hleypa Margeiri inn að leika á þínu baðherbergi út af nýju þvottavélinni. Þess vegna er líka fýla inni á hennar baðherbergi, Margeir og mottan.
Takk sömuleiðis Elma! :) Veit þó ekki með framkomuna á fös, klúðraði gjööörsamlega háa C-inu í Hard Day's Night.
Úps, Lindablinda. Ef þú kallar Önnu "djöful" aftur, þá gæti ég þurft að komast að því hvar þú býrð, elta þig uppi og refsa þér án dóms og laga. Old style. Ég veit líka að þetta er ekki Margeir, hann kemst ekki inn til mín, ég setti upp dvergagildrur út um allt í íbúðinni hjá mér etir að þetta skrípi kom niður og át bólstrið úr sófasettinu mínu.
Sorry........í minni sveit (101)var þetta svona gæluyrði. My bad kemur ekki fyrir aftur. Spurning að athuga gúmmí draslið sem er utan um rörið sem fer inn í vegginn?? - kannski nagaði Margeir það í sundur síðast þegar hann komst inn og át bólstrið?
Í minni sveit (740) vorum við mjög trúuð og djöfullinn var holdgerfingur hreinnar illsku sem líkamnaðist reglulega og afmeyjaði þá unglingsstúlkur sem svo fæddu framsóknarmenn. Já, það var ekki alltaf gott að búa úti á landi.
Efast stórlega um að Anna sé þannig - samt aldrei að vita - söng ekki Elvis: You're a devil in disguise...?
Elvis myndi aldrei syngja um mig. Við þolum ekki hvort annað. MÚHOHOHOHOHOHOHOHO
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin