Árstíðabundið mataræði Íslendinga

11. janúar 2009

Ritstjórn karlmenn.is biðst velvirðingar á niðritíma vefsins undanfarinn sólarhring. Kerfisstjórinn hefur verið aflífaður og viðeigandi bölvun lögð á fjölskyldu hans næstu sjö kynslóðir.

Gaman að sjá hvernig mataræði íslendinga þróast yfir hátíðarnar. Hér er fjöldi heimsókna á uppskriftavefinn í desember eftir leitarorðunum sem lokkuðu fólk inn - aðfangadagur er sýndur með gulum lit, gamlársdagur með grænum.

Ég nennti ekki að taka saman fleiri leitarorð, en í tölfræðinni er að finna tæmandi yfirlit yfir allan matinn sem er núna að teppa í okkur meltingarfærin af því að við borðuðum engar trefjar - og sem við erum öll komin með innilega einlægan andbjóð á þar til á næstu jólum.

„Ris á la mande“

„Möndlugrautur“

„Kalkúnafylling“

Og svo er það bara kreppumöl og moldarsósa næstu mánuðina. Kemur a.m.k. ekki mikið á óvart að leitarorðið "fiskibollur" er hástökkvari mánaðarins eftir ótrúlega lítinn fiskibolluáhuga á milli jóla og nýárs.

„Fiskibollur“


Tjáskipti

Atli

Þetta er ansi áhugavert en kemur engan vegin á óvart, passar allavega fullkomlega við mit mataræði yfir jólin.

Hugi

Já? Ég eldaði alveg magnaða pizzu á aðfangadagskvöld, svo ég fell líklega aðeins utan við normalkúrfuna :-).

Atli

Það er líklegast hægt að fullyrða að það falli fyrir utan allt sem normallt er. Pizza með hamborgarhrygg og brúnni sósu og ananas gæti þó verið áhugaverð!

Hugi

Þessi uppskrift er raunar ekki svo langt frá Hagamels-jólapizzunni™. Hmmm, ég á óétinn hamborgarhrygg (sad hamburger) inni í frysti... Þér hafið plantað hugmynd í höfuð vort.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin