Euro

11. mars 2006

Það lítur út fyrir að við fáum harða samkeppni frá Finnum í Eurovision í ár. Ég er ánægður með þessa þróun, Eurovision er að verða að svona fjölþjóðlegri sirkussýningu.


Gleðibandið "Lordi"


Tjáskipti

Sveinbjörn

Hahaha! Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma.

Kibba

hahaha GWAR wannabe!!!

Hugi

Hólí mólí, ég er nú ekki kúltiveraðri en svo að ég hef aldrei áður heyrt um GWAR. Eftir smá rannsóknarvinnu á Intervefnum get ég þó sagt með góðri samvisku að ég mundi tvímælalaust mæta á Korpúlfsstaði og hlusta á þá ef þeir kæmu hingað.

Kibbs

jámm.. GWAR er svona legend í metalheiminum. Maður er ekki metalhaus með metalhausum nema hafa séð GWAR.

Hugi

Ég verð víst seint kallaður metalhaus - kannski fjarstæður möguleiki ef ég færi í stríð og fengi sprengjubrot í hausinn ... og þó, ég er svo sem ekki mikið fyrir stríð heldur. Spurning um að útkljá þennan aldagamla ágreining með vatnsblöðruslag á Miklatúni, djasshausar vs. metalhausar.

Kibba

já það er spurning... ég mæti klárlega, hress og kát í Pantera bolnum mínum rock on !!

Hugi

Haha, ég kem sko í, uh, Thelonious Monk bolnum mínum.

hildigunnur

hafið þið heyrt Litháen lagið?

Hugi

Er hægt að skoða það á Intervefnum?

Hugi

Fundið! http://www.youtube.com/watch?v=MTrrQ-XX-xA Þessi Eurovision-keppni verður stærri viðburður en meyfæðingin.

anna

já væri ekki típískt ef Eurovision, af öllum hlutum, myndi koma og steal my thunder!

Hugi

JÁ! Ég vissi alltaf að Jóhanna væri frelsarinn endurfæddur, en í guðanna bænum biddu hana að hætta að breyta öllu vatni í húsinu í vín. Þetta var stuð fyrst, en núna er þetta búið að missa allan glans, þar sem ég sit hérna í illa þefjandi baðkarinu, búinn að missa vinnuna vegna óhóflegrar vatnsdrykkju. A.m.k. skipta í léttbjór eða eitthvað

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin