Heima

22. maí 2008

Berlín var snilld. Maturinn var snilld, ferðafélagarnir voru snilld, karókíið var snilld, geðstirði hóteleigandinn var snilld - og meira að segja berlínskar gínur eru hressir stuðboltar, fá bara hreinlega ekki nóg af að dansa funky chicken.

En fyrst - badminton.


Tjáskipti

Sveinbjörn

Gott að heyra að þú naust lífsins í hinni sönnu borg sem sefur ei -- fuck Frank Sinatra, it's Berlin -- en varstu ekki búinn að lofa að laga Safari bögginn??

Bjarni Þór

Velkominn heim gamli. Ertu kominn með hreim? Ég vil heyra þig tala með þýskum hreim.

Kalli

Þær eru eins og hauslausar... fönkí hænur.

Hugi

Sveinbjörn, hef ekki samanburð við uppáhaldsborgina hans Sinatra - hann kemur fljótlega. - En þú laugst engu um kebabið þarna... Zenk jú Bjarni. Jújú, auðvitað, kominn með hreim og strípur og leðurbuxur og allt. Skarplega athugað Kalli.

baun

merkilegt hvað hægt er að vera glaðlegur hauslaus

Hugi

Nákvæmlega það sama og ég hugsaði þegar ég kom inn! Ég hef hreinlega aldrei séð glaðlegri plastklumpa. (þjóðverjarnir horfðu að vísu á mig eins og ég væri skaddaður á geði þegar ég fór að hnita hringi með myndavélina - það virtist enginn þeirra taka eftir danspartýinu sem var í gangi þarna fyrir allra augum)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin